Viðskipti innlent

Lárus situr áfram sem forstjóri

MYND/GVA

Starfsfólki Glitnis var sagt í morgun að innlend starfsemi bankans yrði með óbreytti sniði eftir yfirtöku ríkisins á bankanum í gærkvöldi. Forstjóra bankans, Lárusi Welding, var boðið sitja áfram og hann þáði það.

Fulltrúar Fjármálaeftirlitsins fóru inni í höfuðstöðvar Glitnis um tíuleytið í gærkvöldi og tóku bankann yfir fyrir hönd ríkisns. Þar með hefur ríkið fallið frá fyrri ákvörðun um yfirtöku 75 prósenta hlutfjár bankans frá því í síðustu viku, með 84 milljarða framlagi úr gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans.

Már Másson, upplýsingafulltrúi Glitnis, segir yfirtökuna ekki hafa áhrif á starfsemi bankans innanlands og þjónusta við viðskiptavini bankans verði óbreytt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×