Viðskipti innlent

Hundruð milljarða gætu fallið á ríkissjóð vegna Icesave

Hundruð milljarða króna gætu fallið á ríkissjóð Íslands vegna Icesave, erlendra sparireikninga Landsbankans.

Sparifjárreikningar í Icesave í Bretlandi og Hollandi eru um 400 þúsund talsins. Áslaug Árnadóttir formaður tryggingasjóðsins sem tryggir innistæður sparifjáreigenda segir að þau hafi ekki upplýsingar um hve uppæðirnar séu miklar.

Íslenski sjóðurinn er skuldbundinn til þess að tryggja upphæðir á Icesave reikningum í Bretlandi og í Hollandi sem nema allt að 16 þúsund pundum. Miðað við 400 þúsund reikninga og 16 þúsund punda ábyrgð á hvern reikning gerir það 1.280 milljónir króna sem falla á ábyrgðasjóðinn og þar með ríkissjóð Íslands.

Auðvitað eru ekki 16 þúsund sterlingspund á hverjum reikningi þannig að þessi upphæð stenst ekki. Einnig þarf að taka með eignir Landsbankans erlendis sem ganga upp í greiðslur.

Fróðir menn sem fréttastofan hefur talað við segja þó að einhver hundruð milljarða króna geti fallið á ríkissjóð. Áslaug Árnadóttir segir að tryggingasjóður komi ekki inn í málið fyrr en fyrirtækið er lýst gjaldþrota eða þegar Fjármálaeftirlitið lýsir því yfir að það sé ekki greiðsluhæft.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×