Viðskipti innlent

Engin lán hafa verið gjaldfelld

Exista, Lýður Guðmundsson, Erlendur Hjaltason, Sigurður Valtýsson
Exista, Lýður Guðmundsson, Erlendur Hjaltason, Sigurður Valtýsson

Viðræður innlendra og erlendra kröfuhafa við stjórnendur Existu um endurskipulagningu félagsins héldu áfram í gær.

Kröfuhafar höfðu hótað að gjaldfella lán félagsins gengju stjórn og stjórnendur félagsins ekki að skilmálum þeirra. Af því varð ekki en talið var líklegt að slíkt gæti gerst í vikunni.

Þá lagði Exista lagði fram lögbannskröfu til sýslumannsins í Reykjavík í vikubyrjun vegna þrettán milljarða króna millifærslu úr Nýja Kaupþingi yfir í gamla Kaupþing. Krafan liggur enn óafgreidd, samkvæmt upplýsingum frá Existu. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×