Viðskipti innlent

Taugatitringur vegna hótana þýskra stjórnvalda

Taugatitringur einkenndi flýtimeðferð lagabreytingar sem heimilar að þýskum eigendum innstæðna hjá Kaupþingi verði greitt fyrr en ella. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann grunar að hótunarbréf þýskra stjórnvalda hafi átt þátt í þessu og gagnrýnir að þingið hafi ekki verið upplýst um tilvist bréfsins.

Í fréttum okkar í gær sögðum við frá bréfi sem þýsk stjórnvöld sendu skilanefnd Kaupþings þar sem þess var krafist að þýskir innistæðueigendur fengu Edge innistæður sínar greiddar hið snarasta. Í bréfinu var ýjað að því að ef þetta yrði ekki gert myndu þýsk stjórnvöld hafa áhrif á viðræðust Íslendinga við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Skömmu eftir að skilanefndi fékk bréfið var lagabreytingu flýtt í gegn um alþingi sem heimilar að greiða út innistæðurnar í Þýskalandi fyrr en ella hefði orðið. Lagaberytingin fór í gegn um viðskiptanefnd á methraða en minnihlutamenn þar furða sig á því að hafa ekki fengið að vita af meintum hótunum þýskra stjórnavalda í garð Íslendinga áður en lagabreytingin var samþykkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×