Fleiri fréttir

Fjármálaeftirlitið bannar skortsölu

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur ákveðið að óheimilt sé að skortselja hlutabréf Glitnis, Kaupþings, Landsbankans, Straums, Spron og Exista.

Húsnæðislán bankanna nema 500 milljörðum króna

Verðtryggð húsnæðislán bankanna nema tæplega 500 milljörðum króna samkvæmt tölum Seðlabankans. Vitnað er til þessara talna í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis þar sem sem fjallað er um þá heimild Íbúðalánasjóðs að kaupa eða endurfjármagna húsnæðislán bankanna.

Samson óskar eftir greiðslustöðvun

Stjórn Samson eignarhaldsfélags ehf. hefur óskað eftir því við Héraðsdóm Reykjavíkur að félaginu verði veitt heimild til greiðslustöðvunar.

Áfram lokað fyrir viðskipti með fjármálastofnanir

Áfram verður lokað fyrir viðskipti með sex fjármálastofnanir í Kauphöll Íslands vegna þeirra aðgerða sem unnið er að í efnahagslífinu. Um er að ræða Glitni, Kaupþing, Landsbankann, Straum, SPRON og Exista.

Krónan fellur um 25 prósent

Gengi krónunnar féll um 24,4 prósent við upphaf gjaldeyrisviðskipta í dag og rauk gengisvísitalan upp í 257,8 stig. Vísitalan stóð í 206,6 stig á föstudag. Talsvert misgengi var á opinberu gengi Seðlabankans í gær og því sem erlendir bankar birtu.

Exista setur hlut sinn í Sampo til sölu

Stjórn Exista ákvað á fundi sínum í gærkvöldi bandaríska bönkunum Citigroup og Morgan Stanley að hafa umsjón með flýtiútboði á yfir 114 milljónum hluta Exista í finnska tryggingarfélaginu og bankanum Sampo.

Bakkavör selur hlut sinn í Greencore

Bakkavör hefur selt 10,9 prósenta hlut sinn í írska samlokuframleiðandanum Greencore. Söluverðmætið nemur rúmum 28,6 milljónum evra, jafnvirði fimm milljarða króna samkvæmt opinberu miðgengi Seðlabanka Íslands.

FME hefur ekki haft samband við Kaupþing

Fjármálaeftirlitið hefur ekki verið í sambandi við Kaupþing vegna mögulegra inngripa í starfsemi Kaupþings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Straumur telur ekki ástæðu til afskipta ríkisins af bankanum

„Straumur hefur látið yfirvöldum í té ítarlegar upplýsingar um fjárhagslega stöðu bankans. Bankanum er ekki kunnugt um að staða hans þyki gefa tilefni til afskipta af því tagi sem heimiluð eru í ofangreindum lögum. Straumur mun hér eftir sem hingað til veita eftirlitsaðilum allar þær upplýsingar sem óskað er eftir."

Óljóst hvort viðskipti verða með bréf bankanna í dag

Ekki liggur fyrir hvort opnað verður fyrir viðskipti með bréf í bönkum og fjármálafyrirtækjum í Kauphöllinni í dag, eftir að lokað var fyrir viðskipti með bréf í Landsbankanum, Kaupþingi, Glitni, Straumi-Burðarási, Spron og Existu í gær.

S&P lækkar lánshæfismat íslenska ríkisins

Matsfyrirtækið Standard og Poor´s lækkaði enn lánshæfiseinkunn íslenska ríkisins í gærkvöldi. Fyrirtækið lækkaði lánshæfismatið líka eftir að ríkið ákvað að yfirtaka Glitni.

Bandaríkjamenn vilja kaupa Glitni í Noregi

Glitnir gæti selt starfsemi sína í Noregi á 40 til 50 milljarða króna. Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Paine & Partners hefur sýnt áhuga á kaupunum. Kaupverð hlutar ríkisins í Glitni nam um 84 milljörðum króna. Samkvæmt heimildum Markaðarins hefur Bjarni Ármannsson haft milligöngu í þreifingum um kaupin.

Guðbjörg gat selt á fyrirfram ákveðnu verði

Glitnir banki hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis og Stöðvar 2 um sölu Guðbjargar Matthíasdóttur á stórum hluta af bréfum sínum í Glitni síðasta virka daginn fyrir þjóðnýtingu.

Hið opinbera hefur ekki leitað til Landsbankans

Í frumvarpi forsætisráðherra sem nú er verið að ræða á Alþingi er mælt fyrir heimildum opinberra stofnana og ríkissjóðs gagnvart fjármálafyrirtækjum. Samkvæmt heimildum Vísis innan Landsbankans hefur ekki verið leitað til bankans af hálfu þessara stofnana og því getur bankinn ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.

Fitch gefur út skýrslu um Ísland

Alþjóðlega matasfyrirtækið Fitch hefur gefið út skýrslu um Ísland. Fyrirtækið lækkaði lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs úr A+ og AA+ í A- og AA eftir þjóðnýtinguna á Glitni.

Saga Capital og VBS fresta sameiningaviðræðum.

Stjórnir Saga Capital Fjárfestingarbanka og VBS Fjárfestingarbanka hafa ákveðið að fresta formlegum viðræðum sínum um sameiningu bankanna tveggja. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Þetta er sagt gert í ljósi þess mikla óvissuástands sem nú ríkir á mörkuðum.

Óljóst gengi krónunnar

Talsvert er á reiki hvert gengi krónunnar er í raun. Samkvæmt meðalgengi Seðlabankans kostar eitt breskt pund 200 krónur. Hjá Kaupþingi í Svíþjóð kostar það hins vegar 255 íslenskar krónur að kaupa eitt pund.

Erlendu félögin féllu mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, féll um 22,8 prósent í dag. Á eftir fylgdi færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem féll um 22,13 prósent.

Tvö félög falla um 20 prósent í Kauphöllinni

Gengi færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum og bandaríska álfélagsins Century Aluminum, móðurfélags álversins á Grundartanga hefur fallið um rúm 20 prósent í dag. Þá hefur Bakkavör fallið um tæp 15 prósent. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur nú í 14, krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í enda ágúst árið 2003.

Kaupþing stöðvar innlausnir úr sínum sjóðum

Kaupþings hefur eins og hinir bankarnir ákveðið að frestað innlausnum í sjóðum bankans tímabundið. Ástæðan er ströðvun viðskipti með alla fjármálagerninga útgefnum af Glitni, Kaupþingi, Landsbankann, Exista, Straum og SPRON en sjóðir Kaupþings innihalda fjármálagerninga þessara félaga.

DeCode fellur um fimmtung

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 21,18 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Bandaríkjunum í dag. Hlutabréfaverðið fór niður í 26 sent á hlut og hefur aldrei verið lægra.

Danske Bank þarf að afskrifa 2 milljarða kr. á Íslandi

Danske Bank bætist nú í hóp þeirra norrænu banka sem byrjaðir eru að upplýsa um áhættu sína af lánum og skuldbindingum á Íslandi. Danske Bank segir að hann þurfi að afskrifa um 100 milljónir danskra kr. eða rúma 2 milljarða kr. á Íslandi.

Evran fjórtán krónum dýrari hjá Landsbankanum miðað við hina bankana

Landsbankinn seldi evruna á tæpar 183 kr. í morgun á meðan að opinbert gengi evrunnar hjá Seðlabankanum er 155 kr., nú rétt fyrir hádegið. Á heimasíðu bankans var um tíma ekki hægt að sjá gengi gjaldmiðla og sagt að villa hafi komið upp í kerfinu. Úr því hefur verið bætt og kostar evran nú 169 krónur. Glitnir selur evruna á 155 krónur og Kaupthing er með svipaða verðlagningu. Ekki fengust upplýsingar um málið hjá Landsbankanum.

Fjárfestar sækja í öryggi ríkistryggðra bréfa

Mikill áhugi var fyrir innistæðubréfum þeim sem Seðlabankinn bauð út á föstudaginn var. Samþykkt voru tilboð upp á rúmlega 84 milljarða kr. Greinilegt er að fjárfestar sækja nú í öryggi ríkistryggðra bréfa.

Century Aluminum fellur í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi álversins á Grundartanga, féll um 10,6 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag og er það mesta fall dagsins.

Sjá næstu 50 fréttir