Viðskipti innlent

Hugsanlega komin lausn á Icesavedeilunni

Andri Ólafsson skrifar
Svavar Gestsson fer fyrir samninganefnd Íslands í Icesave deilunni. Mynd/ Pressen Bild.
Svavar Gestsson fer fyrir samninganefnd Íslands í Icesave deilunni. Mynd/ Pressen Bild.
Skuldabréf, tryggt með veði í eignum Landsbankans í Bretlandi, gæti verið lausnin á Icesavedeilunni. Þannig gæti íslenska ríkið sloppið við ábyrgðir og lántökur vegna skuldanna. Íslensk stjórnvöld hafa viðrað þessa hugmynd við Breta og Hollendinga.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hugmyndin gengur út á að skilanefnd Landsbankans gefi út skuldabréf sem tryggt er með veði í öllum eignum Landsbankans í Bretlandi. Ríkissjóður myndi svo ábyrgjast það sem upp á vantar. Ekki yrði greitt af skuldabréfinu í nokkur ár eða þangað til alþjóðlegir markaði hafa náð einhvers konar jafnvægi og tryggt sé að sanngörn verð fáist fyrir eignir Landsbankans. Til þess að ríkissjóður þurfi ekki að leggja út fjármuni vegna Icesave þurfa að fást um 650 til 900 milljaðra króna fyrir eignirnar í Bretlandi. Í eignasafni er eitthvað af verðmætum eignum, nokkur heilbrigð lánasöfn sem sagna nú tekjum, og hlutur í Iceland verslunarkeðjunni sem metinn er á meira 100 milljarða króna.

Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að íslensk stjórnvöld séu mjög nálægt því ná samkomulagi breta og hollendinga um að lenda málinu með þessu hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×