Viðskipti innlent

Singer og Friedlander í greiðslustöðvun

Ármann Þorvaldsson er forstjóri Singer og Friedlander.
Ármann Þorvaldsson er forstjóri Singer og Friedlander.

Dótturfélag Kaupþings í Bretlandi, Singer og Friedlander, hefur verið sett í greiðslustöðvun. Þetta staðfestir Jónas Sigurgeirsson, forstöðumaður upplýsingasviðs Kaupþings.

Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið en það mun skýrast frekar. Það voru bresk stjórnvöld sem ákváðu að setja bankann í greiðslustöðvun en fregnir hafa borist af því að fjármálafyrirtækið ING Direct hafi keypt netbankann Edge af Kaupþingi og innistæður Heritable af Landsbankanum.

Kaupþing keypti Singer og Friedlander árið 2005.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×