Misnotuðu glufu í EVE online - högnuðust um 21 milljón isk í leiknum VG skrifar 22. júní 2012 15:12 Pétur Jóhannes segir spilara í EVE online ótrúlega hugvitssama oft á tíðum. „Við urðum varir við þetta fyrir um tveimur dögum síðan," segir Pétur Jóhannes Óskarsson, rannsakandi innan CCP tölvuleikjafyrirtækisins, en svo virðist sem fimm spilarar í leiknum EVE online hafi hagnýtt sér glufu innan leiksins með þeim afleiðingum að þeir högnuðust um 5 þúsund milljarða ISK (5 billjón ISK), sem er gjaldmiðill innan leiksins og skal ekki rugla saman við alþjóðlega skammstöfun á íslensku krónunni. Glufuna má rekja til breytinga í leiknum sem varð í maí síðastliðnum. Þá gátu spilarar fengið svokölluð „loyalty" stig, eða hollustustig með því að skaða farm annarra geimfara. Stigin voru svo reiknuð út frá markaðsvirði hlutanna sem þeir skemmdu. Gallinn var hinsvegar sá að þeir fengu einnig greitt fyrir farminn sem skemmdist ekki í árásinni. Það var þá sem næsta skref hófst. Þannig nýttu þeir fyrrnefnd stig til þess að kaupa hluti innan leiksins sem voru lítið sem ekkert notaðir af öðrum spilurum og voru því næst sem verðlausir. Aftur á móti hækkuðu spilarar leiksins virði þessara hluta gríðarlega með hefðbundnu braski, það er að segja með því að kaupa og selja þá af hvorum öðrum. Síðan fylltu þeir skipin sín af hlutunum og í kjölfarið eyðilögðu þeir farminn hjá hvorum öðrum og fengu þannig gríðarlega mikið af loyalty gjaldmiðlinum sem þeir skiptu svo yfir í ISK gjaldmiðilinn með frekara braski. „Í raun skrúfuðu þeir upp verðgildi nær verðlausra hluta og eyðilögðu," segir Pétur. Ef virði þess sem spilararnir græddu á glufunni er umreiknað í íslenskar krónur þá högnuðust félagarnir um rúmlega 21 milljón. Spurður hvort hagnýting spilaranna sé ekki dálítið lík framferði ýmissa útrásarvíkinga í hruninu á Íslandi, það er að segja að stórauka virði verðlausra hluta og umbreyta svo í verðmæti, svarar Pétur: „Jú, þetta er einmitt hliðstætt að því er virðist." Pétur segir að það sé ekki hægt að umbreyta gjaldmiðlinum innan EVE online í raunveruleg verðmæti. Þannig er ekki hægt að selja hann á Ebay eða öðrum uppboðsvefum. Pétur segir rannsókn innan CCP lokið en í ljós kom að minnsta kosti fimm félagar stóðu fyrir hagnýtingu glufunnar. Hann segir að þeir hafi eingöngu getað nýtt sér hana í þrjár daga í mesta lagi. Spurður hvort spilararnir þurfi að takast á við einhverjar afleiðingar vegna málsins svarar Pétur: „Tæknilega séð voru þeir ekki að gera neitt sem var bannað. Þannig það er óljóst hvað verður gert." Pétur segir spilarana hafa einfaldlega nýtt sér glufu innan leiksins, „og er í raun týpískt fyrir EVE spilara. Það eru oft ótrúlega greindir náungar að spila leikinn. Það er frekar að það sé borin virðing fyrir hugvitsseminni hér innan húss," segir Pétur að lokum. Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
„Við urðum varir við þetta fyrir um tveimur dögum síðan," segir Pétur Jóhannes Óskarsson, rannsakandi innan CCP tölvuleikjafyrirtækisins, en svo virðist sem fimm spilarar í leiknum EVE online hafi hagnýtt sér glufu innan leiksins með þeim afleiðingum að þeir högnuðust um 5 þúsund milljarða ISK (5 billjón ISK), sem er gjaldmiðill innan leiksins og skal ekki rugla saman við alþjóðlega skammstöfun á íslensku krónunni. Glufuna má rekja til breytinga í leiknum sem varð í maí síðastliðnum. Þá gátu spilarar fengið svokölluð „loyalty" stig, eða hollustustig með því að skaða farm annarra geimfara. Stigin voru svo reiknuð út frá markaðsvirði hlutanna sem þeir skemmdu. Gallinn var hinsvegar sá að þeir fengu einnig greitt fyrir farminn sem skemmdist ekki í árásinni. Það var þá sem næsta skref hófst. Þannig nýttu þeir fyrrnefnd stig til þess að kaupa hluti innan leiksins sem voru lítið sem ekkert notaðir af öðrum spilurum og voru því næst sem verðlausir. Aftur á móti hækkuðu spilarar leiksins virði þessara hluta gríðarlega með hefðbundnu braski, það er að segja með því að kaupa og selja þá af hvorum öðrum. Síðan fylltu þeir skipin sín af hlutunum og í kjölfarið eyðilögðu þeir farminn hjá hvorum öðrum og fengu þannig gríðarlega mikið af loyalty gjaldmiðlinum sem þeir skiptu svo yfir í ISK gjaldmiðilinn með frekara braski. „Í raun skrúfuðu þeir upp verðgildi nær verðlausra hluta og eyðilögðu," segir Pétur. Ef virði þess sem spilararnir græddu á glufunni er umreiknað í íslenskar krónur þá högnuðust félagarnir um rúmlega 21 milljón. Spurður hvort hagnýting spilaranna sé ekki dálítið lík framferði ýmissa útrásarvíkinga í hruninu á Íslandi, það er að segja að stórauka virði verðlausra hluta og umbreyta svo í verðmæti, svarar Pétur: „Jú, þetta er einmitt hliðstætt að því er virðist." Pétur segir að það sé ekki hægt að umbreyta gjaldmiðlinum innan EVE online í raunveruleg verðmæti. Þannig er ekki hægt að selja hann á Ebay eða öðrum uppboðsvefum. Pétur segir rannsókn innan CCP lokið en í ljós kom að minnsta kosti fimm félagar stóðu fyrir hagnýtingu glufunnar. Hann segir að þeir hafi eingöngu getað nýtt sér hana í þrjár daga í mesta lagi. Spurður hvort spilararnir þurfi að takast á við einhverjar afleiðingar vegna málsins svarar Pétur: „Tæknilega séð voru þeir ekki að gera neitt sem var bannað. Þannig það er óljóst hvað verður gert." Pétur segir spilarana hafa einfaldlega nýtt sér glufu innan leiksins, „og er í raun týpískt fyrir EVE spilara. Það eru oft ótrúlega greindir náungar að spila leikinn. Það er frekar að það sé borin virðing fyrir hugvitsseminni hér innan húss," segir Pétur að lokum.
Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira