Viðskipti innlent

Nýtt lánshæfismat Fitch segir Landsbankann gjaldþrota

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch telur nú að Landsbankinn sé gjaldþrota.

Fitch hefur í dag lækkað lánshæfismatseinkunn langtímaskuldbindinga Landsbankans í D úr B , einkunnir vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans í D úr B og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk staðfest sem F. Lánshæfismatseinkunnir bankans eru á ekki lengur á athugunarlista. Einkunin D þýðir einfaldlega gjaldþrot.

Langtímaskuldbindingar dótturfélags bankans í Bretlandi, Landsbanki Heritable Bank, voru einnig lækkaðir í D úr BB, einkunnir vegna innlendra og erlendra skammtímaskuldbindinga bankans sem D úr B og einkunn fyrir fjárhagslegan styrk lækkuð í F frá 'D'.

Lánshæfismatseinkunnir bankans eru ekki lengur á athugunarlista.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×