Viðskipti innlent

Seðlabankinn segir að fastgengið gildi einnig í dag

Seðlabanki Íslands hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að bankinn muni halda fastgenginu á millibankamarkaði áfram í dag.

 

 

Tilkynning bankans hljóðar svo: "Áfram er unnið að mótun aðgerða til þess að skapa stöðugleika um raunhæft gengi krónunnar. Bankinn mun í dag, eins og í gær, eiga viðskipti á millibankamarkaði á gengi evru 131 kr.

 

 

Í gær seldi bankinn 6 milljónir evra fyrir 786 milljónir króna. Í þessu felst ekki að gengið hafi verið fastsett. Aðeins það að Seðlabankinn telur að hið lága gengi krónunnar sem myndast hefur að undanförnu sé óraunhæft. Mælist bankinn til þess að viðskiptavakar á millibankamarkaði hér styðji við þá viðleitni bankans að styrkja gengið."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×