Icesave í Hollandi líka lokað 8. október 2008 12:00 Breska ríkið ætlar í mál við það íslenska vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að tryggja ekki milljarða inneignir Breta á Icesave reikningum Landsbankans í Bretlandi. Búið er að loka Icesave í Hollandi og þarlend stjórnvöld leita upplýsinga frá þeim íslensku um tryggingar. Á blaðamannafundi í morgun þar sem Gordon Brown, forsætisráðherra Bretland, og Alistair Darling, fjármálaráðherra, greindu frá aðgerðum breska ríkissins til bjargar bresku fjármálakerfi kom fram að íslensk stjórnvöld hefðu gert þeim bresku grein fyrir því að þau ætluðu ekki að ábyrgjast inneignir breskra sparifjáreigenda í Icesave, netbanka Landsbankans í Bretlandi. Brown sagði að höfðað yrði mál gegn íslenska ríkinu vegna þessa. Breska ríkið myndi tryggja innistæðurnar og standa með breskum sparifjáreigendum. Um þrjú hundruð þúsund viðskiptavinir eiga fé á reikningum Icesave í Bretlandi. Í erlendum miðlum er talið er að ábyrgð íslenska ríkisins gæti numið fimm milljörðum punda. Vefsíðu Icesave í Hollandi var lokað í morgun. Á síðunni er tilkynning frá hollenska seðlabankanum þar sem fram kemur að óljóst sé með stöðu Landsbankans á Íslandi og hollensk yfirvöld reyni nú að ná sambandi við þau íslensku vegna málsins. Þar segir að hollenska ríkið hafi ákveðið að tryggja innistæður í hollenskum bönkum upp á hámarki hundrað þúsund evrum á einstakling í hverjum banka. Hvað Icesave varði falli tryggingin að hluta á íslenska tryggingasjóðinn en að engu leyti á þann hollenska. Hollenski seðlabankinn segist aðstoða hollenska sparifjáreigendur við að sækja fé sitt. Talið er að um hundrað þúsund manns hafi verið með reikninga í hollenska Icesave. Samkvæmt frétt á Sky News í morgun mun breska útibú ING Direct ætla að kaupa netbankann Edge af Kaupþingi, þ.e. tvo og hálfan milljarð punda og fimm hundruð þrjátíu og átta milljónir punda inneigna Heritable bankans sem er í eigu Landsbankans. Heritable fór í greiðslustöðvun í gær og er í meðferð hjá endurskoðunarfyrirtækinu Ernst og Young. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Breska ríkið ætlar í mál við það íslenska vegna ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að tryggja ekki milljarða inneignir Breta á Icesave reikningum Landsbankans í Bretlandi. Búið er að loka Icesave í Hollandi og þarlend stjórnvöld leita upplýsinga frá þeim íslensku um tryggingar. Á blaðamannafundi í morgun þar sem Gordon Brown, forsætisráðherra Bretland, og Alistair Darling, fjármálaráðherra, greindu frá aðgerðum breska ríkissins til bjargar bresku fjármálakerfi kom fram að íslensk stjórnvöld hefðu gert þeim bresku grein fyrir því að þau ætluðu ekki að ábyrgjast inneignir breskra sparifjáreigenda í Icesave, netbanka Landsbankans í Bretlandi. Brown sagði að höfðað yrði mál gegn íslenska ríkinu vegna þessa. Breska ríkið myndi tryggja innistæðurnar og standa með breskum sparifjáreigendum. Um þrjú hundruð þúsund viðskiptavinir eiga fé á reikningum Icesave í Bretlandi. Í erlendum miðlum er talið er að ábyrgð íslenska ríkisins gæti numið fimm milljörðum punda. Vefsíðu Icesave í Hollandi var lokað í morgun. Á síðunni er tilkynning frá hollenska seðlabankanum þar sem fram kemur að óljóst sé með stöðu Landsbankans á Íslandi og hollensk yfirvöld reyni nú að ná sambandi við þau íslensku vegna málsins. Þar segir að hollenska ríkið hafi ákveðið að tryggja innistæður í hollenskum bönkum upp á hámarki hundrað þúsund evrum á einstakling í hverjum banka. Hvað Icesave varði falli tryggingin að hluta á íslenska tryggingasjóðinn en að engu leyti á þann hollenska. Hollenski seðlabankinn segist aðstoða hollenska sparifjáreigendur við að sækja fé sitt. Talið er að um hundrað þúsund manns hafi verið með reikninga í hollenska Icesave. Samkvæmt frétt á Sky News í morgun mun breska útibú ING Direct ætla að kaupa netbankann Edge af Kaupþingi, þ.e. tvo og hálfan milljarð punda og fimm hundruð þrjátíu og átta milljónir punda inneigna Heritable bankans sem er í eigu Landsbankans. Heritable fór í greiðslustöðvun í gær og er í meðferð hjá endurskoðunarfyrirtækinu Ernst og Young.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira