Fleiri fréttir Stórt skref í endurreisn efnahags landsins Við erum vel á veg komin út úr efnahagsþreninginum, segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Hann segir bankann vera búinn að stíga stórt skref í endurreisn efnahags landsins með sölu á eignum og að brátt verði bankinn búinn að losa sig við neikvæð áhrif hrunsins. 26.6.2012 20:43 LSR kaupir í Högum - gengi lækkaði í dag Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði í dag um 1,10% og er nú 17,9. Tilkynnt var um kaup A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á hlut í fyrirtækinu í dag. Með kaupunum jók sjóðurinn hlut sinn í félaginu. Hann átti fyrir 4,85% hlut í Högum en er nú kominn í 6,35% hlut. Viðskiptin áttu sér stað í gær en tilkynnt var um þau í dag. 26.6.2012 18:02 Krefjast þess að gamli Landsbankinn viðurkenni sektarkröfu Samkeppniseftirlitið krefst þess að sekt sem lögð var á gamla Landsbankann verði viðurkennd sem forgangskrafa en ekki almenn krafa. 26.6.2012 16:38 Gestur Jónsson: Hörmulegt hvernig tókst til með málið "Auðvitað er það bara hörmulegt hvernig til hefur tekist með þetta mál,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Hauks Þórs Haraldssonar, sem var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Haukur Þór hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar, það er þá í þriðja skiptið sem það ratar þangað. 26.6.2012 15:05 Allir notendur Facebook fá nýtt netfang Stærsta samskiptasíða heims, Facebook, hefur lengi boðið notendum sínum netföng. Nú hefur facebook hins vegar úthlutað öllum notendum netfang að þeim forspurðum. 26.6.2012 14:42 Tölvuleikjaiðnaðurinn vex og vex "Á meðan iðnaður í heiminum hefur víðast tekið á sig högg vegna vandræða í heimsbúskapnum hefur umfang tölvuleikjageirans ekki gert annað en að vaxa. Verðmæti leikjaiðnaðarins á heimsvísu var rétt innan við USD 60 milljarðar árið 2011, andvirði meira en 7.100 milljarða króna, eða tæplega fimmfaldrar landsframleiðslu Íslands. Þótt hægt hafi á vexti geirans eftir árið 2008 er engu að síður gert ráð fyrir að hann muni áfram vaxa mun hraðar en heimsbúskapurinn í heild næstu árin,“ segir í greiningu frá Arion banka um tölvleikjaiðnaðinn á heimsvísu og hér á landi. 26.6.2012 13:04 Þörf fyrir tvö stór hótel á ári Verði árleg fjölgun ferðamanna á bilinu fimm til sjö prósent á næstu árum mun gistirýmum í Reykjavík þurfa að fjölga um 180 til 380 á hverju ári. Alls gæti því þurft 3.600 til 7.500 ný herbergi á gististöðum fram til ársins 2030. Þetta kemur fram í drögum að greinargerð fyrir þörf á gistirými í Reykjavík á árunum 2012 til 2030 sem VSÓ Ráðgjöf hefur unnið fyrir skipulags- og byggingarsvið borgarinnar. 26.6.2012 07:00 Microsoft kaupir Yammer fyrir 150 miljarða króna Microsoft hefur keypt samskiptaforritið Yammer fyrir 1,2 miljarða dala sem nemur 150 miljörðum króna. Samskiptasíðan sem ætluð er sem samskiptamáti í fyrirtækjum er fjögurra ára gömul og hefur yfir 5 miljón notendur. 26.6.2012 11:27 Kortarisi gerir samning við Borgun 26.6.2012 11:00 Kaupþingstoppar í tímabundnu viðskiptabanni í Bretlandi Rannsókn breska fjármálaeftirlitsins á starfsemi Kaupþingi Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings, er nú lokið án þess að grunur sé um refsiverða háttsemi. Þrír af æðstu fyrrverandi stjórnendum Kaupþings mega hins vegar ekki sinna leyfisskyldri fjármálastarfsemi í Bretlandi fyrr en í fyrsta lagi haustið 2013 fyrir að hafa sagt eftirlitinu ósatt. 26.6.2012 10:32 TM Software fjölgar starfsmönnum Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software hefur bætt við sig sjö nýjum starfsmönnum að undanförnu vegna aukina verkefna í hugbúnaðargerð og hugbúnaðarþróun, bæði innanlands en ekki síst vegna góðrar sölu á hugbúnarvörum fyrirtækisins erlendis. 26.6.2012 09:48 Steingrímur fjallar um viðbrögð við efnahagskreppu í Strassborg Á þingmannafundi Evrópuráðsins sem stendur yfir í Strassborg dagana 25. - 29. júní tekur Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, þátt í sérstakri umræðu 26. júní um banka- og efnahagskreppuna í Evrópu. Fjallar hann um stefnumörkun og ráðstafanir sem gripið hefur verið til hér á landi til að bregðast við fjármálahruninu og árangur í þeim efnum, að því er segir í tilkynningu á vef efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. 26.6.2012 08:57 Verð á áli hefur lækkað um 20% frá febrúar í ár Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað töluvert á fyrrihluta ársins eins og raunar margar aðrar hrávörur. 26.6.2012 07:43 Áfram fjör á fasteignamarkaðinum Veltan á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að aukast. Í síðustu viku var þinglýst 116 kaupsamningum eða 14 fleiri en nemur meðaltalinu á viku undanfarna þrjá mánuði. 26.6.2012 06:51 Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn 28 spænskra banka Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir 28 spænskra banka. Sumar einkunnir voru lækkaðar um allt að 4 stig. Þar að auki voru allar einkunnir bankanna settar á neikvæðar horfur. 26.6.2012 06:42 Spánn óskar formlega eftir fjárhagsaðstoð Spánverjar óskuðu í dag eftir neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bankakerfi landsins frá hruni. 25.6.2012 19:11 Lækkanir áberandi í kauphöllinni - lækkanir á erlendum mörkuðum Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 0,72 prósent í dag, en mesta lækkunin var á bréfum Atlantic Petroleum, 6,34 prósent. Gengi bréfa í Högum hækkaði um 0,56 prósent og stendur það nú í 18,10. 25.6.2012 16:43 Reitun hækkar grunneinkunn Orkuveitunnar Íslenska matsfyrirtækið Reitun ehf. hefur hækkað grunneinkunn Orkuveitu Reykjavíkur í B-. Heildareinkunn OR í matskerfi Reitunar er áfram B+. Þetta þýðir að það verður auðveldara fyrir Orkuveituna að sækjast í íslenskt lánsfé. 25.6.2012 16:22 Arion banki hafnar tilboði frá Bakkavararbræðrum Arion banki er enn með tilboð frá Bakkavararbræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssonum, í hlut bankans í Bakkavör, til athugunar samkvæmt upplýsingum frá bankanum. 25.6.2012 15:48 Haukur Þór dæmdur fyrir fjárdrátt í þriðja sinn Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjárdrátt. Haukur Þór starfaði hjá Landsbankanum fyrir hrun og var sakfelldur fyrir að hafa strax eftir hrun Landsbankans millifært 118 milljónir króna af reikningi félagsins NBI Holdings Ltd. 8. október 2008 inn á eigin reikning. Þetta er í þriðja sinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í máli Hauks, en tvisvar sinnum hefur Hæstiréttur ógild dóminn og vísað málinu aftur til efnismeðferðar í héraði. Haukur var sýknaður eftir fyrstu meðferð málsins í héraði en dæmdur í tveggja ára fangelsi í annað skiptið. 25.6.2012 13:36 Kínverjum gert auðveldara að koma til Íslands "Það skiptir gríðarlegu máli að opna aðgengi ferðamanna frá þessu svæði með öllum mögulegum leiðum," sagði Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri þegar fréttastofa náði tali af henni í Perlunni í dag. 25.6.2012 11:14 Samsung á erfitt með að mæta eftirspurn eftir nýjasta snjallsímanum Talsmaður Samsung raftækja í Suður-Kóreu, stærsta farsímaframleiðanda heims, sagði í dag að áætlað væri að selja nýjasta nýjasta snjallasíma fyrirktækisins Galaxy S III væri 10 miljónum eintaka í júlí. 25.6.2012 09:47 Spánverjar biðja formlega um neyðaraðstoð frá ESB Spánverjar hafa nú formlega farið fram á neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bönkum landsins. 25.6.2012 09:24 Katar vill fjárfesta fyrir 5 milljarða dala í Kína Stjórnvöld í Katar hafa hug á því að fjárfesta í Kína fyrir fimm milljarða dala, eða sem nemur 625 milljörðum króna. Ef þessi áform eiga að ganga eftir þurfa yfirvöld í Katar að falla undir skilyrði sérstakrar áætlunar um erlenda fjárfestingu (China's Qualified Foreign Institutional Investor (QFII) programme) fagfjárfesta. 25.6.2012 09:01 Stjórnarskrá George Washington seld á uppboði Persónulegt eintak George Washington af bandarísku stjórnarskránni var selt á langt yfir matsverði á uppboði hjá Christie´s um helgina. 25.6.2012 07:19 Leigumarkaðurinn virðist vera að festa sig í sessi Þrátt fyrir síbatnandi efnahag á Íslandi frá hruninu 2008 er leigumarkaður landsins enn stór og virðist vera að festa sig í sessi. 25.6.2012 06:34 Fitch setur Kýpur í ruslflokk Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn Kýpur niður í svokallaðan ruslflokk eða úr BBB- og niður í BB+. Þar að auki er einkunnin með neikvæðum horfum. 25.6.2012 10:26 Kínverjum gert kleift að greiða með greiðslukortum á Íslandi China Union Pay hefur gert samning við greiðslukortafyrirtækið Borgun um að hérlendis sé tekið á móti kortum Union Pay, en þau eru um tveir milljarðar talsins í 16 löndum Asíu. Þetta þýðir að nú geta kínverskir ferðamenn í fyrsta sinn greitt með kreditkortum í íslenskum verslunum og þjónustustöðum. Su Ge, sendiherra Kína á Íslandi, og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri munu greina nánar frá þessu á blaðamannafundi í Perlunni í dag, en samkvæmt tilkynningu verður um að ræða táknræna athöfn til að bjóða kínverska ferðamenn til landsins. 25.6.2012 09:33 Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir miklar verðlækkanir á undanförnum dögum og vikum. 25.6.2012 06:51 Hreinn hagnaður Iceland nam 36 milljörðum Malcolm Walker virðist hafa gert mjög góð kaup þegar hann keypti Iceland Foods verslunarkeðjuna af slitastjórn Landsbankans fyrr í ár fyrir rúmlega 1,5 milljarð punda. 25.6.2012 06:39 Bankarnir notuðu 20 milljarða til að greiða erlendar skuldir í maí Íslensku bankarnir notuðu rúmlega 20 milljarða króna til að greiða niður erlendar skuldir sínar í maímánuði. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. 25.6.2012 06:36 Stærstu evruríkin samþykkja áætlun um að styðja við hagvöxt Leiðtogar fjögurra stærstu evruríkjanna, Þýskalands, Frakkalands, Ítalíu og Spánar, samþykktu í gær að vinna eftir áætlun til þess að efla og styðja við hagvöxt á evrusvæðinu. Um 130 milljarðar evra, ríflega 21 þúsund milljarðar króna, hafa verið eyrnamerktir í áætlunina, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun. 24.6.2012 10:55 Ekki í persónulegum ábyrgðum Fjárfestirinn Jón Helgi Guðmundsson , kenndur við BYKO, reiknar með að halda sínum félögum hér á landi þó fjárfestingafélag hans sé skuldum vafið. Hann átti stóran hlut í Kaupþingi þegar bankinn fór í þrot og segir Brjáni Jónassyni hvað honum finnst um ásakanir á hendur stjórnendum bankans um markaðsmisnotkun og ræðir þann lærdóm sem hann hefur dregið af hruninu. 23.6.2012 10:49 Verð á umbúðapappír hækkar um 43 prósent Heimsmarkaðsverð á pappír sem notaður er í umbúðir hefur hækkað um rúm 43 prósent á síðustu þremur árum. Árið 2009 kostaði tonnið af bylgjupappír, sem notaður er í flestar gerðir pappakassa, um 440 evrur en hefur nú hækkað upp í 630 evrur. 23.6.2012 06:00 Fréttaskýring: Bakkavararbræður gera milljarðatilboð í félagið Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa gert tilboð til allra hluthafa í Bakkavör Group og vilja eignast félagið sem þeir stofnuðu að fullu. Þeir hafa boðið verð sem er hærra en það sem var á nýlegri hlutafjáraukningu. Þar eignuðust bræðurnir 25 prósenta hlut fyrir um fjóra milljarða króna. Miðað við það er ljóst að bræðurnir hafa boðið á annan tug milljarða króna hið minnsta í hlut annarra í Bakkavör Group. 23.6.2012 05:45 Samið um 10 MW af raforku Landsvirkjun og GMR Endurvinnslan tilkynntu í gær að fyrirtækin hefðu komist að samkomulagi um nýjan raforkusölusamning. Landsvirkjun afhendir GMR allt að tíu megavött af rafmagni til næstu sjö ára. 23.6.2012 04:30 Kröfuhafar með stjórnartaumanna Á aðalfundi Bakkavarar Group sem haldinn var 23. maí síðastliðinn samþykktu kröfuhafar umtalsverðar breytingar á félaginu. Í þeirri breytingu fólst meðal annars að íslenskir kröfuhafar Bakkavarar Group, að mestu bankar og lífeyrissjóðir, breyttu kröfum sínum í hlutafé og eignuðust félagið að mestu. Samhliða fengu Ágúst og Lýður Guðmundssynir að kaupa um fjórðungshlut í því á um fjóra milljarða króna. 23.6.2012 03:15 Hjálpar fyrirtækjum að fá ESB-styrki Nýtt ráðgjafarfyrirtæki, NýNA ehf., tók til starfa um síðustu mánaðamót en markmiðið stofnandans er að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf um hvernig sækja megi um styrki frá Evrópusambandinu (ESB), þar á meðal um hina svokölluðu IPA-styrki sem veittir eru í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB. 23.6.2012 02:45 Ásælast námur á Grænlandi Suðurkóreskir fjárfestar hafa sýnt áhuga á að kaupa stóran hlut í Kvanefjeld-námunni á Grænlandi. Þetta kemur fram á vef Berlingske. 23.6.2012 02:30 Mikil eftirspurn eftir hlutum í Icelandair Group Þreföld umframeftirspurn eftir hlutum Íslandsbanka í Icelandair Group hf. var í lokuðu uppboði sem lauk í dag. Bankinn hugðist selja 5% í félaginu en eftirspurnin var slík að þegar upp var staðið var tilboðum í 10,29% af útgefnu hlutafé tekið. 22.6.2012 21:11 Iceland Express mátti auglýsa rýmri vélar Iceland Express braut ekki lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar fyrirtækið auglýsti að „nýjar og betri flugvélar væru mun rýmri og að í þeim væri meira pláss". Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem kvað upp úrskurð sinn í síðustu viku. Þegar Iceland Express hóf að nota Airbus 320 vélar voru þær auglýstar og sagðar mun rýmri en eldri vélar félagsins. Icelandair kærði auglýsinguna til Neytendastofu og sagði að ekki væri fótur fyrir þeim fullyrðingum sem væru settar fram í þeim. 22.6.2012 20:00 Bensínverð á Íslandi fylgir ekki heimsmarkaðsverði Olíuverð hefur lækkað mikið á alþjóðamörkuðum undanfarin misseri, en útsöluverð á bensíni til almennings hér á landi hefur ekki fylgt þeirri þróun. Líklegt er að bensínverð muni lækka enn frekar á næstunni. 22.6.2012 19:45 Bakkavararbræður vilja eignast Bakkavör Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa gert lífeyrissjóðum og bönkum tilboð í hlutabréf í Bakkavör með það fyrir augum að eignast félagið að fullu. Þeir hafa þegar keypt hluti í félaginu fyrir fjóra milljarða, meðal annars af Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Aðrir hluthafar reyna nú að halda yfirráðum í félaginu. 22.6.2012 19:38 Misnotuðu glufu í EVE online - högnuðust um 21 milljón isk í leiknum "Við urðum varir við þetta fyrir um tveimur dögum síðan,“ segir Pétur Jóhannes Óskarsson, rannsakandi innan CCP tölvuleikjafyrirtækisins, en svo virðist sem fimm spilarar í leiknum EVE online hafi hagnýtt sér glufu innan leiksins með þeim afleiðingum að þeir högnuðust um 5 þúsund milljarða ISK (5 billjón ISK), sem er gjaldmiðill innan leiksins og skal ekki rugla saman við alþjóðlega skammstöfun á íslensku krónunni. 22.6.2012 15:12 AUÐUR I hagnaðist um 700 milljónir Hagnaður AUÐAR I fagfjárfestasjóðs nam 695 milljónum króna í fyrra, en ársreikningur fyrir síðasta ár var samþykktur á aðalfundi sjóðsins í dag. Arðsemi eigin fjár var 32%. Heildareignir í árslok voru 3.150 milljónir. 22.6.2012 14:43 Sjá næstu 50 fréttir
Stórt skref í endurreisn efnahags landsins Við erum vel á veg komin út úr efnahagsþreninginum, segir Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Hann segir bankann vera búinn að stíga stórt skref í endurreisn efnahags landsins með sölu á eignum og að brátt verði bankinn búinn að losa sig við neikvæð áhrif hrunsins. 26.6.2012 20:43
LSR kaupir í Högum - gengi lækkaði í dag Gengi hlutabréfa í Högum lækkaði í dag um 1,10% og er nú 17,9. Tilkynnt var um kaup A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins á hlut í fyrirtækinu í dag. Með kaupunum jók sjóðurinn hlut sinn í félaginu. Hann átti fyrir 4,85% hlut í Högum en er nú kominn í 6,35% hlut. Viðskiptin áttu sér stað í gær en tilkynnt var um þau í dag. 26.6.2012 18:02
Krefjast þess að gamli Landsbankinn viðurkenni sektarkröfu Samkeppniseftirlitið krefst þess að sekt sem lögð var á gamla Landsbankann verði viðurkennd sem forgangskrafa en ekki almenn krafa. 26.6.2012 16:38
Gestur Jónsson: Hörmulegt hvernig tókst til með málið "Auðvitað er það bara hörmulegt hvernig til hefur tekist með þetta mál,“ segir Gestur Jónsson, verjandi Hauks Þórs Haraldssonar, sem var dæmdur í átján mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Haukur Þór hefur áfrýjað málinu til Hæstaréttar, það er þá í þriðja skiptið sem það ratar þangað. 26.6.2012 15:05
Allir notendur Facebook fá nýtt netfang Stærsta samskiptasíða heims, Facebook, hefur lengi boðið notendum sínum netföng. Nú hefur facebook hins vegar úthlutað öllum notendum netfang að þeim forspurðum. 26.6.2012 14:42
Tölvuleikjaiðnaðurinn vex og vex "Á meðan iðnaður í heiminum hefur víðast tekið á sig högg vegna vandræða í heimsbúskapnum hefur umfang tölvuleikjageirans ekki gert annað en að vaxa. Verðmæti leikjaiðnaðarins á heimsvísu var rétt innan við USD 60 milljarðar árið 2011, andvirði meira en 7.100 milljarða króna, eða tæplega fimmfaldrar landsframleiðslu Íslands. Þótt hægt hafi á vexti geirans eftir árið 2008 er engu að síður gert ráð fyrir að hann muni áfram vaxa mun hraðar en heimsbúskapurinn í heild næstu árin,“ segir í greiningu frá Arion banka um tölvleikjaiðnaðinn á heimsvísu og hér á landi. 26.6.2012 13:04
Þörf fyrir tvö stór hótel á ári Verði árleg fjölgun ferðamanna á bilinu fimm til sjö prósent á næstu árum mun gistirýmum í Reykjavík þurfa að fjölga um 180 til 380 á hverju ári. Alls gæti því þurft 3.600 til 7.500 ný herbergi á gististöðum fram til ársins 2030. Þetta kemur fram í drögum að greinargerð fyrir þörf á gistirými í Reykjavík á árunum 2012 til 2030 sem VSÓ Ráðgjöf hefur unnið fyrir skipulags- og byggingarsvið borgarinnar. 26.6.2012 07:00
Microsoft kaupir Yammer fyrir 150 miljarða króna Microsoft hefur keypt samskiptaforritið Yammer fyrir 1,2 miljarða dala sem nemur 150 miljörðum króna. Samskiptasíðan sem ætluð er sem samskiptamáti í fyrirtækjum er fjögurra ára gömul og hefur yfir 5 miljón notendur. 26.6.2012 11:27
Kaupþingstoppar í tímabundnu viðskiptabanni í Bretlandi Rannsókn breska fjármálaeftirlitsins á starfsemi Kaupþingi Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings, er nú lokið án þess að grunur sé um refsiverða háttsemi. Þrír af æðstu fyrrverandi stjórnendum Kaupþings mega hins vegar ekki sinna leyfisskyldri fjármálastarfsemi í Bretlandi fyrr en í fyrsta lagi haustið 2013 fyrir að hafa sagt eftirlitinu ósatt. 26.6.2012 10:32
TM Software fjölgar starfsmönnum Hugbúnaðarfyrirtækið TM Software hefur bætt við sig sjö nýjum starfsmönnum að undanförnu vegna aukina verkefna í hugbúnaðargerð og hugbúnaðarþróun, bæði innanlands en ekki síst vegna góðrar sölu á hugbúnarvörum fyrirtækisins erlendis. 26.6.2012 09:48
Steingrímur fjallar um viðbrögð við efnahagskreppu í Strassborg Á þingmannafundi Evrópuráðsins sem stendur yfir í Strassborg dagana 25. - 29. júní tekur Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, þátt í sérstakri umræðu 26. júní um banka- og efnahagskreppuna í Evrópu. Fjallar hann um stefnumörkun og ráðstafanir sem gripið hefur verið til hér á landi til að bregðast við fjármálahruninu og árangur í þeim efnum, að því er segir í tilkynningu á vef efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. 26.6.2012 08:57
Verð á áli hefur lækkað um 20% frá febrúar í ár Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað töluvert á fyrrihluta ársins eins og raunar margar aðrar hrávörur. 26.6.2012 07:43
Áfram fjör á fasteignamarkaðinum Veltan á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að aukast. Í síðustu viku var þinglýst 116 kaupsamningum eða 14 fleiri en nemur meðaltalinu á viku undanfarna þrjá mánuði. 26.6.2012 06:51
Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn 28 spænskra banka Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir 28 spænskra banka. Sumar einkunnir voru lækkaðar um allt að 4 stig. Þar að auki voru allar einkunnir bankanna settar á neikvæðar horfur. 26.6.2012 06:42
Spánn óskar formlega eftir fjárhagsaðstoð Spánverjar óskuðu í dag eftir neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bankakerfi landsins frá hruni. 25.6.2012 19:11
Lækkanir áberandi í kauphöllinni - lækkanir á erlendum mörkuðum Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands lækkaði um 0,72 prósent í dag, en mesta lækkunin var á bréfum Atlantic Petroleum, 6,34 prósent. Gengi bréfa í Högum hækkaði um 0,56 prósent og stendur það nú í 18,10. 25.6.2012 16:43
Reitun hækkar grunneinkunn Orkuveitunnar Íslenska matsfyrirtækið Reitun ehf. hefur hækkað grunneinkunn Orkuveitu Reykjavíkur í B-. Heildareinkunn OR í matskerfi Reitunar er áfram B+. Þetta þýðir að það verður auðveldara fyrir Orkuveituna að sækjast í íslenskt lánsfé. 25.6.2012 16:22
Arion banki hafnar tilboði frá Bakkavararbræðrum Arion banki er enn með tilboð frá Bakkavararbræðrunum Ágústi og Lýði Guðmundssonum, í hlut bankans í Bakkavör, til athugunar samkvæmt upplýsingum frá bankanum. 25.6.2012 15:48
Haukur Þór dæmdur fyrir fjárdrátt í þriðja sinn Haukur Þór Haraldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir fjárdrátt. Haukur Þór starfaði hjá Landsbankanum fyrir hrun og var sakfelldur fyrir að hafa strax eftir hrun Landsbankans millifært 118 milljónir króna af reikningi félagsins NBI Holdings Ltd. 8. október 2008 inn á eigin reikning. Þetta er í þriðja sinn sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir í máli Hauks, en tvisvar sinnum hefur Hæstiréttur ógild dóminn og vísað málinu aftur til efnismeðferðar í héraði. Haukur var sýknaður eftir fyrstu meðferð málsins í héraði en dæmdur í tveggja ára fangelsi í annað skiptið. 25.6.2012 13:36
Kínverjum gert auðveldara að koma til Íslands "Það skiptir gríðarlegu máli að opna aðgengi ferðamanna frá þessu svæði með öllum mögulegum leiðum," sagði Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri þegar fréttastofa náði tali af henni í Perlunni í dag. 25.6.2012 11:14
Samsung á erfitt með að mæta eftirspurn eftir nýjasta snjallsímanum Talsmaður Samsung raftækja í Suður-Kóreu, stærsta farsímaframleiðanda heims, sagði í dag að áætlað væri að selja nýjasta nýjasta snjallasíma fyrirktækisins Galaxy S III væri 10 miljónum eintaka í júlí. 25.6.2012 09:47
Spánverjar biðja formlega um neyðaraðstoð frá ESB Spánverjar hafa nú formlega farið fram á neyðaraðstoð frá Evrópusambandinu til að bjarga bönkum landsins. 25.6.2012 09:24
Katar vill fjárfesta fyrir 5 milljarða dala í Kína Stjórnvöld í Katar hafa hug á því að fjárfesta í Kína fyrir fimm milljarða dala, eða sem nemur 625 milljörðum króna. Ef þessi áform eiga að ganga eftir þurfa yfirvöld í Katar að falla undir skilyrði sérstakrar áætlunar um erlenda fjárfestingu (China's Qualified Foreign Institutional Investor (QFII) programme) fagfjárfesta. 25.6.2012 09:01
Stjórnarskrá George Washington seld á uppboði Persónulegt eintak George Washington af bandarísku stjórnarskránni var selt á langt yfir matsverði á uppboði hjá Christie´s um helgina. 25.6.2012 07:19
Leigumarkaðurinn virðist vera að festa sig í sessi Þrátt fyrir síbatnandi efnahag á Íslandi frá hruninu 2008 er leigumarkaður landsins enn stór og virðist vera að festa sig í sessi. 25.6.2012 06:34
Fitch setur Kýpur í ruslflokk Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur lækkað lánshæfiseinkunn Kýpur niður í svokallaðan ruslflokk eða úr BBB- og niður í BB+. Þar að auki er einkunnin með neikvæðum horfum. 25.6.2012 10:26
Kínverjum gert kleift að greiða með greiðslukortum á Íslandi China Union Pay hefur gert samning við greiðslukortafyrirtækið Borgun um að hérlendis sé tekið á móti kortum Union Pay, en þau eru um tveir milljarðar talsins í 16 löndum Asíu. Þetta þýðir að nú geta kínverskir ferðamenn í fyrsta sinn greitt með kreditkortum í íslenskum verslunum og þjónustustöðum. Su Ge, sendiherra Kína á Íslandi, og Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri munu greina nánar frá þessu á blaðamannafundi í Perlunni í dag, en samkvæmt tilkynningu verður um að ræða táknræna athöfn til að bjóða kínverska ferðamenn til landsins. 25.6.2012 09:33
Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi að nýju Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi eftir miklar verðlækkanir á undanförnum dögum og vikum. 25.6.2012 06:51
Hreinn hagnaður Iceland nam 36 milljörðum Malcolm Walker virðist hafa gert mjög góð kaup þegar hann keypti Iceland Foods verslunarkeðjuna af slitastjórn Landsbankans fyrr í ár fyrir rúmlega 1,5 milljarð punda. 25.6.2012 06:39
Bankarnir notuðu 20 milljarða til að greiða erlendar skuldir í maí Íslensku bankarnir notuðu rúmlega 20 milljarða króna til að greiða niður erlendar skuldir sínar í maímánuði. Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. 25.6.2012 06:36
Stærstu evruríkin samþykkja áætlun um að styðja við hagvöxt Leiðtogar fjögurra stærstu evruríkjanna, Þýskalands, Frakkalands, Ítalíu og Spánar, samþykktu í gær að vinna eftir áætlun til þess að efla og styðja við hagvöxt á evrusvæðinu. Um 130 milljarðar evra, ríflega 21 þúsund milljarðar króna, hafa verið eyrnamerktir í áætlunina, að því er breska ríkisútvarpið BBC greindi frá í morgun. 24.6.2012 10:55
Ekki í persónulegum ábyrgðum Fjárfestirinn Jón Helgi Guðmundsson , kenndur við BYKO, reiknar með að halda sínum félögum hér á landi þó fjárfestingafélag hans sé skuldum vafið. Hann átti stóran hlut í Kaupþingi þegar bankinn fór í þrot og segir Brjáni Jónassyni hvað honum finnst um ásakanir á hendur stjórnendum bankans um markaðsmisnotkun og ræðir þann lærdóm sem hann hefur dregið af hruninu. 23.6.2012 10:49
Verð á umbúðapappír hækkar um 43 prósent Heimsmarkaðsverð á pappír sem notaður er í umbúðir hefur hækkað um rúm 43 prósent á síðustu þremur árum. Árið 2009 kostaði tonnið af bylgjupappír, sem notaður er í flestar gerðir pappakassa, um 440 evrur en hefur nú hækkað upp í 630 evrur. 23.6.2012 06:00
Fréttaskýring: Bakkavararbræður gera milljarðatilboð í félagið Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa gert tilboð til allra hluthafa í Bakkavör Group og vilja eignast félagið sem þeir stofnuðu að fullu. Þeir hafa boðið verð sem er hærra en það sem var á nýlegri hlutafjáraukningu. Þar eignuðust bræðurnir 25 prósenta hlut fyrir um fjóra milljarða króna. Miðað við það er ljóst að bræðurnir hafa boðið á annan tug milljarða króna hið minnsta í hlut annarra í Bakkavör Group. 23.6.2012 05:45
Samið um 10 MW af raforku Landsvirkjun og GMR Endurvinnslan tilkynntu í gær að fyrirtækin hefðu komist að samkomulagi um nýjan raforkusölusamning. Landsvirkjun afhendir GMR allt að tíu megavött af rafmagni til næstu sjö ára. 23.6.2012 04:30
Kröfuhafar með stjórnartaumanna Á aðalfundi Bakkavarar Group sem haldinn var 23. maí síðastliðinn samþykktu kröfuhafar umtalsverðar breytingar á félaginu. Í þeirri breytingu fólst meðal annars að íslenskir kröfuhafar Bakkavarar Group, að mestu bankar og lífeyrissjóðir, breyttu kröfum sínum í hlutafé og eignuðust félagið að mestu. Samhliða fengu Ágúst og Lýður Guðmundssynir að kaupa um fjórðungshlut í því á um fjóra milljarða króna. 23.6.2012 03:15
Hjálpar fyrirtækjum að fá ESB-styrki Nýtt ráðgjafarfyrirtæki, NýNA ehf., tók til starfa um síðustu mánaðamót en markmiðið stofnandans er að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf um hvernig sækja megi um styrki frá Evrópusambandinu (ESB), þar á meðal um hina svokölluðu IPA-styrki sem veittir eru í tengslum við aðildarumsókn Íslands að ESB. 23.6.2012 02:45
Ásælast námur á Grænlandi Suðurkóreskir fjárfestar hafa sýnt áhuga á að kaupa stóran hlut í Kvanefjeld-námunni á Grænlandi. Þetta kemur fram á vef Berlingske. 23.6.2012 02:30
Mikil eftirspurn eftir hlutum í Icelandair Group Þreföld umframeftirspurn eftir hlutum Íslandsbanka í Icelandair Group hf. var í lokuðu uppboði sem lauk í dag. Bankinn hugðist selja 5% í félaginu en eftirspurnin var slík að þegar upp var staðið var tilboðum í 10,29% af útgefnu hlutafé tekið. 22.6.2012 21:11
Iceland Express mátti auglýsa rýmri vélar Iceland Express braut ekki lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu þegar fyrirtækið auglýsti að „nýjar og betri flugvélar væru mun rýmri og að í þeim væri meira pláss". Þetta er niðurstaða Neytendastofu sem kvað upp úrskurð sinn í síðustu viku. Þegar Iceland Express hóf að nota Airbus 320 vélar voru þær auglýstar og sagðar mun rýmri en eldri vélar félagsins. Icelandair kærði auglýsinguna til Neytendastofu og sagði að ekki væri fótur fyrir þeim fullyrðingum sem væru settar fram í þeim. 22.6.2012 20:00
Bensínverð á Íslandi fylgir ekki heimsmarkaðsverði Olíuverð hefur lækkað mikið á alþjóðamörkuðum undanfarin misseri, en útsöluverð á bensíni til almennings hér á landi hefur ekki fylgt þeirri þróun. Líklegt er að bensínverð muni lækka enn frekar á næstunni. 22.6.2012 19:45
Bakkavararbræður vilja eignast Bakkavör Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa gert lífeyrissjóðum og bönkum tilboð í hlutabréf í Bakkavör með það fyrir augum að eignast félagið að fullu. Þeir hafa þegar keypt hluti í félaginu fyrir fjóra milljarða, meðal annars af Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Aðrir hluthafar reyna nú að halda yfirráðum í félaginu. 22.6.2012 19:38
Misnotuðu glufu í EVE online - högnuðust um 21 milljón isk í leiknum "Við urðum varir við þetta fyrir um tveimur dögum síðan,“ segir Pétur Jóhannes Óskarsson, rannsakandi innan CCP tölvuleikjafyrirtækisins, en svo virðist sem fimm spilarar í leiknum EVE online hafi hagnýtt sér glufu innan leiksins með þeim afleiðingum að þeir högnuðust um 5 þúsund milljarða ISK (5 billjón ISK), sem er gjaldmiðill innan leiksins og skal ekki rugla saman við alþjóðlega skammstöfun á íslensku krónunni. 22.6.2012 15:12
AUÐUR I hagnaðist um 700 milljónir Hagnaður AUÐAR I fagfjárfestasjóðs nam 695 milljónum króna í fyrra, en ársreikningur fyrir síðasta ár var samþykktur á aðalfundi sjóðsins í dag. Arðsemi eigin fjár var 32%. Heildareignir í árslok voru 3.150 milljónir. 22.6.2012 14:43