Viðskipti innlent

Reiknar með að FIH bankinn verði seldur í hvelli með miklu tapi

Henrik Sjögreen bankastjóri FIH bankans í Danmörku reiknar með að bankinn verði seldur í hvelli.

Hinsvegar hefur markaðsvirði hans hrapað á undanförnum dögum og því má búast við að Kaupþing, sem á FIH, verði fyrir miklu fjárhagstjóni við söluna.

Sjögreen segir í samtali við börsen að fyrir tveimur mánuðum hefði auðveldlega verið hægt að fá 15 milljarða danskra kr. eða rúmlega 300 milljarða kr. Nú telur sérfræðingurinn Bjarne Jensen hjá BJ Consult að aðeins sé hægt að fá 6,3 milljarða danskra kr. fyrir bankann eða um 130 milljarða kr.

Eins og kunnugt er af fréttum fékk Seðlabankinn veð í FIH bankanum gegn stóru láni til Kaupþings í upphafi vikunnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×