Fleiri fréttir

Finnur úr stjórn VBS

Finnur Sveinbjörnsson hefur sagt sig úr stjórn VBS fjárfestingarbanka. Ástæðan er sú að hann hefur tekið sæti í skilanefnd Kaupþings sem Fjármálaeftirlitið tók yfir í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Novator í viðræðum um sölu á 10% í Elisa

Novator, félag Björgólfs Thor Björgólfssonar, á nú í viðræðum við hóp alþjóðlegra fjárfesta um sölu á 10% hlut sínum í finnska símafélaginu Elisa. Ásgeir Friðgeirsson talsmaður Novators segir að mikil hreyfing hafi komist á málið í vikunni.

Enn misræmi á íslensku krónunni

Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,38 prósent á gjaldeyrismarkaði í dag og stendur gengisvísitalan í 251,8 stigum. Talsvert misræmi er á gengi krónunnar hér og í öðrum löndum.

Nýi Glitnir stofnaður

Nýi Glitnir banki hf. hefur verið stofnaður. Þetta er líkt og gert var með Landsbankann sem varð Nýi Landsbankinn hf á dögunum í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið. Eins og með þann banka er heimilisfang Nýja Glitnis að Lindargötu 1-3 en þar er fjármálaráðuneytið einnig til húsa.

SPRON endurmetur stöðuna í ljósi örlaga Kaupþings

Ekkert verður af sameiningu Kaupþings og SPRON í ljósi þess að Fjármálaeftirlitið tók yfir Kaupþing í nótt. Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON segist lítið geta tjáð sig um málið á þessari stundu, þar á bæ séu menn að endurmeta stöðuna.

Lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hrapa

Matsfyrirtækið Fitch Ratings greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri og innlendri mynt í BBB- og A-.

Olíutunnan nálgast 80 dali

Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað talsvert samfara hrakspám um efnahagssamdrátt og minnkandi eftirspurn í Bandaríkjunum og Evrópu og stendur hún nú í 88 dölum á tunnu í Asíu.

FME hefur tekið við rekstri Kaupþings

Á grundvelli nýsettra laga grípur Fjármáleftirlitið (FME) inn í rekstur Kaupþings til að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi á Íslandi.

Ekkert stórmál að leysa ágreining um Icesave fyrir dómstólum

Forsætisráðherra segir ekkert stórmál að leysa ágreining við bresk stjórnvöld um tryggingu fyrir innlánun Icesave reikninga Landsbankans fyrir dómsstólum. Viðskiptaráðherra segir að Icesave reikningar í Bretlandi og Hollandi hafi verið starfræktir í skjóli EES-samningsins og menn hafi reist sér hurðarás um öxl.

ING að kaupa Edge og Icesave?

Samvkæmt frétt á Berlingske í dag er hollenski bankinn ING við það að kaupa bæði Edgde og Icesave. Fyrr í dag greindi Sky fréttastofan frá því að ING ætlaði að kaup Edge innlánssjóðinn af Kaupþing en samkvæmt nýjustu fréttum mun Icesave sjóður Landsbankans vera með í þessum kaupum.

Eimskip féll um rúman helming

Gengi bréfa í Eimskipafélaginu féll um 51,6 prósent og Bakkavör um 27,16 prósent í mikilli lækkanahrinu í Kauphöllinni í dag. Þá féll Alfesca um 10,2 prósent, Eik banki um 8,3 prósent og Century Aluminum um 6,3 prósent.

Úrvalsvísitalan undir 3.000 stigin

Úrvalsvísitalan fór undir 3.000 stigin fyrir stundu og stendur hún nú í 2.991 stigi. Hún hefur ekki verið lægri síðan í júlí fyrir fjórum árum síðan. Vísitalan toppaði í 9.016 stigum 18. júlí í fyrra og hefur þessu samkvæmt fallið um 67 prósent á rétt rúmu ári.

Úttektir hjá Landsbankanum enn takmarkaðar

Enn er ekki hægt að taka út meira en fimm hundruð þúsund krónur af reikningum í Landsbankanum. Þær upplýsingar fengust í þjónustuveri bankans að þó væri hægt væri að panta hærri úttektir og sækja í Breiðholtsútibú. Ekki er vitað hve lengi ástandið varir.

Ísland sagt á barmi þjóðargjaldþrots og IMF að taka við stjórninni

Í grein á business.dk er nú sagt að Ísland sé á barmi þjóðargjaldþrots og að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) sé um það bil að taka við stjórn landsins. Þá segir einnig að norrænar ríkisstjórnir muni halda að sér höndunum með fjárhagsaðstoð eins og staðan er í augnablikinu.

Singer og Friedlander í greiðslustöðvun

Dótturfélag Kaupþings í Bretlandi, Singer og Friedlander, hefur verið sett í greiðslustöðvun. Þetta staðfestir Jónas Sigurgeirsson, forstöðumaður upplýsingasviðs Kaupþings.

Gjaldeyrisforðinn aðeins fjórðungur af landsframleiðslu

Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam í lok september u.þ.b. 26% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Miðað við gengisvísitölu septembermánaðar hefur forðinn, mældur í erlendri mynt, aukist um ríflega 40% frá áramótum.

Lárus situr áfram sem forstjóri

Starfsfólki Glitnis var sagt í morgun að innlend starfsemi bankans yrði með óbreytti sniði eftir yfirtöku ríkisins á bankanum í gærkvöldi. Forstjóra bankans, Lárusi Welding, var boðið sitja áfram og hann þáði það.

Icesave í Hollandi líka lokað

Breska ríkið ætlar í mál við það íslenska vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að tryggja ekki milljarða inneignir Breta á Icesave reikningum Landsbankans í Bretlandi. Búið er að loka Icesave í Hollandi og þarlend stjórnvöld leita upplýsinga frá þeim íslensku um tryggingar.

Eimskip fellur um fimmtíu prósent

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 51 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 1,5 krónum á hlut.

Bakkavör í ellefu krónur

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur fallið um 16,15 prósent í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í 11,27 krónum á hlut. Gengi bréfa Össurar hefur á sama tíma hækkað um 0,27 prósent en það er eina hækkun dagsins.

Ísland á barmi gjaldþrots?

Ísland rambar á barmi þess að verða fyrsta landið til að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Þetta segir í frétt á forsíðu bandarísku leitarvélarinnar Yahoo.com í dag.

Óska eftir að fundi hluthafa í Glitni verði flýtt

Fjármálaeftirlitið vék stjórn Glitnis frá í gærkvöldi og skipaði skilanefnd í hennar stað, sem stjórnar nú bankanum. Allur almennur rekstur bankans á að vera í eðlilegu horfi í dag þrátt fyrir þetta, segir í tilkynningu frá Glitni.

Allt að 116 króna munur á pundinu í gær

Mikil óvissa ríkir um raunverulegt gengi íslensku krónunnar eftir að Seðlabankinn reyndi að fastsetja það í gær. Íslenskir námsmenn í Bretlandi tóku sig til í nótt og skoðuðu á netmiðlum hvað pundið kostaði í íslenskum krónum.

Ísland vildi ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum

Íslensk stjórnvöld leituðu ekki eftir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) til að vinna bug á þeim efnahagslegu hremmingum sem steðjað hafa að upp á síðkastið. Bretar og Bandaríkjamenn þrýstu á stjórnvöld að taka lán, hefur Reuters eftir heimildum frá sjö stærstu iðnríkjum heims.

Kreditkortin varasöm erlendis - Pundið á 300 krónur

Gengi gjaldmiðla hjá kortafyrirtækjum er í engu samræmi við gengi seðlabankans og viðskiptabankanna. Pundið, sem kostar í kringum 190 krónur hjá viðskiptabönkunum kostar 291 krónu ef hún er keypt með Vísakorti, og 303 krónur með Masterkorti. Evran, sem kostar um 150 krónur hjá viðskiptabönkunum kostar í dag 226 krónur hjá Valitor, og 237 krónur hjá Mastercard. Svipaða sögu er að segja af öðrum gjaldmiðlum.

Óvíst með lán Björgólfsfeðga til Eimskips

Óvissa er nú um það hvort feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson geti veitt Eimskip 26 milljarða króna lán fari svo að ábyrgð fyrirtækisins vegna gjaldþrots XL Leisure Group falli á Eimskip. Þetta kemur fram í tilkynningu Eimskips til Kauphallarinnar.

Mjög lítil velta á hlutabréfamarkaði

Gengi bréfa í færeyska bankanum Eik Bank féll um 24 prósent í Kauphöllinni í dag. Century Aluminum fór niður um 17,6 prósent, Atlantic Petroleum um 11,26 prósent, bréf Bakkavarar um 10,99 prósent og Marels um 6,49 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir