Bakkavararbræður vilja eignast Bakkavör Magnús Halldórsson skrifar 22. júní 2012 19:38 Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa gert lífeyrissjóðum og bönkum tilboð í hlutabréf í Bakkavör með það fyrir augum að eignast félagið að fullu. Þeir hafa þegar keypt hluti í félaginu fyrir fjóra milljarða, meðal annars af Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Aðrir hluthafar reyna nú að halda yfirráðum í félaginu. Undanfarna daga hafa Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir átt fundi með forsvarsmönnum stærstu lífeyrissjóða landsins og boðist til að kaupa hluti þeirra í félaginu. Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa ekki viljað taka kauptilboðunum og vonast nú til þess að halda yfirráðum yfir félaginu. Ágúst og Lýður eiga um 26 prósent hlut í Bakkavör og borguðu um fjóra milljarða fyrir hlutinn. Inn í þessum kaupum var meðal annars hlutur sem áður var í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en Ágúst og Lýður keyptu þann hlut af sjóðnum fyrir ríflega milljarð. Forsvarsmenn lífeyrissjóðsins hafa neitað að upplýsa um viðskiptin í nákvæmisatriðum, en verðbréfafyrirtæki hafði milligöngu um viðskiptin. Á móti þeim eru síðan aðrir eigendur, þar stærstir Arion banki, með 34 prósent, Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þessir meirihlutaeigendur í félaginu, með Arion banka í broddi fylkingar, unnið að því að stilla saman strengi sína undanfarna daga. Þessir eigendur vilja halda völdum og koma í veg fyrir að Bakkavararbræður eignist meirihluta í félaginu. Harpa Jónsdóttir, stjórnarformaður Gildi lífeyrissjóðs, staðfesti við fréttastofu að Ágúst og Lýður hefðu nálgast sjóðinn og lýst yfir áhuga á því að eignast allan hlut sjóðsins. Svör sjóðsins voru hins vegar skýr: „Við teljum að þeir eigi ekkert að hafa kost á því að hafa ráðandi hluti í félaginu. Það er alveg skýr afstaða hjá okkur," segir Harpa. Eitt af því sem stjórnarmenn lífeyrissjóðanna hafa spurt sig að er einfaldlega hvaðan koma peningarnir, því mörg félög sem Bakkavararbræðurnir tengdust fóru mjög illa út úr hruninu. Heildarvirði Bakkavarar samkvæmt því sem Ágúst og Lýður hafa viljað greiða fyrir hlut í félaginu, og boðið lífeyrissjóðunum, er um 16 milljarðar króna. Ágúst er núverandi forstjóri félagsins og Lýður er stjórnarformaður. Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira
Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa gert lífeyrissjóðum og bönkum tilboð í hlutabréf í Bakkavör með það fyrir augum að eignast félagið að fullu. Þeir hafa þegar keypt hluti í félaginu fyrir fjóra milljarða, meðal annars af Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Aðrir hluthafar reyna nú að halda yfirráðum í félaginu. Undanfarna daga hafa Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir átt fundi með forsvarsmönnum stærstu lífeyrissjóða landsins og boðist til að kaupa hluti þeirra í félaginu. Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa ekki viljað taka kauptilboðunum og vonast nú til þess að halda yfirráðum yfir félaginu. Ágúst og Lýður eiga um 26 prósent hlut í Bakkavör og borguðu um fjóra milljarða fyrir hlutinn. Inn í þessum kaupum var meðal annars hlutur sem áður var í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en Ágúst og Lýður keyptu þann hlut af sjóðnum fyrir ríflega milljarð. Forsvarsmenn lífeyrissjóðsins hafa neitað að upplýsa um viðskiptin í nákvæmisatriðum, en verðbréfafyrirtæki hafði milligöngu um viðskiptin. Á móti þeim eru síðan aðrir eigendur, þar stærstir Arion banki, með 34 prósent, Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þessir meirihlutaeigendur í félaginu, með Arion banka í broddi fylkingar, unnið að því að stilla saman strengi sína undanfarna daga. Þessir eigendur vilja halda völdum og koma í veg fyrir að Bakkavararbræður eignist meirihluta í félaginu. Harpa Jónsdóttir, stjórnarformaður Gildi lífeyrissjóðs, staðfesti við fréttastofu að Ágúst og Lýður hefðu nálgast sjóðinn og lýst yfir áhuga á því að eignast allan hlut sjóðsins. Svör sjóðsins voru hins vegar skýr: „Við teljum að þeir eigi ekkert að hafa kost á því að hafa ráðandi hluti í félaginu. Það er alveg skýr afstaða hjá okkur," segir Harpa. Eitt af því sem stjórnarmenn lífeyrissjóðanna hafa spurt sig að er einfaldlega hvaðan koma peningarnir, því mörg félög sem Bakkavararbræðurnir tengdust fóru mjög illa út úr hruninu. Heildarvirði Bakkavarar samkvæmt því sem Ágúst og Lýður hafa viljað greiða fyrir hlut í félaginu, og boðið lífeyrissjóðunum, er um 16 milljarðar króna. Ágúst er núverandi forstjóri félagsins og Lýður er stjórnarformaður.
Mest lesið Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Viðskipti innlent Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Hringrásin: „Ég er með blæti fyrir gömlu timbri“ Atvinnulíf Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga lækkar um 0,4 stig Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sjá meira