Viðskipti innlent

Niceair aflýsir jómfrúarfluginu

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Martin Michael sér um rekstur Niceair.
Martin Michael sér um rekstur Niceair. Samsett

Fyrirhugaðri jómfrúarferð flugfélagsins Niceair milli Akureyrar og Kaupmannahafnar hefur verið aflýst. 

Akureyri.net greinir frá því að Niceair hafi sent flugfarþegum sem bókað áttu flug í jómfrúarferðina þann 19. febrúar tölvupóst þess efnis að flugferðinni hafi verið aflýst. Þó er flugfélagið ekki að hætta rekstri áður en hann hefst heldur segir að meiri undirbúning þurfi „áður en við getum tekið á móti farþegum um borð á ábyrgan hátt“.

Niceair hóf fyrst að fljúga frá Akureyri árið 2022 en varð gjaldþrota ári síðar. Nú í desember var greint frá því að Martin Michael, þýskur athafnamaður, hefði tekið við rekstrinum og var fyrsta flugferð Niceair 2.0 áætluð þann 19. febrúar. 

Michael hélt blaðamannafund í desember og sagði að rekstur félagsins yrði nokkuð frábrugðinn rekstri hefðbundinna flugfélaga þar sem félagið reki í raun ekki þotu í sínum litum heldur að félagið starfi sem stafrænt blendingsflugfélag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×