Viðskipti innlent

Úttektir hjá Landsbankanum enn takmarkaðar

Enn er ekki hægt að taka út meira en fimm hundruð þúsund krónur af reikningum í Landsbankanum. Þær upplýsingar fengust í þjónustuveri bankans að þó væri hægt væri að panta hærri úttektir og sækja í Breiðholtsútibú. Ekki er vitað hve lengi ástandið varir.

Takmarkanir eru hjá öllum bönkum á því magni gjaldeyris sem hægt er að kaupa. Í morgun var ekki hægt að versla gjaldeyri hjá Glitni fyrir meira en 250 þúsund krónur. Hjá Landsbanka voru gjaldeyriskaup takmörkuð við 50 þúsund krónur. Hjá Kaupþingi gátu viðskiptavinir bankans keypt gjaldeyri fyrir hundrað þúsund krónur en aðrir fyrir tíu þúsund krónur.

Nær vonlaust er að ná í bankann, en þær upplýsingar fengust í þjónustuveri hans að








Fleiri fréttir

Sjá meira


×