Viðskipti innlent

Íslenska ríkið stendur ekki við Icesave skuldbindingar sínar

Alistair Darling fjármálaráðherra Bretlands segir að íslenska ríkisstjórnin muni ekki standa við skuldbindingar sínar gangvart þeim sem eiga innistæður á Icesvae reikningum Landsbankans í Bretlandi.

Samkvæmt Bloomberg-fréttaveitunni er málshöfðun gegn íslenska ríkinu nú í gangi.

„Þar sem þetta er starfsemi erlends banka myndum við fyrst leita til Íslands sem tryggingarbætur en eftir því sem mér skilst eru engir peningar til þar á bæ fyrir þessum skuldbindingum," segir Darling.

Darling segir að breska stjórnin muni standa við sínar skuldbindingar gagnvart sparifé þeirra sem eiga innistæður á Icesvae. Upphæðin sem um ræðir er hátt í 600 milljarðar kr.

Framangreind orð Darling lét hann falla í viðtali á BBC þar sem viðbrögð íslensku stjórnarinnar komu honum greinilega á óvart. "Hvort sem þið trúið því eða ekki tjáði íslenska stjórnin mér í gærdag að hún hafi alls ekki í hyggju að standa við skuldbindingar sínar," sagði hann í upphafi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×