Fleiri fréttir Ráðin starfsmannastjóri WOW Guðrún Einarsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmannastjóri WOW air. Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfaði hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi 2003-2006 á hag- og upplýsingasviði og sem fjármálaráðgjafi hjá Barnaspítala Hringsins. Guðrún var starfsmaður Nova frá stofnun og tók þátt í uppbyggingu félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá WOW. Frá árinu 2007 starfaði hún sem markaðsstjóri Nova. Guðrún sat í stjórn Ímark 2011-2012. 30.4.2013 22:10 Gera athugasemd við ákvörðun ESA Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gert athugasemdir við þá ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, að hefja formlega rannsókn á framkvæmd laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. 30.4.2013 17:05 Landsbréf stofna 8,5 milljarða sjóð Landsbréf hafa lokið fjármögnun á nýjum framtakssjóði, Horni II slhf. Hluthafar eru um 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum, segir í tilkynningu frá sjóðnum. Stærð Horns II er ríflega 8,5 milljarðar króna sem þýðir að félagið hefur mjög mikla fjárfestingagetu og ætti að geta látið mikið að sér kveða í íslensku atvinnulífi næstu árin. 30.4.2013 16:07 Stærsta afborgun í sögu Orkuveitunnar Orkuveita Reykjavíkur fékk í fyrsta sinn frá bankahruni tæplega þriggja milljarða króna lán frá erlendum banka. Forstjórinn segir þessi tíðindi til marks um að endurskipulagning fyrirtækisins sé á réttri leið og bjartari tímar framundan. 30.4.2013 15:12 Lítið dregur úr vanskilum fyrirtækja Fjöldi og hlutfall fyrirtækja á vanskilaskrá hefur lækkað óverulega sl. mánuði. Nú eru um 6.300 eða um 17% fyrirtækja á vanskilaskrá sem er sambærileg staða og í maí árið 2011. Sömu þróun má sjá ef skoðað er 6 mánaða meðaltal í fjölda og hlutfalli fyrirtækja inn og út af vanskilaskrá. 30.4.2013 12:28 Væntingar íslenskra neytenda breytast lítið Lítil breyting varð á væntingum íslenskra neytenda á efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar á milli mars og apríl síðastliðins. Þetta má ráða af Væntingavísistölu Capacent Gallup sem birt var nú í morgunsárið. 30.4.2013 11:59 Verulega dró úr tapi Skipta hf. í fyrra Tap á rekstri Skipta hf., eftir skatta á síðasta ári, nam 3,4 milljörðum kr. samanborið við 10,6 milljarða kr. tap árið áður. 30.4.2013 11:54 Útgefnum vegabréfum fjölgaði um 37,6% milli ára í mars Í mars 2013 voru gefin út 5.536 íslensk vegabréf. Til samanburðar voru gefin út 4.024 vegabréf í mars 2012. Fjölgar því útgefnum vegabréfum um 37,6 % milli ára. 30.4.2013 11:41 Vanskilum á útlánum heimilanna fækkar áfram Hlutfall útlána heimilanna í vanskilum heldur áfram að lækka en á móti hefur vanskilum einstaklinga fjölgað. 30.4.2013 10:43 Heildareignir föllnu bankanna 2.750 milljarðar Heildareignir föllnu bankanna, Landsbankans, Kaupþings og Glitnis eru bókaðar á 2.750 milljarða króna. Þessi upphæð samsvarar 161% af landsframleiðslu Íslands í fyrra. 30.4.2013 10:17 Ævintýri við Grænlandsstrendur Norðursigling á Húsavík er fjölskyldufyrirtæki sem allt frá árinu 1995 hefur boðið reglulegar hvalaskoðunarferðir um borð í hefðbundnum íslenskum eikarbátum, sem gerðir hafa verið upp og eru sérútbúnir til hvalaskoðunar. Um 450 þúsund farþegar hafa siglt 30.4.2013 10:00 Útlánaáhætta Íbúðalánasjóðs hefur aukist verulega Útlánaáhætta Íbúðalánasjóðs hefur aukist verulega frá falli fjármálakerfisins árið 2008. Í lok mars 2013 námu vanskil einstaklinga 13,2% og vanskil lögaðila 22,8%,5 en vanskil hjá sjóðnum voru innan við 2% í ársbyrjun 2008. 30.4.2013 09:56 Gjaldeyrishöftin viðvarandi án breytinga á Landsbankabréfum Ef ekki tekst að lengja skuldabréf Landsbankans eða endurfjármagna þau verða gjaldeyrishöftin viðvarandi á næstu árum. Sem stendur er afborgunarferill skuldabréfa Landsbankans of þungur fyrir hagkerfið í heild. 30.4.2013 09:29 Þung greiðslubyrði erlendra lána ógnar stöðugleika á Íslandi Samspil uppgjöra búa gömlu bankanna, þungrar greiðslubyrði á erlendum skuldum á næstu árum og losunar fjármagnshafta er enn helsti áhættuþátturinn sem ógnar fjármálastöðugleika Íslands. 30.4.2013 09:15 Atvinnulausum fækkaði á fyrsta fjórðungi Atvinnulausum fækkaði um 2400 á fyrsta ársfjórðungi miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Atvinnulausum konum fækkaði um 800 og atvinnulausum körlum um 1.600. Starfandi konum og körlum fjölgaði á þessu tímabili um 4.100. 30.4.2013 09:11 Vöruskiptin 7,5 milljörðum hagstæðari en í fyrra Fyrstu þrjá mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir tæpa 156,3 milljarða króna en inn fyrir 130,6 milljarða króna. 25,6 milljarða króna afgangur var því á vöruskiptum við útlönd en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 18,2 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 7,5 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. 30.4.2013 09:06 Kröfuhafar samþykkja endurskipulagningu Skipta Kröfuhafar Skipta hf. hafa samþykkt fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Hún felur m.a. í sér lán frá Arion banka upp á 19 milljarða kr. 30.4.2013 08:56 Reuters: Hætta á einangrun Íslands föstu í gjaldeyrishöftum Í ítarlegri greiningu á Reuters um niðurstöðu kosninganna á Íslandi segir að sigur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins feli í sér hættu á að Ísland einangrist og festist í gjaldeyrishöftunum til lengri tíma. Þetta sé vegna þess að þessir tveir flokkar hafi það á stefnuskrá sinni að hætta við aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. 30.4.2013 08:23 Minnsta atvinnuleysi í Danmörku síðan árið 2009 Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í Danmörku síðan árið 2009. Nýjar tölur frá hagstofu landsins sýna að atvinnuleysið var 5,8% í mars og minnkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. 30.4.2013 07:59 Töluvert dró úr veltunni á fasteignamarkaði borgarinnar Töluvert dró úr umsvifum og veltunni á fasteignamarkaði borgarinnar í síðustu viku. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga var 86 en þeir hafa verið 105 talsins að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði. 30.4.2013 07:39 Nýr sjóður til að efla íslenska tónlist erlendis Nýr sjóður sem hefur það að markmiði að styðja við útflutning tónlistar hefur tekið til starfa og nefnist hann Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar. Í sjóðinn verður hægt að sækja um ferðastyrki mánaðarlega og ársfjórðungslega verða veittir tveir styrkir sem nema 500 þúsund krónum og einn styrkur sem nemur einni milljón króna. 30.4.2013 07:24 Tæplega 28 þúsund í alvarlegum vanskilum Tæplega tuttugu og áttaþúsund manns eru í alvarlegum vanskilum að því er fram kemur í nýjum tölum frá Credit Info. Vanskil einstaklinga hafa aldrei verið meiri en nú ef litið er aftur til ársins 2006 en heldur hefur dregið úr þeim hjá fyrirtækjum. 29.4.2013 19:53 Húsnæðisverð á landsbyggðinni rauk upp í kosningamánuðinum Óvenjulega mikil hækkun húsnæðisverðs á landsbyggðinni í mælingu Hagstofu er helsta skýring á því að vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,2% í apríl frá fyrri mánuði, þvert á spár um lækkun eða óbreytta vísitölu. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,13% milli mánaða í apríl. Þrátt fyrir nokkra hækkun VNV nú hjaðnar verðbólga töluvert í aprílmánuði, fer úr 3,9% niður í 3,3%. 29.4.2013 15:36 Afkoma Rangárþings versnar milli ára Tæplega 38 milljóna kr. afgangur var af rekstri Rangárþings (A og B hluta) á síðasta ári. Þetta er töluvert verri afkoma en árið áður þegar tæplega 121 milljón kr. afgangur var á rekstrinum. 29.4.2013 15:14 Pinewood kvikmyndaverið haslar sér völl vestan hafs Breska kvikmyndaverið Pinewood hefur tilkynnt um byggingu fyrsta hljóðvers síns í Bandaríkjunum. Kvikmyndaverið mun bera heitið Pinewood Atlanta en það verður byggt á stórri lóð fyrir sunnan borgina Atlanta í Georgíu. 29.4.2013 15:03 Promens opnar verksmiðju í Kína Jakob Sigurðsson, forstjóri Promens, undirritaði samkomulag við borgaryfirvöld við Taicang fyrr í mánuðinum um opnun nýrrar plastframleiðslu, að viðstaddri Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Li Keqiangs, forsætisráðherra Kína. Undirritunin fór fram 15. apríl, á sama tíma og Íslendingar undirrituðu fríverslunarsamning við kínversk stjórnvöld. Það er fyrsti fríverslunarsamningurinn sem Kínverjar undirrita við vestrænt ríki. 29.4.2013 14:39 Vinna að stofnun viðskiptaráðs fyrir Norðurslóðir Fulltrúar Viðskiptaráðs Íslands, Norðurslóðanets Íslands og utanríkisráðuneytisins skrifuðu á miðvikudaginn í síðustu viku undir viljayfirlýsingu um stofnun Norðurslóða-viðskiptaráðs. 29.4.2013 14:20 Century Aluminum kaupir álver af Rio Tinto Alcan Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, hefur gengið frá kaupum á bandarísku álveri af Rio Tinto Alcan móðurfélagi álversins í Straumsvík. 29.4.2013 13:47 Einn stærsti farmur ársins af frystri loðnu Flutningaskipið Green Guatemala liggur í höfninni í Neskaupstað og lestar frysta loðnu sem fer til Svartahafsins. Um er að ræða eina stærstu útskipun ársins en skipið mun taka 5.000 tonn. 29.4.2013 13:34 Innistæða fyrir verulegri lækkun á innfluttum vörum Greining Íslandsbanka segir að miðað við þróun krónunnar undanfarið virðist vera innstæða fyrir talsverðri viðbótarlækkun á innfluttum vörum og verði fróðlegt að fylgjast með verðþróun þeirra á komandi mánuðum. 29.4.2013 12:03 Stoðir selja hlut sinn í TM fyrir 4,4 milljarða Stoðir hafa selt allan hlut sinn í Tryggingamiðstöðinni (TM). Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem segir að salan hafi átt sér stað klukkan 16.00 á föstudag. 29.4.2013 11:51 Vöruverð hækkar þrátt fyrir styrkingu krónunnar ASÍ veltir þeirri spurningu fyrir sér af hverju verð á innfluttum vörum hafi ekki lækkað þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi styrkst um 11% frá áramótum. Þvert á móti hafa innfluttar hækkað um 2,5% frá því í janúarmánuði. 29.4.2013 11:43 Veruleg lækkun á vöxtum á ítölskum skuldabréfum Vextirnir á ítölskum ríkisskuldabréfum til tíu ára hafa ekki verið lægri í tvö og hálft ár eða síðan í október árið 2010. 29.4.2013 11:05 Hótel d'Angleterre opnar að nýju 1. maí Hið sögufræga Hótel d'Angleterre opnar að nýju þann 1. maí eftir mestu endurnýjun hótels í sögu Danmerkur. Því er ætlað að verða fremsta hótelið í Norður Evrópu. 29.4.2013 10:36 HB Grandi og Valka sömdu um kaup á nýrri beinskurðarvél HB Grandi og Valka undirrituðu á sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðustu viku kaupsamning á nýrri röntgenstýrðri beinaskurðarvél en þetta er fyrsta vél sinnar tegundar í heiminum sem er ætluð til skurðar á þorskflökum. 29.4.2013 10:16 Nærfatarisi í deilum við kristna fyrirsætu Nærfatarisinn Victoria´s Secret er komið í deilur við fyrirsætuna fyrrverandi Kylie Bisutti. Fyrirsætan hætti að starfa sem slík í fyrra þar sem þetta starf samræmdist ekki kristilegum gildum hennar en Kylie mun vera strangtrúuð. 29.4.2013 09:35 Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar áfram Alls voru 80 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í marsmánuði, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Fyrstu 3 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 221, sem er tæplega 38% fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 354 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. 29.4.2013 09:07 Verðbólgan í apríl mælist 3,3% Ársverðbólgan mælist 3,3% í apríl og minnkar um 0,6 prósentur frá fyrra mánuði. Þetta er töluvert frá spám sérfræðinga sem almennt gerðu ráð fyrir að verðbólan myndi minnka í 2,9% til 3,0%. 29.4.2013 09:05 Dreamliner þoturnar aftur á loft Langri martröð Boeing flugvélaverksmiðjanna er lokið því flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa aflétt kyrrsetningu sinni á þessum þotum. Boeing hefur endurbætt rafhlöðukerfi Dreamliner en eins og kunnugt er af fréttum voru þoturnar kyrrsettar í janúar s.l. eftir að rafhlaða brann yfir í einni þeirra. 29.4.2013 08:50 Grikkir segja upp 15.000 opinberum starfsmönnum Gríska þingið samþykkti í gærdag lög sem gera stjórnvöldum þar í landi kleyft að segja upp 15.000 opinberum starfsmönnum fyrir árslok árið 2014. 29.4.2013 08:19 Aflabrestur hjá skoskum humarveiðimönnum, verðið rýkur upp Óvenju kalt veður í vetur hefur valdið aflabresti hjá skoskum humarveiðimönnum. Það hefur svo aftur leitt til þess að verðið á humrinum hefur rokið upp. 29.4.2013 08:06 Sjálfbært frumkvöðlasamfélag Startup Iceland og Nasdaq Omx Iceland hafa skrifað undir samstarfssamning sem felur í sér að kauphöllin verður fjárhagsleglur bakhjarl ráðstefnunarinnar í ár. 29.4.2013 07:48 Fólk vill ekki borga af íbúðalánum sínum vegna loforða Framsóknar Í grein um kosningarnar í Financial Times kemur fram að íbúðaeigendur vilji ekki borga af íbúðarlánum sínum þar sem þeir eigi von á skuldaniðurfellingu þeirra á næstunni. 29.4.2013 07:36 Baltasar Kormákur og CCP taka höndum saman Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP og leikstjórinn Baltasar Kormákur hafa tekið höndum saman. Baltasar mun framleiða þáttaröð fyrir sjónvarp sem byggir á söguheim fjölspilunarleiksins EVE Online. 27.4.2013 20:35 Hertar reglur um útblástur brennisteinsvetnis taka gildi Beiðni orkufyrirtækja um frestun á hertum reglum vegna útblásturs brennisteinsvetnis var hafnað. Orkuveitan ræðst ekki í byggingu Hverahlíðarvirkjunar fyrr en mengunarvandi á Hellisheiðarvirkjunar er leystur. 27.4.2013 12:51 Sjá næstu 50 fréttir
Ráðin starfsmannastjóri WOW Guðrún Einarsdóttir hefur verið ráðin sem starfsmannastjóri WOW air. Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands. Hún starfaði hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi 2003-2006 á hag- og upplýsingasviði og sem fjármálaráðgjafi hjá Barnaspítala Hringsins. Guðrún var starfsmaður Nova frá stofnun og tók þátt í uppbyggingu félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá WOW. Frá árinu 2007 starfaði hún sem markaðsstjóri Nova. Guðrún sat í stjórn Ímark 2011-2012. 30.4.2013 22:10
Gera athugasemd við ákvörðun ESA Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gert athugasemdir við þá ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA, ESA, að hefja formlega rannsókn á framkvæmd laga um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi. 30.4.2013 17:05
Landsbréf stofna 8,5 milljarða sjóð Landsbréf hafa lokið fjármögnun á nýjum framtakssjóði, Horni II slhf. Hluthafar eru um 30 talsins og samanstanda af lífeyrissjóðum, fjármálafyrirtækjum og fagfjárfestum, segir í tilkynningu frá sjóðnum. Stærð Horns II er ríflega 8,5 milljarðar króna sem þýðir að félagið hefur mjög mikla fjárfestingagetu og ætti að geta látið mikið að sér kveða í íslensku atvinnulífi næstu árin. 30.4.2013 16:07
Stærsta afborgun í sögu Orkuveitunnar Orkuveita Reykjavíkur fékk í fyrsta sinn frá bankahruni tæplega þriggja milljarða króna lán frá erlendum banka. Forstjórinn segir þessi tíðindi til marks um að endurskipulagning fyrirtækisins sé á réttri leið og bjartari tímar framundan. 30.4.2013 15:12
Lítið dregur úr vanskilum fyrirtækja Fjöldi og hlutfall fyrirtækja á vanskilaskrá hefur lækkað óverulega sl. mánuði. Nú eru um 6.300 eða um 17% fyrirtækja á vanskilaskrá sem er sambærileg staða og í maí árið 2011. Sömu þróun má sjá ef skoðað er 6 mánaða meðaltal í fjölda og hlutfalli fyrirtækja inn og út af vanskilaskrá. 30.4.2013 12:28
Væntingar íslenskra neytenda breytast lítið Lítil breyting varð á væntingum íslenskra neytenda á efnahags- og atvinnulíf þjóðarinnar á milli mars og apríl síðastliðins. Þetta má ráða af Væntingavísistölu Capacent Gallup sem birt var nú í morgunsárið. 30.4.2013 11:59
Verulega dró úr tapi Skipta hf. í fyrra Tap á rekstri Skipta hf., eftir skatta á síðasta ári, nam 3,4 milljörðum kr. samanborið við 10,6 milljarða kr. tap árið áður. 30.4.2013 11:54
Útgefnum vegabréfum fjölgaði um 37,6% milli ára í mars Í mars 2013 voru gefin út 5.536 íslensk vegabréf. Til samanburðar voru gefin út 4.024 vegabréf í mars 2012. Fjölgar því útgefnum vegabréfum um 37,6 % milli ára. 30.4.2013 11:41
Vanskilum á útlánum heimilanna fækkar áfram Hlutfall útlána heimilanna í vanskilum heldur áfram að lækka en á móti hefur vanskilum einstaklinga fjölgað. 30.4.2013 10:43
Heildareignir föllnu bankanna 2.750 milljarðar Heildareignir föllnu bankanna, Landsbankans, Kaupþings og Glitnis eru bókaðar á 2.750 milljarða króna. Þessi upphæð samsvarar 161% af landsframleiðslu Íslands í fyrra. 30.4.2013 10:17
Ævintýri við Grænlandsstrendur Norðursigling á Húsavík er fjölskyldufyrirtæki sem allt frá árinu 1995 hefur boðið reglulegar hvalaskoðunarferðir um borð í hefðbundnum íslenskum eikarbátum, sem gerðir hafa verið upp og eru sérútbúnir til hvalaskoðunar. Um 450 þúsund farþegar hafa siglt 30.4.2013 10:00
Útlánaáhætta Íbúðalánasjóðs hefur aukist verulega Útlánaáhætta Íbúðalánasjóðs hefur aukist verulega frá falli fjármálakerfisins árið 2008. Í lok mars 2013 námu vanskil einstaklinga 13,2% og vanskil lögaðila 22,8%,5 en vanskil hjá sjóðnum voru innan við 2% í ársbyrjun 2008. 30.4.2013 09:56
Gjaldeyrishöftin viðvarandi án breytinga á Landsbankabréfum Ef ekki tekst að lengja skuldabréf Landsbankans eða endurfjármagna þau verða gjaldeyrishöftin viðvarandi á næstu árum. Sem stendur er afborgunarferill skuldabréfa Landsbankans of þungur fyrir hagkerfið í heild. 30.4.2013 09:29
Þung greiðslubyrði erlendra lána ógnar stöðugleika á Íslandi Samspil uppgjöra búa gömlu bankanna, þungrar greiðslubyrði á erlendum skuldum á næstu árum og losunar fjármagnshafta er enn helsti áhættuþátturinn sem ógnar fjármálastöðugleika Íslands. 30.4.2013 09:15
Atvinnulausum fækkaði á fyrsta fjórðungi Atvinnulausum fækkaði um 2400 á fyrsta ársfjórðungi miðað við fyrsta ársfjórðung í fyrra. Atvinnulausum konum fækkaði um 800 og atvinnulausum körlum um 1.600. Starfandi konum og körlum fjölgaði á þessu tímabili um 4.100. 30.4.2013 09:11
Vöruskiptin 7,5 milljörðum hagstæðari en í fyrra Fyrstu þrjá mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir tæpa 156,3 milljarða króna en inn fyrir 130,6 milljarða króna. 25,6 milljarða króna afgangur var því á vöruskiptum við útlönd en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 18,2 milljarða á gengi hvors árs. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 7,5 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. 30.4.2013 09:06
Kröfuhafar samþykkja endurskipulagningu Skipta Kröfuhafar Skipta hf. hafa samþykkt fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Hún felur m.a. í sér lán frá Arion banka upp á 19 milljarða kr. 30.4.2013 08:56
Reuters: Hætta á einangrun Íslands föstu í gjaldeyrishöftum Í ítarlegri greiningu á Reuters um niðurstöðu kosninganna á Íslandi segir að sigur Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins feli í sér hættu á að Ísland einangrist og festist í gjaldeyrishöftunum til lengri tíma. Þetta sé vegna þess að þessir tveir flokkar hafi það á stefnuskrá sinni að hætta við aðildarumsóknina að Evrópusambandinu. 30.4.2013 08:23
Minnsta atvinnuleysi í Danmörku síðan árið 2009 Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna í Danmörku síðan árið 2009. Nýjar tölur frá hagstofu landsins sýna að atvinnuleysið var 5,8% í mars og minnkaði um 0,1% frá fyrra mánuði. 30.4.2013 07:59
Töluvert dró úr veltunni á fasteignamarkaði borgarinnar Töluvert dró úr umsvifum og veltunni á fasteignamarkaði borgarinnar í síðustu viku. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga var 86 en þeir hafa verið 105 talsins að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði. 30.4.2013 07:39
Nýr sjóður til að efla íslenska tónlist erlendis Nýr sjóður sem hefur það að markmiði að styðja við útflutning tónlistar hefur tekið til starfa og nefnist hann Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar. Í sjóðinn verður hægt að sækja um ferðastyrki mánaðarlega og ársfjórðungslega verða veittir tveir styrkir sem nema 500 þúsund krónum og einn styrkur sem nemur einni milljón króna. 30.4.2013 07:24
Tæplega 28 þúsund í alvarlegum vanskilum Tæplega tuttugu og áttaþúsund manns eru í alvarlegum vanskilum að því er fram kemur í nýjum tölum frá Credit Info. Vanskil einstaklinga hafa aldrei verið meiri en nú ef litið er aftur til ársins 2006 en heldur hefur dregið úr þeim hjá fyrirtækjum. 29.4.2013 19:53
Húsnæðisverð á landsbyggðinni rauk upp í kosningamánuðinum Óvenjulega mikil hækkun húsnæðisverðs á landsbyggðinni í mælingu Hagstofu er helsta skýring á því að vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,2% í apríl frá fyrri mánuði, þvert á spár um lækkun eða óbreytta vísitölu. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði hins vegar um 0,13% milli mánaða í apríl. Þrátt fyrir nokkra hækkun VNV nú hjaðnar verðbólga töluvert í aprílmánuði, fer úr 3,9% niður í 3,3%. 29.4.2013 15:36
Afkoma Rangárþings versnar milli ára Tæplega 38 milljóna kr. afgangur var af rekstri Rangárþings (A og B hluta) á síðasta ári. Þetta er töluvert verri afkoma en árið áður þegar tæplega 121 milljón kr. afgangur var á rekstrinum. 29.4.2013 15:14
Pinewood kvikmyndaverið haslar sér völl vestan hafs Breska kvikmyndaverið Pinewood hefur tilkynnt um byggingu fyrsta hljóðvers síns í Bandaríkjunum. Kvikmyndaverið mun bera heitið Pinewood Atlanta en það verður byggt á stórri lóð fyrir sunnan borgina Atlanta í Georgíu. 29.4.2013 15:03
Promens opnar verksmiðju í Kína Jakob Sigurðsson, forstjóri Promens, undirritaði samkomulag við borgaryfirvöld við Taicang fyrr í mánuðinum um opnun nýrrar plastframleiðslu, að viðstaddri Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Li Keqiangs, forsætisráðherra Kína. Undirritunin fór fram 15. apríl, á sama tíma og Íslendingar undirrituðu fríverslunarsamning við kínversk stjórnvöld. Það er fyrsti fríverslunarsamningurinn sem Kínverjar undirrita við vestrænt ríki. 29.4.2013 14:39
Vinna að stofnun viðskiptaráðs fyrir Norðurslóðir Fulltrúar Viðskiptaráðs Íslands, Norðurslóðanets Íslands og utanríkisráðuneytisins skrifuðu á miðvikudaginn í síðustu viku undir viljayfirlýsingu um stofnun Norðurslóða-viðskiptaráðs. 29.4.2013 14:20
Century Aluminum kaupir álver af Rio Tinto Alcan Century Aluminum, móðurfélag Norðuráls, hefur gengið frá kaupum á bandarísku álveri af Rio Tinto Alcan móðurfélagi álversins í Straumsvík. 29.4.2013 13:47
Einn stærsti farmur ársins af frystri loðnu Flutningaskipið Green Guatemala liggur í höfninni í Neskaupstað og lestar frysta loðnu sem fer til Svartahafsins. Um er að ræða eina stærstu útskipun ársins en skipið mun taka 5.000 tonn. 29.4.2013 13:34
Innistæða fyrir verulegri lækkun á innfluttum vörum Greining Íslandsbanka segir að miðað við þróun krónunnar undanfarið virðist vera innstæða fyrir talsverðri viðbótarlækkun á innfluttum vörum og verði fróðlegt að fylgjast með verðþróun þeirra á komandi mánuðum. 29.4.2013 12:03
Stoðir selja hlut sinn í TM fyrir 4,4 milljarða Stoðir hafa selt allan hlut sinn í Tryggingamiðstöðinni (TM). Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar þar sem segir að salan hafi átt sér stað klukkan 16.00 á föstudag. 29.4.2013 11:51
Vöruverð hækkar þrátt fyrir styrkingu krónunnar ASÍ veltir þeirri spurningu fyrir sér af hverju verð á innfluttum vörum hafi ekki lækkað þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi styrkst um 11% frá áramótum. Þvert á móti hafa innfluttar hækkað um 2,5% frá því í janúarmánuði. 29.4.2013 11:43
Veruleg lækkun á vöxtum á ítölskum skuldabréfum Vextirnir á ítölskum ríkisskuldabréfum til tíu ára hafa ekki verið lægri í tvö og hálft ár eða síðan í október árið 2010. 29.4.2013 11:05
Hótel d'Angleterre opnar að nýju 1. maí Hið sögufræga Hótel d'Angleterre opnar að nýju þann 1. maí eftir mestu endurnýjun hótels í sögu Danmerkur. Því er ætlað að verða fremsta hótelið í Norður Evrópu. 29.4.2013 10:36
HB Grandi og Valka sömdu um kaup á nýrri beinskurðarvél HB Grandi og Valka undirrituðu á sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðustu viku kaupsamning á nýrri röntgenstýrðri beinaskurðarvél en þetta er fyrsta vél sinnar tegundar í heiminum sem er ætluð til skurðar á þorskflökum. 29.4.2013 10:16
Nærfatarisi í deilum við kristna fyrirsætu Nærfatarisinn Victoria´s Secret er komið í deilur við fyrirsætuna fyrrverandi Kylie Bisutti. Fyrirsætan hætti að starfa sem slík í fyrra þar sem þetta starf samræmdist ekki kristilegum gildum hennar en Kylie mun vera strangtrúuð. 29.4.2013 09:35
Gjaldþrotum fyrirtækja fækkar áfram Alls voru 80 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í marsmánuði, flest í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á vélknúnum ökutækjum. Fyrstu 3 mánuði ársins var fjöldi gjaldþrota 221, sem er tæplega 38% fækkun frá sama tímabili í fyrra þegar 354 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. 29.4.2013 09:07
Verðbólgan í apríl mælist 3,3% Ársverðbólgan mælist 3,3% í apríl og minnkar um 0,6 prósentur frá fyrra mánuði. Þetta er töluvert frá spám sérfræðinga sem almennt gerðu ráð fyrir að verðbólan myndi minnka í 2,9% til 3,0%. 29.4.2013 09:05
Dreamliner þoturnar aftur á loft Langri martröð Boeing flugvélaverksmiðjanna er lokið því flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa aflétt kyrrsetningu sinni á þessum þotum. Boeing hefur endurbætt rafhlöðukerfi Dreamliner en eins og kunnugt er af fréttum voru þoturnar kyrrsettar í janúar s.l. eftir að rafhlaða brann yfir í einni þeirra. 29.4.2013 08:50
Grikkir segja upp 15.000 opinberum starfsmönnum Gríska þingið samþykkti í gærdag lög sem gera stjórnvöldum þar í landi kleyft að segja upp 15.000 opinberum starfsmönnum fyrir árslok árið 2014. 29.4.2013 08:19
Aflabrestur hjá skoskum humarveiðimönnum, verðið rýkur upp Óvenju kalt veður í vetur hefur valdið aflabresti hjá skoskum humarveiðimönnum. Það hefur svo aftur leitt til þess að verðið á humrinum hefur rokið upp. 29.4.2013 08:06
Sjálfbært frumkvöðlasamfélag Startup Iceland og Nasdaq Omx Iceland hafa skrifað undir samstarfssamning sem felur í sér að kauphöllin verður fjárhagsleglur bakhjarl ráðstefnunarinnar í ár. 29.4.2013 07:48
Fólk vill ekki borga af íbúðalánum sínum vegna loforða Framsóknar Í grein um kosningarnar í Financial Times kemur fram að íbúðaeigendur vilji ekki borga af íbúðarlánum sínum þar sem þeir eigi von á skuldaniðurfellingu þeirra á næstunni. 29.4.2013 07:36
Baltasar Kormákur og CCP taka höndum saman Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP og leikstjórinn Baltasar Kormákur hafa tekið höndum saman. Baltasar mun framleiða þáttaröð fyrir sjónvarp sem byggir á söguheim fjölspilunarleiksins EVE Online. 27.4.2013 20:35
Hertar reglur um útblástur brennisteinsvetnis taka gildi Beiðni orkufyrirtækja um frestun á hertum reglum vegna útblásturs brennisteinsvetnis var hafnað. Orkuveitan ræðst ekki í byggingu Hverahlíðarvirkjunar fyrr en mengunarvandi á Hellisheiðarvirkjunar er leystur. 27.4.2013 12:51