Viðskipti innlent

Saxo Bank: "Hundfúlt að spádómur okkar rættist"

Þetta er fyrirsögn í börsen í morgun þar sem rifjað er upp að greining Saxo Bank í Danmörku spáði því í febrúar að Kaupþing myndi falla.

Það er David Karsböl sem segir þessa setningu í samtali við börsen en Karsböl segir jafnframt að hann hafi talið þetta sannleikann á sínum tíma. "Ég vorkenni Íslendingum virkilega. Þeir eru skemmtilegt, duglegt og útsjónarsamt fólk sem vinnur mikið," segir Karsböl.

Þegar Karsböl birtir mat sitt á framtíð Kaupþing í febrúar buldu á honum og Saxo Bank miklar skammir og hörð orð einkum frá Sigurði Einarssyni starfandi stjórnarformanni Kaupþings. Sigurður sagði m.a. að orð Saxo Bank væru algerlega ábyrgðarlaus og hefðu ekkert með raunveruleikann að gera.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×