Viðskipti innlent

Novator í viðræðum um sölu á 10% í Elisa

Novator, félag Björgólfs Thor Björgólfssonar, á nú í viðræðum við hóp alþjóðlegra fjárfesta um sölu á 10% hlut sínum í finnska símafélaginu Elisa. Ásgeir Friðgeirsson talsmaður Novators segir að mikil hreyfing hafi komist á málið í vikunni.

"Þetta eru svona óformlegar þreifingar í augnablikinu en ljóst að mikill áhugi er fyrir kaupum á þessum hlut," segir Ásgeir.

Aðspurður um hvaða fjárfesta um er að ræða segir Ásgeir þá nokkra talsins, þar á meðal símafélagið DNA í Finnlandi. Málin muni skýrast á næstu dögum.

Elisa er næststærsta símafyrirtæki Finnlands og er Novato stærsti hluthafinn með tæplega 15% hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×