Viðskipti innlent

Báðu starfsfólk um að lækka starfshlutfall

Eftirspurn eftir sólarlandaferðum dregst saman í kreppu.
Eftirspurn eftir sólarlandaferðum dregst saman í kreppu.

Forsvarsmenn Heimsferða hafa farið fram á það við starfsfólk sitt að það lækki starfshlutfall sitt tímabundið.

Tómas Gestsson framkvæmdastjóri félagssins segir að þetta hafi verið gert til þess að koma til móts við tímbundinn samdrátt næstu tvo mánuði. Eftir áramót mun það starfsfólk sem hafi dregið úr starfshlutfalli sínu fara aftur í fyrra hlutfall.

Tómas segir að með þessu hafi nokkur stöðugildi sparast því starfsmenn hafi tekið ágætlega í beiðnina. Hann vildi hins vegar ekki segja hversu margir hefðu lækkað starfshlutfall sitt.

Á bilinu 25-30 manns starfa hjá Heimsferðum.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×