Fleiri fréttir

Hugsanlega komin lausn á Icesavedeilunni

Skuldabréf, tryggt með veði í eignum Landsbankans í Bretlandi, gæti verið lausnin á Icesavedeilunni. Þannig gæti íslenska ríkið sloppið við ábyrgðir og lántökur vegna skuldanna. Íslensk stjórnvöld hafa viðrað þessa hugmynd við Breta og Hollendinga.

Black Sunshine endar sennilega hjá sérstökum sakskóknara

Fjármálaeftirlitið hefur enn til skoðunar málefni huldufélagsins Black Sunshine. Kaupþing flutti ónýt lánasöfn að fjárhæð 80 milljarða inn í félagið í stað þess að afskrifa tapið. Bankinn stofnaði fleiri félög í þessum tilgangi. Yfirgnæfandi líkur eru á að málið endi inni á borði hjá sérstökum sakskóknara.

MIT velur HR til að halda ráðstefnu

MIT háskólinn í Bandaríkjunum hefur valið MBA í Háskólanum í Reykjavík úr hópi 20 umsækjenda til að halda eina stærstu frumkvöðlaráðstefnu heims í mars á næsta ári. Ráðstefnan heitir MIT Global Start-up Workshop og dregur til sín um 500 frumkvöðla, fjárfesta, stjórnmálamenn, háskólakennara og nemendur alls staðar að úr heiminum.

Taugatitringur vegna hótana þýskra stjórnvalda

Taugatitringur einkenndi flýtimeðferð lagabreytingar sem heimilar að þýskum eigendum innstæðna hjá Kaupþingi verði greitt fyrr en ella. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann grunar að hótunarbréf þýskra stjórnvalda hafi átt þátt í þessu og gagnrýnir að þingið hafi ekki verið upplýst um tilvist bréfsins.

LSS afþakkaði öll tilboði í skuldabréfaútboði

Lánasjóður sveitarfélaga (LSS) ákvað að afþakka öll tilboð sem bárust í skuldabréfaútboð sjóðsins í gær. Þátttaka var dræm í útboðinu en sjóðurinn hafði stefnt að því að afla a.m.k. tveggja milljarða kr.

Exista greiddi ekki af skuldabréfi

Exista greiddi ekki af skuldabréfi sem var á gjalddaga í gær með vísan í viðræður sem nú standa yfir við lánadrottna félagsins.

FME sektar Glitni um 4 milljónir vegna Birnuklúðurs

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að sekta Glitni banka hf. um 4 milljónir kr. vegna klúðursins í kringum hlutabréfakaup Birnu Einarsdóttur, nú bankastjóra Íslandsbanka, í Glitni árið 2007. Sektin er vegna brota á lögum um verðbréfaviðskipti.

Opið allan sólarhringinn hjá Office1 í Skeifunni

Nú er opið allan sólarhringinn í Office1 Skeifunni. „Við reyndum þetta í skólavertíðinni í fyrra með frábærum árangri,“ segir Bjarki Pétursson, framkvæmdastjóri Office1 í tilkynningu um málið.

Segir Seðlabankann vera að herða gjaldeyrishöftin

„Fljótt á litið virðist Seðlabankinn fremur vera að herða á gjaldeyrishöftunum en skýra túlkun þeirra. Áhrif þessa verða væntanlega þau að gjaldeyrisútflæði vegna vaxtagreiðslna verður töluvert minna það sem eftir er árs en útlit var fyrir.“

Spölur ehf. með tap upp á 238 milljónir

Tap Spalar ehf. eftir skatta fyrir tímabilið 1. október 2008 til 31. mars 2009 nam kr. 238 milljónum kr. en tap á tímabilinu 1. október 2007 til 31. mars 2008 nam 169 milljónum kr.

Fjarðarbyggð skilaði tapi upp á 1,5 milljarð

Fjarðarbyggð skilaði tapi upp á 1,5 milljarða kr. á síðasta ári, það er A og B hluta. Þetta kemur fram í ársreikningi Fjarðarbyggðar sem lagður var fram í gærdag. Fjármagnsgjöld skýra þetta tap að mestu leyti.

Nýr forstjóri ráðinn til MP Banka

Gunnar Karl Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs og stjórnarformaður Tryggingamiðstöðvarinnar hefur verið ráðinn forstjóri MP Banka.

Vöruskiptin hagstæð um 2,3 milljarða í apríl

Í aprílmánuði voru fluttar út vörur fyrir 31,7 milljarða króna og inn fyrir 29,4 milljarða króna. Vöruskiptin í apríl voru því hagstæð um 2,3 milljarða króna. Í apríl 2008 voru vöruskiptin óhagstæð um 0,9 milljarða króna á sama gengi.

Fulltrúar AGS ekki ánægðir með frammistöðu stjórnvalda

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) sem verið hafa á landinu undanfarna daga eru ekki ánægðir með frammistöðu íslenskra stjórnvalda við að framkvæma sameignlega áætlun þeirra og AGS samkvæmt heimildum Fréttastofu.

Engin lán hafa verið gjaldfelld

Viðræður innlendra og erlendra kröfuhafa við stjórnendur Existu um endurskipulagningu félagsins héldu áfram í gær.

12% hafa samþykkt yfirtökutilboð í Alfesca

Lur Berri Iceland ehf., sem er íslenskt einkahlutafélag í eigu franska félagsins Lur Berri Holding SAS, mun gera hluthöfum Alfesca hf. tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Rúmlega 12% hluthafa hafa samþykkt yfirtökutilboðið.

Kæru SVÞ á hendur Ríkiskaupum var vísað frá

Kærunefnd útboðsmála hefur vísað frá kæru Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) á hendur Ríkiskaupum. Samkvæmt kærunefndinni heyrir framsal rammasamninga ekki undir lög um opinber innkaup eins og SVÞ héldu fram í kæru til kærunefndar útboðsmála.

Kauphöllin áminnir og sektar fimm félög

Kauphöllin hefur í dag veitt fimm félögum opinberlega áminningu og sektað hvert þeirra um 1,5 milljónir kr. vegna þess að félögin birtu ekki ársreikninga sína fyrir 30. apríl .sl. Öll félögin beittu fyrir sig undanþáguákvæði til að komast hjá birtingu ársreikninga sinna.

Gengi hlutabréfa Bakkavarar hækkaði um 23,5 prósent

Gengi hlutabréfa í Bakkavör ruku upp um 23,5 prósent í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfanna endaði í 1,26 krónum á hlut eftir að hafa farið undir krónu á hlut í gær. Þá hafði það aldrei verið lægra.

Afkoma ríkissjóðs versnar um tæpa 50 milljarða

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins 2009 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er handbært fé frá rekstri neikvætt um 20,7 milljarða kr., sem er 49,1 milljarði kr. lakari útkoma heldur en á sama tímabili í fyrra.

Seðlabankinn snupraður fyrir frestun á birtingum

„Í ljósi þess hversu mjög kastljós beinist að Íslandi og íslenskum hagstærðum, og hversu óvissa er mikil um þróun ýmissa stærða í hagkerfinu væri heppilegt ef Seðlabankinn stæði við útgáfuáætlun sína eins og kostur er.“

Gengi Bakkavarar hækkar um 5,88 prósent

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 5,88 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í morgun. Á sama tíma hefur gengi bréfa Össurar hækkað um 0,48 prósent.

Þór hættir hjá Sjóvá

Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá, hyggst láta af störfum hjá félaginu. Skilanefnd Glitnis rekur nú Sjóvá, en Árni Tómasson formaður skilanefndar segir aðbúið sé að ganga frá endurskipulagningu á því. Hann segir að tilkynningar sé að vænta.

Gengi Bakkavarar aldrei lægra í lok dags

Gengi hlutabréfa í Bakkavör Group féll um 4,76 prósent í Kauphöllinni í dag. Það endaði í einni krónu á hlut en fór tímabundið í 99 aura og hefur aldrei verið lægra. Þetta jafngildir því að markaðsverðmæti félagsins nemi rúmum 2,1 milljarði króna.

Ari Skúlason ráðinn til Landsvaka

Ari Skúlason hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Landsvaka hf. í stað Tryggva Tryggvasonar og tekur hann til starfa í dag, að því er segir í tilkynningu.

Gjaldeyristekjur af ferðamönnum vel yfir 100 milljarðar

Greining Kaupþings telur líklegt að tekjur af erlendum ferðamönnum fari vel yfir 100 milljarða kr. á árinu samanborið við um 73 milljarða kr. á árinu 2008. Útlit er fyrir að ferðaþjónusta skili verulegum tekjum í kassann á árinu enda eykst meðaleyðsla erlendra ferðamanna umtalsvert þegar gengi krónunnar er svo lágt.

Seinkun á birtingu greiðslujafnaðar

Af óviðráðanlegum orsökum verður ekki unnt að birta uppgjör á greiðslujöfnuði við útlönd, erlendri stöðu þjóðarbúsins og erlendum skuldum fyrir fyrsta ársfjórðung 2009 eins og áformað var þann 27. maí nk.

Tryggvi Tryggvason ráðinn til Saga Capital

Tryggvi Tryggvason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fjárstýringar hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka og tekur hann til starfa þann 1. júní næstkomandi.

Íhuga að stofna nýtt félag um Sjóvá

Skilanefnd Glitnis íhugar að stofna nýtt félag utan um tryggingarstarfsemi Sjóvár. Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis sagði í samtali við fréttastofu ekki ákveðið hvort að félagið yrði í eigu bankans til að byrja með eða hvort það yrði selt strax.

Tekjur af fjármagnstekjuskatti aukast milli ára

Tekjur ríkissjóðs af fjármagnstekjuskatti hefur aukist á milli ára - þrátt fyrir hrun hlutabréf og banka. Innistæður landsmanna hafa hækkað um fimm hundruð milljarða króna á einu ári.

Breyta á lögum um sparisjóði

Lögum um sparisjóði verður breytt, meðal annars til að koma í veg fyrir að menn geti vaðið í varasjóði sparisjóðanna, sem hefur leikið þá grátt á undanförnum misserum, segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Pistill: Stjórnvöld virðast ekki ráða við verkefnið

Það verður skýrara með hverjum deginum að stjórnvöld virðast hreinlega ekki ráða við hið risavaxna verkefni að endurreisa efnahagslíf landsins og koma einhverjum stöðugleika á það að nýju. Nærtækasta dæmið er að ekkert af höfuðatriðum í samstarfsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) frá því í nóvember s.l. er enn komið á koppinn, sjö mánuðum síðar.

Engin hreyfing á hlutabréfamarkaði

Engin viðskipti hafa verið á hlutabréfamarkaði í Kauphöllinni það sem af er dags. Þetta er nokkuð í takt við þróun mála upp á síðkastið en hægt og bítandi hefur dregið úr veltunni eftir því sem sól hefur hækkað á lofti.

Þjónustujöfnuður neikvæður um 2,9 milljarða

Útflutningur þjónustu á fyrsta ársfjórðungi er því samkvæmt bráðabirgðatölum 53,1 milljarður kr. og innflutningur þjónustu 56,0 milljarðar kr. Þjónustujöfnuður við útlönd á fyrsta ársfjórðungi er því neikvæður um 2,9 milljarða kr.

Sjá næstu 50 fréttir