Viðskipti innlent

Allt að 116 króna munur á pundinu í gær

Mikil óvissa ríkir um raunverulegt gengi íslensku krónunnar eftir að Seðlabankinn reyndi að fastsetja það í gær. Íslenskir námsmenn í Bretlandi tóku sig til í nótt og skoðuðu á netmiðlum hvað pundið kostaði í íslenskum krónum.

Samkvæmt skráningu Seðlabankans kostar það 175 krónur, hjá Glitni, Kaupþingi og Landsbanka kostar það um það bil 192 krónur, eða sautján krónum meira en í Seðlabankanum, 239 krónur hjá Kreditkortum og 291 krónu hjá Valitor, sem er heilum 116 krónum meira en hjá Seðlabankanum.

Eitthvað var um að gjaldeyrir væri skammtaður til almennings í bönkunum í gær, einkum í útibúuum, og var þá gjarnan miðað við 250 þúsund króna hámark.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×