Viðskipti innlent

Fjarðarbyggð skilaði tapi upp á 1,5 milljarð

Fjarðarbyggð skilaði tapi upp á 1,5 milljarða kr. á síðasta ári, það er A og B hluta. Þetta kemur fram í ársreikningi Fjarðarbyggðar sem lagður var fram í gærdag. Fjármagnsgjöld skýra þetta tap að mestu leyti.

Rekstrartekjur A og B hluta sveitarfélagsins námu á árinu 2008 4 milljarða kr., en þar af námu rekstrartekjur A hluta 3 milljörðum kr. Hækkuðu tekjur samstæðu í heild um 1,4% frá fyrra ári. Munar þar mestu að aðrar tekjur sveitarfélagsins hækka um 2,7% á milli ára á meðan útsvarstekjur lækka um 8,4% og framlög jöfnunarsjóðs lækka verulega eða um 32,0%.

Rekstrargjöld að meðtöldum afskriftum í A og B hluta námu 3.635 millj. kr. og þar af rekstrargjöld A hluta 3 milljörðum kr. Rekstrargjöld A og B hluta hækka um 11,4% á milli ára og vega þar þyngst laun og launatengd gjöld sem hækkuðu um 9,8% og annar rekstarkostnaður sem hækkar um 10,5% á milli ára. Þá hækkaði lífeyrisskuldbinding um 51 milljónir kr. á milli ára.

Veruleg breyting er á fjármunatekjum og fjármagnsgjöldum milli ára. Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B hluta árið 2008 námu 2 milljörðum kr. samanborið við 270 milljónir kr. árið 2007.

Skýrist munurinn aðallega af tvennu. Annars vegar hækka vaxtagjöld og verðbætur um 442 milljónir kr. á milli ára eða um 97,0%. Hins vegar nemur gengistap vegna langtímalána 1.2 milljarða kr. á árinu 2008 á meðan á árinu 2007 var gengishagnaður upp á 118 milljónir kr. Þessi viðsnúningur vegna áhrifa gengis á rekstur sveitarfélagsins nemur 1.3 milljörðum kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×