Ísland vildi ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 7. október 2008 18:38 Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytis. Íslensk stjórnvöld tóku ekki boði um að nýta lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) til að vinna bug á þeim efnahagslegu hremmingum sem steðjað hafa hér upp á síðkastið. Reuters-fréttastofan segir aðstoðarfjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims hafa rætt stöðu Íslands á símafundi á mánudag og hafi Japanir lagt fram tillögu um að bjóða Íslendingum lánalínu vegna vandans. Stjórnvöld hafi hins vegar ekki viljað óskað eftir aðstoð sjóðsins. "Íslendingar vilja ekki vera þekktir fyrir að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stjórnvöld leituðu frekar eftir hjálp hjá hinum norrænu seðlabönkunum en að leita eftir fjármagni hjá sjóðnum," segir heimildamaður Reuters sem bætir því við að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafi þrýst á íslensk stjórnvöld að leita til sjóðsins. Daginn eftir símafundinn, það er í dag, tók Fjármálaeftirlitið yfir stjórn Landsbankans og leituðu stjórnvöld síðan eftir fjögurra milljarða evra láni frá Rússlandi, að því er Reuters greinir frá. Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Bloomberg-fréttastofuna á föstudag í síðust viku að ríkisstjórnin myndi mjög fljótlega tilkynna um áætlun til að dæla auknu lausafé inn á íslenska markaðinn. "Við erum að vinna að áætlun," sagði Tryggvi Þór. "Og miðað við stöðuna á markaðinum nún er augljóst að hún verður að liggja fyrir mjög fljótlega." Þá vildi Tryggvi Þór ekki greina frá áætluninni í smáatriðum. "Sú upphæð sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti veitt okkur er minniháttar. Við erum iðnvætt þjóðfélag og fimmta auðugasta þjóð í heimi miðað við höfðatölu. Við erum að vinna að ýmsu til að auka lausafé í umferð en IMF er ekki inni í myndinni," sagði hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Íslensk stjórnvöld tóku ekki boði um að nýta lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) til að vinna bug á þeim efnahagslegu hremmingum sem steðjað hafa hér upp á síðkastið. Reuters-fréttastofan segir aðstoðarfjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims hafa rætt stöðu Íslands á símafundi á mánudag og hafi Japanir lagt fram tillögu um að bjóða Íslendingum lánalínu vegna vandans. Stjórnvöld hafi hins vegar ekki viljað óskað eftir aðstoð sjóðsins. "Íslendingar vilja ekki vera þekktir fyrir að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stjórnvöld leituðu frekar eftir hjálp hjá hinum norrænu seðlabönkunum en að leita eftir fjármagni hjá sjóðnum," segir heimildamaður Reuters sem bætir því við að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafi þrýst á íslensk stjórnvöld að leita til sjóðsins. Daginn eftir símafundinn, það er í dag, tók Fjármálaeftirlitið yfir stjórn Landsbankans og leituðu stjórnvöld síðan eftir fjögurra milljarða evra láni frá Rússlandi, að því er Reuters greinir frá. Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Bloomberg-fréttastofuna á föstudag í síðust viku að ríkisstjórnin myndi mjög fljótlega tilkynna um áætlun til að dæla auknu lausafé inn á íslenska markaðinn. "Við erum að vinna að áætlun," sagði Tryggvi Þór. "Og miðað við stöðuna á markaðinum nún er augljóst að hún verður að liggja fyrir mjög fljótlega." Þá vildi Tryggvi Þór ekki greina frá áætluninni í smáatriðum. "Sú upphæð sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti veitt okkur er minniháttar. Við erum iðnvætt þjóðfélag og fimmta auðugasta þjóð í heimi miðað við höfðatölu. Við erum að vinna að ýmsu til að auka lausafé í umferð en IMF er ekki inni í myndinni," sagði hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira