Viðskipti innlent

Segir að rússneska lánið sé að komast í höfn

Bloomberg-fréttaveitan segir í morgun að Rússland og Ísland séu um það bil að ganga frá láni upp á 4 milljarða evra eða um 680 milljarða kr..

Vitnað er í Arkady Dvorkovich talsmann Dimtry Medevdev að samingaviðræður séu þegar hafnar milli fulltrúa seðlabanka landana. Aukin kraftur hafi verið settur í samningaviðræðurnar núna en áður var áformað að fulltrúar landanna hittust í næstu viku.

"Það er augljóst að óróinn á fjármálamörkuðum heimsins kemur við Rússland. Við erum hluti af Evrópu og við viljum leggja okkar af mörkum til að koma stöðuleika á í álfunni að nýju," segir Dvorkovich í samtali við Bloomberg.

Sem fyrr segir eru viðræðurnar nú milli fulltrúa frá bönkunum og stjórnmálamenn hafi ekki enn komið að málinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×