Viðskipti innlent

Gordon Brown staðfestir lögsókn gegn íslenska ríkinu

Gordon Brown forsætisráðherra Breta hefur staðfest að bresk yfirvöld ætli í málaferli gegn íslenska ríkinu vegna skuldbindinga þeirra á innistæðum á Icesave reikningunum í Bretlandi.

Þetta kemur fram í frétt í blaðinu Daily Telegraph í morgn. Brown segir jafnframt að breska stjórnin muni standa við skuldbindingar sínar gagnvart eigendum Icesave reikninga. Tryggingarupphæðin sem breska stjórnin mun borga út nemur að hámarki 50.000 pundum á hvern reikning eða tæplega 10 milljónum kr.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×