Viðskipti innlent

Straumur eykur tryggingar sínar í Kaupmannahöfn

Útibú Straums í Kaupmannahöfn hefur í dag gerst aðili að danska innistæðutryggingasjóðnum "Det Private Beredskap".

 

Det Private Beredskab er sjóður sem hefur meðal annars þann tilgang að veita tímabundna innistæðutryggingu sem dönsk stjórnvöld tilkynntu um þann 6. október 2008 í því skyni að verja innistæðueigendur og almenna kröfuhafa. Tryggingin gildir í tvö ár og felur í sér að innistæður og almennar kröfur hjá bönkum sem eru aðilar að sjóðnum eru tryggðar verði þeir gjaldþrota.

Tryggingin bætir það sem upp á vantar eftir að greitt hefur verið það sem kann að vera bætt af hinum danska Tryggingasjóði innistæðueigenda og fjárfesta (Indskydergarantifonden) og hliðstæðum tryggingum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×