Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforðinn aðeins fjórðungur af landsframleiðslu

Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam í lok september u.þ.b. 26% af áætlaðri landsframleiðslu ársins. Miðað við gengisvísitölu septembermánaðar hefur forðinn, mældur í erlendri mynt, aukist um ríflega 40% frá áramótum.

Greining Glitnis fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að í nýbirtum tölum Seðlabankans um gjaldeyrisforða og tengda liði kemur fram að gjaldeyrisforði og aðrar gjaldeyriseignir bankans námu um síðustu mánaðamót 375 milljörðum kr. og hafði verðmæti forðans í krónum hækkað um 67 miljarða kr. í mánuðinum. Það skýrist þó eingöngu af veikingu krónunnar á tímabilinu og reiknað í erlendri mynt breyttist forðinn sáralítið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×