Viðskipti innlent

Exista selur í Storebrand og Glitnir fær norskt neyðarlán

Samkvæmt fréttum á vefsíðunni E24.no hefur Exista selt hlut sinn í Storebrand og Glitnir í Noregi hefur fengið stórt neyðarlán frá tryggingarsjóði innstæðna í landinu.

Það er Gjensidige sem keypt hefur 8,7% hlut Exista í Storebrand. Kaupverðið er um 800 milljónir kr.

Glitnir Bank í Noregi hefur fengið neyðarlán upp á 5 milljarða norskra kr. eða sem svarar til nær 100 milljarða kr. frá tryggingarsjóði innstæðna í Noregi. Jafnframt hefur bankinn verið settur í sölumeðferð.

Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs segir að hún sé ánægð með þessa lausn tryggingarsjóðsins til handa Glitni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×