Slök peningamálastefna og stórt bankakerfi orsök hrunsins 9. október 2008 09:44 Dr. Jón Daníelsson. MYND/Stöð 2 Tveir þættir ráða því hvernig fór fyrir íslensku bönkunum þremur að mati Jóns Daníelssonar, dósents við London School og Economics. Það var slök peningamálastefna og of stórt bankakerfi. Jón fer yfir málin á vef Breska ríkisútvarpsins í grein undir yfirskriftinni Hvað kom fyrir Ísland? Þar segir Jón að Ísland sé fyrsta fórnarlamb lausafjárkrísunnar í heiminum. Tveir þættir ráði því, annar nokkuð fyrirsjáanlegur sem sé getuleysi Seðlabankans. Jón bendir að á síðustu árum hafi peningamálastefnan byggst á verðbólgumarkmiðum eins og í Bretlandi. Þetta þýði að Seðlabankinn hækki stýrivexti í takt við hækkandi verðbólgu. „Slík stefna gengur vel upp samkvæmt hagfræðinni og á vel við í stærri ríkjum. Í tilfelli Íslands beið hún hins vegar afhroð," segir Jón. Seðlabankinn sóaði tækifærum til að auka gjaldeyrisvaraforða Jón bendir á að stýrivextir hafi verið yfir 15 prósentum og í litlum hagkerfum eins og Íslandi hvetji slíkt fyrirtæki og heimili til að taka lán í erlendri mynt. Þetta laði einnig að spámenn í gjaldeyrismálum en hvorir tveggja telji sig hagnast á vaxtamun milli Íslands og útlanda. Þetta hafi aftur leitt til uppgangs í efnahagsmálum og verðbólgu sem aftur hafi kallað á stýrivaxtahækkun hjá Seðlabankanum. Jón segir að stýrivextirnir hafi að undanförnu verið úr öllum takti við stöðu mála í efnahagslífinu og að virði gjaldmiðilsins hafi óhjákvæmilega farið að rýrna. Þetta hefði Seðlabankanum átt að vera ljóst enn hann hefði sóað nokkrum góðum tækifærum á að koma í veg fyrir þetta og byggja upp gjaldeyrisvaraforða. Þá segir Jón að þessu til viðbótar sé stjórnun Seðlabankans sérstök. Þrír bankastjórar séu í bankanum, þar af einn fyrrverandi stjórnmálamaður. Formaður bankastjórnar sé fyrrverandi forsætisráðherra til margra ára. Þarna er átt við Davíð Oddsson. Jón segir að vegna þessa hafi komið fram efasemdir um það hversu óháð stjórn Seðlabankans sé. Slíkt stjórnun hafi ákveðnar afleiðingar sem hafi orðið sérlega áberandi í fjármálakreppunni. „Með því að velja stjórnendur út frá pólitískum bakgrunni fremur en sérfræðiþekkingu á hagfræði og fjármálum geta menn litið svo á að bankinn sé ekki í stakk búinn til takast á við efnahagslíf í kreppu," segir Jón. Bankarnir betur staddir en margir í Evrópu Jón ræðir svo um hinn þáttinn, stærð bankakerfisins. Fyrir kreppuna hafi eignir bankanna í útlöndum verið tíu sinnum meiri en verg landsframleiðsla og skuldirnar hafi verið jafnmiklar. Við venjulegar kringumstæður hefði þetta ekki valdið áhyggjum svo framarlega sem bankarnir væru vel reknir. Jón segir íslensku bankana hafa verið betur fjármagnaða og með minni áhættu en margir bankar í Evrópu. Það skipti hins vegar ekki máli við núverandi aðstæður heldur stuðningur stjórnvalda við banka. Stærð íslensku bankanna hafi þýtt að ríkisstjórnin hafi ekki getað staðið á bak við þá ólíkt öðrum löndum. „Þessi þáttur varð veigameiri og hrun bankanna er meðal annars tilkomin vegna þess að Seðlabankanum tókst ekki að auka gjaldeyrisvaraforðann sinn þrátt fyrir að mjög hafi verið þrýst á hann að gera það," segir Jón. Horfur til framtíðar góðar Jón bendir á að gengi krónunnar hafi verið að veikjast allt árið og því hafi vaknað efasemdir um bankakerfið hér á landi. Það sem raskað hafi jafnvæginu á endanum hafi verið hin ótrúlega bankakreppa. „Hið sorglega eru áhrif kreppunnar á íslensk heimili. Þau horfa fram á að afborganir af lánum munu hækka um allt að 50 prósent og verðbólga mun hugsanlega fara í 30 prósent í ár en laun ekki hækka og fjölda verður sagt upp. Sem betur fer eru horfurnar til langs tíma góðar. Ísland á nóg af auðlindum og vel menntað vinnuafl og því eru horfurnar í efnahagsmálum til langs tíma góðar," segir Jón. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Tveir þættir ráða því hvernig fór fyrir íslensku bönkunum þremur að mati Jóns Daníelssonar, dósents við London School og Economics. Það var slök peningamálastefna og of stórt bankakerfi. Jón fer yfir málin á vef Breska ríkisútvarpsins í grein undir yfirskriftinni Hvað kom fyrir Ísland? Þar segir Jón að Ísland sé fyrsta fórnarlamb lausafjárkrísunnar í heiminum. Tveir þættir ráði því, annar nokkuð fyrirsjáanlegur sem sé getuleysi Seðlabankans. Jón bendir að á síðustu árum hafi peningamálastefnan byggst á verðbólgumarkmiðum eins og í Bretlandi. Þetta þýði að Seðlabankinn hækki stýrivexti í takt við hækkandi verðbólgu. „Slík stefna gengur vel upp samkvæmt hagfræðinni og á vel við í stærri ríkjum. Í tilfelli Íslands beið hún hins vegar afhroð," segir Jón. Seðlabankinn sóaði tækifærum til að auka gjaldeyrisvaraforða Jón bendir á að stýrivextir hafi verið yfir 15 prósentum og í litlum hagkerfum eins og Íslandi hvetji slíkt fyrirtæki og heimili til að taka lán í erlendri mynt. Þetta laði einnig að spámenn í gjaldeyrismálum en hvorir tveggja telji sig hagnast á vaxtamun milli Íslands og útlanda. Þetta hafi aftur leitt til uppgangs í efnahagsmálum og verðbólgu sem aftur hafi kallað á stýrivaxtahækkun hjá Seðlabankanum. Jón segir að stýrivextirnir hafi að undanförnu verið úr öllum takti við stöðu mála í efnahagslífinu og að virði gjaldmiðilsins hafi óhjákvæmilega farið að rýrna. Þetta hefði Seðlabankanum átt að vera ljóst enn hann hefði sóað nokkrum góðum tækifærum á að koma í veg fyrir þetta og byggja upp gjaldeyrisvaraforða. Þá segir Jón að þessu til viðbótar sé stjórnun Seðlabankans sérstök. Þrír bankastjórar séu í bankanum, þar af einn fyrrverandi stjórnmálamaður. Formaður bankastjórnar sé fyrrverandi forsætisráðherra til margra ára. Þarna er átt við Davíð Oddsson. Jón segir að vegna þessa hafi komið fram efasemdir um það hversu óháð stjórn Seðlabankans sé. Slíkt stjórnun hafi ákveðnar afleiðingar sem hafi orðið sérlega áberandi í fjármálakreppunni. „Með því að velja stjórnendur út frá pólitískum bakgrunni fremur en sérfræðiþekkingu á hagfræði og fjármálum geta menn litið svo á að bankinn sé ekki í stakk búinn til takast á við efnahagslíf í kreppu," segir Jón. Bankarnir betur staddir en margir í Evrópu Jón ræðir svo um hinn þáttinn, stærð bankakerfisins. Fyrir kreppuna hafi eignir bankanna í útlöndum verið tíu sinnum meiri en verg landsframleiðsla og skuldirnar hafi verið jafnmiklar. Við venjulegar kringumstæður hefði þetta ekki valdið áhyggjum svo framarlega sem bankarnir væru vel reknir. Jón segir íslensku bankana hafa verið betur fjármagnaða og með minni áhættu en margir bankar í Evrópu. Það skipti hins vegar ekki máli við núverandi aðstæður heldur stuðningur stjórnvalda við banka. Stærð íslensku bankanna hafi þýtt að ríkisstjórnin hafi ekki getað staðið á bak við þá ólíkt öðrum löndum. „Þessi þáttur varð veigameiri og hrun bankanna er meðal annars tilkomin vegna þess að Seðlabankanum tókst ekki að auka gjaldeyrisvaraforðann sinn þrátt fyrir að mjög hafi verið þrýst á hann að gera það," segir Jón. Horfur til framtíðar góðar Jón bendir á að gengi krónunnar hafi verið að veikjast allt árið og því hafi vaknað efasemdir um bankakerfið hér á landi. Það sem raskað hafi jafnvæginu á endanum hafi verið hin ótrúlega bankakreppa. „Hið sorglega eru áhrif kreppunnar á íslensk heimili. Þau horfa fram á að afborganir af lánum munu hækka um allt að 50 prósent og verðbólga mun hugsanlega fara í 30 prósent í ár en laun ekki hækka og fjölda verður sagt upp. Sem betur fer eru horfurnar til langs tíma góðar. Ísland á nóg af auðlindum og vel menntað vinnuafl og því eru horfurnar í efnahagsmálum til langs tíma góðar," segir Jón.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira