Viðskipti innlent

Opið allan sólarhringinn hjá Office1 í Skeifunni

Nú er opið allan sólarhringinn í Office1 Skeifunni. „Við reyndum þetta í skólavertíðinni í fyrra með frábærum árangri," segir Bjarki Pétursson, framkvæmdastjóri Office1 í tilkynningu um málið.

„Síðan þá hefur Hagkaup byrjað með 24 stunda opnun og Skeifan, sem lengi hefur verið miðpunktur verslunar í Reykjavík, orðin þekktur áfangastaður næturhrafna á höfuðborgarsvæðinu."

Nýverið flutti fyrirtækjaþjónusta Office1 í Skeifuna til að bregðast við breyttum neysluvenjum fyrirtækja í landinu eftir að kreppan skall á.

„Við þurfum að bregðast miklu skjótar við en áður. Fyrirtæki halda síður lager af skrifstofuvörum en hringja frekar oftar og vilja örari þjónustu en áður," segir Bjarki. „Við ákváðum því að bregðast hratt við og flytja viðskiptastjóra fyrirtækjaþjónustu Office1 í Skeifuna til að vera sem næst kúnnanum í tíma. Auk þess sem við getum veitt miklu betri þjónustu þegar við reynum að hjálpa fyrirtækjum að hagræða í sínum rekstri með réttu vali af vörum."

Samhliða þessari sólarhrings-opnun var opnað nýtt „Business Center" í Skeifunni en þar er boðið upp á ýmsa þjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki varðandi skjalafrágang, fjölföldum ritgerða, prentun ársreikning og bækling og margt fleira.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×