Viðskipti innlent

12% hafa samþykkt yfirtökutilboð í Alfesca

Lur Berri Iceland ehf., sem er íslenskt einkahlutafélag í eigu franska félagsins Lur Berri Holding SAS, mun gera hluthöfum Alfesca hf. tilboð um að kaupa hluti þeirra í félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Nú þegar hafa rúmlega 12% hluthafa hafa samþykkt yfirtökutilboðið.

Ólafur Ólafsson, oft kenndur við Samskip, er stórhluthafi í Alfesca.

Í tilkynningunni kemur fram að ð fyrr í dag hafi Lur Berri Holding SAS, Kjalar Invest B.V., Alta Food Holding B.V., Kaupthing Singer & Friedlander Ltd. og tilteknir stjórnendur Alfesca hf. þar á meðal forstjóri, fjármálastjóri og framkvæmdastjórar tiltekinna dótturfélaga Alfesca hf. gert með sér samninga um stjórn og rekstur Alfesca.

Enginn samstarfsaðilanna hyggst selja hlutabréf



Vegna samninganna er litið svo á að þessir samstarfsaðilar hafi með sér samstarf um stjórnun og rekstur Alfesca. Samstarfsaðilarnir eiga samtals 67,44% af útgefnu hlutafé Alfesca og fara sameiginlega með 67,83% af atkvæðisrétti.

Enginn samstarfsaðilanna hyggst selja hlutabréf sín, í heild eða að hluta, í

tengslum við tilboðið.

12% hafa samþykkt tilboðið

Ennfremur hafa Lur Berri Iceland ehf. borist skuldbindandi yfirlýsingar frá

hluthöfum, sem eiga samtals 699.086.562 hluti í Alfesca, sem samsvarar 11,89% af útgefnu hlutafé Alfesca og 11,96% af atkvæðisrétti, þess efnis að þeir muni

samþykkja tilboðið.

Komi fram samkeppnistilboð þriðja aðila og verði það gert opinbert innan gildistíma yfirtökutilboðsins, kunna kaupin á hlutunum og skuldbindingar hluthafa sem að ofan er lýst að ganga til baka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×