Viðskipti innlent

Ríkisvíxlar fyrir 40 milljarða seldir í morgun

Alls voru ríkisvíxlar fyrir 40 milljarða kr. seldir í útboði með tilboðsfyrirkomulagi hjá Seðlabanka Íslands í morgun. Þetta er helmingi hærri upphæð en í útboðinu sem haldið var í maí s.l. þegar tilboðum fyrir 20 milljarða kr. var tekið.

Í tilkynningu um niðurstöður útboðsins segir að alls bárust 53 gild tilboð í flokkinn RIKV 09 1116 að fjárhæð 66.5 milljarða kr. að nafnverði. Tilboðum var tekið fyrir 40 milljarða kr. að nafnverði á meðalverðinu 97,67 (flatir vextir 6,93%). Hæsta verð tekinna tilboða var 97,895 (6,24%) og lægsta verð tekinna tilboða var 97,48 (7,51%).

Vaxtaprósenta er reiknuð út miðað við flata vexti og dagar taldir sem raundagar miðað við 360 daga ár (Actual/360).








Fleiri fréttir

Sjá meira


×