Bakkavararbræður vilja eignast Bakkavör Magnús Halldórsson skrifar 22. júní 2012 19:38 Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa gert lífeyrissjóðum og bönkum tilboð í hlutabréf í Bakkavör með það fyrir augum að eignast félagið að fullu. Þeir hafa þegar keypt hluti í félaginu fyrir fjóra milljarða, meðal annars af Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Aðrir hluthafar reyna nú að halda yfirráðum í félaginu. Undanfarna daga hafa Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir átt fundi með forsvarsmönnum stærstu lífeyrissjóða landsins og boðist til að kaupa hluti þeirra í félaginu. Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa ekki viljað taka kauptilboðunum og vonast nú til þess að halda yfirráðum yfir félaginu. Ágúst og Lýður eiga um 26 prósent hlut í Bakkavör og borguðu um fjóra milljarða fyrir hlutinn. Inn í þessum kaupum var meðal annars hlutur sem áður var í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en Ágúst og Lýður keyptu þann hlut af sjóðnum fyrir ríflega milljarð. Forsvarsmenn lífeyrissjóðsins hafa neitað að upplýsa um viðskiptin í nákvæmisatriðum, en verðbréfafyrirtæki hafði milligöngu um viðskiptin. Á móti þeim eru síðan aðrir eigendur, þar stærstir Arion banki, með 34 prósent, Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þessir meirihlutaeigendur í félaginu, með Arion banka í broddi fylkingar, unnið að því að stilla saman strengi sína undanfarna daga. Þessir eigendur vilja halda völdum og koma í veg fyrir að Bakkavararbræður eignist meirihluta í félaginu. Harpa Jónsdóttir, stjórnarformaður Gildi lífeyrissjóðs, staðfesti við fréttastofu að Ágúst og Lýður hefðu nálgast sjóðinn og lýst yfir áhuga á því að eignast allan hlut sjóðsins. Svör sjóðsins voru hins vegar skýr: „Við teljum að þeir eigi ekkert að hafa kost á því að hafa ráðandi hluti í félaginu. Það er alveg skýr afstaða hjá okkur," segir Harpa. Eitt af því sem stjórnarmenn lífeyrissjóðanna hafa spurt sig að er einfaldlega hvaðan koma peningarnir, því mörg félög sem Bakkavararbræðurnir tengdust fóru mjög illa út úr hruninu. Heildarvirði Bakkavarar samkvæmt því sem Ágúst og Lýður hafa viljað greiða fyrir hlut í félaginu, og boðið lífeyrissjóðunum, er um 16 milljarðar króna. Ágúst er núverandi forstjóri félagsins og Lýður er stjórnarformaður. Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira
Ágúst og Lýður Guðmundssynir hafa gert lífeyrissjóðum og bönkum tilboð í hlutabréf í Bakkavör með það fyrir augum að eignast félagið að fullu. Þeir hafa þegar keypt hluti í félaginu fyrir fjóra milljarða, meðal annars af Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Aðrir hluthafar reyna nú að halda yfirráðum í félaginu. Undanfarna daga hafa Bakkavararbræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir átt fundi með forsvarsmönnum stærstu lífeyrissjóða landsins og boðist til að kaupa hluti þeirra í félaginu. Stjórnir lífeyrissjóðanna hafa ekki viljað taka kauptilboðunum og vonast nú til þess að halda yfirráðum yfir félaginu. Ágúst og Lýður eiga um 26 prósent hlut í Bakkavör og borguðu um fjóra milljarða fyrir hlutinn. Inn í þessum kaupum var meðal annars hlutur sem áður var í eigu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins en Ágúst og Lýður keyptu þann hlut af sjóðnum fyrir ríflega milljarð. Forsvarsmenn lífeyrissjóðsins hafa neitað að upplýsa um viðskiptin í nákvæmisatriðum, en verðbréfafyrirtæki hafði milligöngu um viðskiptin. Á móti þeim eru síðan aðrir eigendur, þar stærstir Arion banki, með 34 prósent, Gildi lífeyrissjóður og Lífeyrissjóður verzlunarmanna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa þessir meirihlutaeigendur í félaginu, með Arion banka í broddi fylkingar, unnið að því að stilla saman strengi sína undanfarna daga. Þessir eigendur vilja halda völdum og koma í veg fyrir að Bakkavararbræður eignist meirihluta í félaginu. Harpa Jónsdóttir, stjórnarformaður Gildi lífeyrissjóðs, staðfesti við fréttastofu að Ágúst og Lýður hefðu nálgast sjóðinn og lýst yfir áhuga á því að eignast allan hlut sjóðsins. Svör sjóðsins voru hins vegar skýr: „Við teljum að þeir eigi ekkert að hafa kost á því að hafa ráðandi hluti í félaginu. Það er alveg skýr afstaða hjá okkur," segir Harpa. Eitt af því sem stjórnarmenn lífeyrissjóðanna hafa spurt sig að er einfaldlega hvaðan koma peningarnir, því mörg félög sem Bakkavararbræðurnir tengdust fóru mjög illa út úr hruninu. Heildarvirði Bakkavarar samkvæmt því sem Ágúst og Lýður hafa viljað greiða fyrir hlut í félaginu, og boðið lífeyrissjóðunum, er um 16 milljarðar króna. Ágúst er núverandi forstjóri félagsins og Lýður er stjórnarformaður.
Mest lesið Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Innleiðing stefnu: Það er starfsfólkið sem skorar mörkin en ekki stjórnendur Atvinnulíf Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ Atvinnulíf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Sjá meira