Misnotuðu glufu í EVE online - högnuðust um 21 milljón isk í leiknum VG skrifar 22. júní 2012 15:12 Pétur Jóhannes segir spilara í EVE online ótrúlega hugvitssama oft á tíðum. „Við urðum varir við þetta fyrir um tveimur dögum síðan," segir Pétur Jóhannes Óskarsson, rannsakandi innan CCP tölvuleikjafyrirtækisins, en svo virðist sem fimm spilarar í leiknum EVE online hafi hagnýtt sér glufu innan leiksins með þeim afleiðingum að þeir högnuðust um 5 þúsund milljarða ISK (5 billjón ISK), sem er gjaldmiðill innan leiksins og skal ekki rugla saman við alþjóðlega skammstöfun á íslensku krónunni. Glufuna má rekja til breytinga í leiknum sem varð í maí síðastliðnum. Þá gátu spilarar fengið svokölluð „loyalty" stig, eða hollustustig með því að skaða farm annarra geimfara. Stigin voru svo reiknuð út frá markaðsvirði hlutanna sem þeir skemmdu. Gallinn var hinsvegar sá að þeir fengu einnig greitt fyrir farminn sem skemmdist ekki í árásinni. Það var þá sem næsta skref hófst. Þannig nýttu þeir fyrrnefnd stig til þess að kaupa hluti innan leiksins sem voru lítið sem ekkert notaðir af öðrum spilurum og voru því næst sem verðlausir. Aftur á móti hækkuðu spilarar leiksins virði þessara hluta gríðarlega með hefðbundnu braski, það er að segja með því að kaupa og selja þá af hvorum öðrum. Síðan fylltu þeir skipin sín af hlutunum og í kjölfarið eyðilögðu þeir farminn hjá hvorum öðrum og fengu þannig gríðarlega mikið af loyalty gjaldmiðlinum sem þeir skiptu svo yfir í ISK gjaldmiðilinn með frekara braski. „Í raun skrúfuðu þeir upp verðgildi nær verðlausra hluta og eyðilögðu," segir Pétur. Ef virði þess sem spilararnir græddu á glufunni er umreiknað í íslenskar krónur þá högnuðust félagarnir um rúmlega 21 milljón. Spurður hvort hagnýting spilaranna sé ekki dálítið lík framferði ýmissa útrásarvíkinga í hruninu á Íslandi, það er að segja að stórauka virði verðlausra hluta og umbreyta svo í verðmæti, svarar Pétur: „Jú, þetta er einmitt hliðstætt að því er virðist." Pétur segir að það sé ekki hægt að umbreyta gjaldmiðlinum innan EVE online í raunveruleg verðmæti. Þannig er ekki hægt að selja hann á Ebay eða öðrum uppboðsvefum. Pétur segir rannsókn innan CCP lokið en í ljós kom að minnsta kosti fimm félagar stóðu fyrir hagnýtingu glufunnar. Hann segir að þeir hafi eingöngu getað nýtt sér hana í þrjár daga í mesta lagi. Spurður hvort spilararnir þurfi að takast á við einhverjar afleiðingar vegna málsins svarar Pétur: „Tæknilega séð voru þeir ekki að gera neitt sem var bannað. Þannig það er óljóst hvað verður gert." Pétur segir spilarana hafa einfaldlega nýtt sér glufu innan leiksins, „og er í raun týpískt fyrir EVE spilara. Það eru oft ótrúlega greindir náungar að spila leikinn. Það er frekar að það sé borin virðing fyrir hugvitsseminni hér innan húss," segir Pétur að lokum. Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
„Við urðum varir við þetta fyrir um tveimur dögum síðan," segir Pétur Jóhannes Óskarsson, rannsakandi innan CCP tölvuleikjafyrirtækisins, en svo virðist sem fimm spilarar í leiknum EVE online hafi hagnýtt sér glufu innan leiksins með þeim afleiðingum að þeir högnuðust um 5 þúsund milljarða ISK (5 billjón ISK), sem er gjaldmiðill innan leiksins og skal ekki rugla saman við alþjóðlega skammstöfun á íslensku krónunni. Glufuna má rekja til breytinga í leiknum sem varð í maí síðastliðnum. Þá gátu spilarar fengið svokölluð „loyalty" stig, eða hollustustig með því að skaða farm annarra geimfara. Stigin voru svo reiknuð út frá markaðsvirði hlutanna sem þeir skemmdu. Gallinn var hinsvegar sá að þeir fengu einnig greitt fyrir farminn sem skemmdist ekki í árásinni. Það var þá sem næsta skref hófst. Þannig nýttu þeir fyrrnefnd stig til þess að kaupa hluti innan leiksins sem voru lítið sem ekkert notaðir af öðrum spilurum og voru því næst sem verðlausir. Aftur á móti hækkuðu spilarar leiksins virði þessara hluta gríðarlega með hefðbundnu braski, það er að segja með því að kaupa og selja þá af hvorum öðrum. Síðan fylltu þeir skipin sín af hlutunum og í kjölfarið eyðilögðu þeir farminn hjá hvorum öðrum og fengu þannig gríðarlega mikið af loyalty gjaldmiðlinum sem þeir skiptu svo yfir í ISK gjaldmiðilinn með frekara braski. „Í raun skrúfuðu þeir upp verðgildi nær verðlausra hluta og eyðilögðu," segir Pétur. Ef virði þess sem spilararnir græddu á glufunni er umreiknað í íslenskar krónur þá högnuðust félagarnir um rúmlega 21 milljón. Spurður hvort hagnýting spilaranna sé ekki dálítið lík framferði ýmissa útrásarvíkinga í hruninu á Íslandi, það er að segja að stórauka virði verðlausra hluta og umbreyta svo í verðmæti, svarar Pétur: „Jú, þetta er einmitt hliðstætt að því er virðist." Pétur segir að það sé ekki hægt að umbreyta gjaldmiðlinum innan EVE online í raunveruleg verðmæti. Þannig er ekki hægt að selja hann á Ebay eða öðrum uppboðsvefum. Pétur segir rannsókn innan CCP lokið en í ljós kom að minnsta kosti fimm félagar stóðu fyrir hagnýtingu glufunnar. Hann segir að þeir hafi eingöngu getað nýtt sér hana í þrjár daga í mesta lagi. Spurður hvort spilararnir þurfi að takast á við einhverjar afleiðingar vegna málsins svarar Pétur: „Tæknilega séð voru þeir ekki að gera neitt sem var bannað. Þannig það er óljóst hvað verður gert." Pétur segir spilarana hafa einfaldlega nýtt sér glufu innan leiksins, „og er í raun týpískt fyrir EVE spilara. Það eru oft ótrúlega greindir náungar að spila leikinn. Það er frekar að það sé borin virðing fyrir hugvitsseminni hér innan húss," segir Pétur að lokum.
Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira