Fleiri fréttir Húsaleiguverð lækkar í borginni Húsaleiguverð lækkaði á höfuðborgarsvæðinu í maí miðað við fyrri mánuð. Á vefsíðu Þjóðskrár Íslands segir að vísitala leiguverðs hafi lækkað um 1,7% á svæðinu milli þessara mánaða. 22.6.2012 07:13 Heimsmarkaðsverð á olíu áfram í frjálsu falli Heimsmarkaðsverð á olíu er áfram í frjálsu falli. Tunnan af Brent olíunni er komin undir 90 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í tæplega 79 dollara. 22.6.2012 06:30 Reginn inn í úrvalsvísitöluna Fasteignafélagið Reginn, sem skráð verður í Kauphöll Íslands þann 2. júlí næstkomandi, mun taka sæti Atlantic Petroleum í OMXI6-úrvalsvísitölunni þegar viðskipti hefjast með bréf félagsins. 22.6.2012 06:30 Moody's lækkar lánshæfismat 15 banka Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat 15 alþjóðlegra banka. Var þetta gert eftir lokun viðskiptamarkaða í Bandaríkjunum í dag. 21.6.2012 22:11 Tæplega 1.000 hluthafar - Lífeyrissjóður verzlunarmanna keypti mest Hluthafar Regins hf., að loknu útboði félagsins, 957 talsins, og þar af eru smærri hluthafar, sem ekki eru á meðal 20 stærstu hluthafa, ríflega 33 prósent. Stærsti hluthafinn, að Eignhaldsfélagi Landsbankans ehf. frátöldu, er Lífeyrissjóður verzlunarmanna, með 8,26 prósent hlut. 21.6.2012 16:53 Álverð lækkað um 30 prósent á einu ári Álverð samkvæmt opinberum upplýsingum London Metal Exchange (LME) hefur lækkað um ríflega 30 prósent frá því í júlí í fyrra. Staðgreiðsluverð á markaði fór þá í 2.600 dali á tonnið en verðið er nú 1.879 dalir, samkvæmt upplýsingum um síðasta markaðsverð á vefsíðu LME. (sjá hér). 21.6.2012 15:36 Arnar efast um tölur OECD Arnar Sigurmundsson, forstjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða, segir alrangt að raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða hafi verið neikvæð um 8% á ári að meðaltali frá árinu 2007. Raunávöxtunin að meðaltali er raunar neikvæð ef síðustu fjögur ár eru skoðuð í einu og þar vegur bankahrunið mest. Hins vegar er 8% ekki rétt tala. 21.6.2012 14:28 Tippa og skafa í símunum með Betware-hugbúnaði Danir geta nú tippað á íþróttaviðburði með símanum sínum hvar og hvenær sem er eða freistað gæfunnar með skafmiða í nýrri snjallsímalausn frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Þá hefur CIRSA Gaming Corporation á Spáni tekið í notkun leikja- og hugbúnaðarlausn frá Betware fyrir Internet og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni, að því er segir í fréttatilkynningu frá Betware. 21.6.2012 14:28 Virði Smáralindarinnar 4,5 milljarðar króna Virði Smáralindarinnar er um 4,5 milljarðar króna samkvæmt verðmiðanum sem settur var á fasteignafélagið Reginn þegar Landsbankinn seldi 75 prósent hlut í félaginu í byrjun vikunnar. Bankastjóri Landsbankans segist sáttur við hvernig útboðið gekk. 21.6.2012 12:21 Smásala eykst um 1,4 prósent í Bretlandi Smásalan í Bretlandi tók kipp upp á við í maí frá fyrra ári um 1,4 prósent. Þetta voru töluvert jákvæðara fregnir en búist hafði verið við, að því er greint er frá í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. 21.6.2012 11:33 Air France segir upp 5.000 starfsmönnum Franska flugfélagið Air France hyggst segja upp fimm þúsund starfsmönnum á næstunni en aðgerðirnar verða að fullu komnar til framkvæmda fyrir lok árs 2013, að því er segir á vefsíðu Wall Street Journal. Þetta jafngildir um 10 prósent af heildarstarfsmannafjölda flugfélagsins. Rekstur flugfélaga hefur ekki gengið vel undanfarin misser, og hefur gengi hlutabréfa í flugfélögum lækkað á mörkuðum víðast hvar undanfarið ár. 21.6.2012 10:31 Kaupmáttur launa heldur áfram að aukast Kaupmáttur launa heldur áfram að aukast á Íslandi. Vísitala kaupmáttar launa í maí er 111,5 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 5,3%. 21.6.2012 09:25 Heimsmarkaðsverð á olíu hríðlækkar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðlækkað síðan í gærkvöldi eða um 3%. Verðið á bandarísku léttolíunni hefur ekki verið læga síðan í október í fyrra. 21.6.2012 08:06 Raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða sú versta innan OECD Raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða frá hruninu og fram til ársins í fyrra er sú langversta meðal allra þjóða innan OECD. 21.6.2012 06:23 LS Retail semur við Advania Hugbúnaðarhúsið LS Retail hefur samið við Advania um uppsetningu, hýsingu og rekstur miðlægs búnaðar, ásamt tengdri notendaþjónustu og viðeigandi öryggisráðstöfunum. 21.6.2012 15:09 Spá því að verðbólgan lækki í 4,9% í júní Greining Arion banka spáir 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í júní. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan halda áfram að lækka og verða 4,9% í júní, samanborið við 5,4% í maí. 21.6.2012 10:57 Landsframleiðslan hérlendis er 10% yfir meðaltali ESB landa Landsframleiðsla á mann leiðrétt fyrir kaupmætti í hverju landi fyrir sig var 10% yfir meðaltali ESB landanna hér á landi á síðastliðnu ári samkvæmt tölum sem hagstofa Evrópusambandsins hefur birt. 21.6.2012 09:19 Telja að Spánn þurfi neyðaraðstoð á næstunni Þrátt fyrir að fjármálaráðherra Spánar hafi þvertekið fyrir það í gærkvöldi að Spánn þyrfti á neyðaraðstoð að halda frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu eru flestir sérfræðingar sammála um að slíkt muni gerast á næstunni. 21.6.2012 06:52 Gengi krónunnar var 245 fyrir evru í útboðum Seðlabankans Alls bárust 49 tilboð að fjárhæð 43,8 milljónir evra í útboði Seðlabankans um kaup á evrum í gærdag. Alls var tilboðum að fjárhæð 23,7 milljónum evra tekið eða sem svarar til rúmlega 3,7 milljarða króna. 21.6.2012 06:46 Sex bæjarstjórar með yfir 1,1 milljón á mánuði Bæjarstjóri Garðabæjar trónir á toppnum meðal launahæstu bæjarstjóra landsins með 1.572.711 krónur í laun á mánuði. Þar að auki hefur hann bíl til umráða í embættinu og þiggur greiðslu fyrir setu í einni nefnd upp á 200.000 krónur á ári. Mikið hefur verið rætt um kjör bæjarstjóra í fjölmiðlum síðustu viku. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um laun og önnur hlunnindi í stærstu sveitarfélögum landsins. 20.6.2012 13:34 Gengi Haga komið niður fyrir 18 Gengi bréfa í Högum í Kauphöll Íslands er nú fallið niður fyrir 18 en í lok síðasta mánaðar fór gengið hæst í 18,95. Í morgun hefur gengið fallið um 0,83 prósent, eins og sjá má markaðsupplýsingavef Vísis. 20.6.2012 11:34 Umframeftirspurn eftir hlutabréfum í Regin Umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í fasteignafélaginu Regin hf., dótturfélagi Eignarhaldsfélags Landsbankans ehf., í almennu hlutafjárútboði sem lauk klukkan fjögur í gær. Í útboðinu bauð Eignarhaldsfélag Landsbankans allt að 975 milljónir hluta í Regin til sölu, eða sem nemur 75% hlutafjár í félaginu. 20.6.2012 10:02 Byggingakostnaður hækkaði um 0,4% Vísitala byggingarkostnaðar í júní hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði og er nú um 115 stig. Verð á innfluttu efni hækkaði um 1,0%. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,0%, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. 20.6.2012 09:14 Hagstofan mælir minnsta atvinnuleysi í maí í fjögur ár Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í maí 2012 að jafnaði 186.500 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 170.600 starfandi og 15.900 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 83,1%, hlutfall starfandi 76% og atvinnuleysi var 8,5%. Atvinnuleysi hefur lækkað um 2,5 prósentustig frá því í maí 2011 en þá var atvinnuleysi 11%. Atvinnuleysi hefur ekki mælst lægra í maí mánuði frá því 2008 þegar það mældist 4,3% 20.6.2012 09:10 Íslandsbanki býður 5 prósent hlut í Icelandair til sölu Íslandsbanki hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu 5% eignarhlut í Icelandair Group hf. Núverandi eignarhlutur Íslandsbanka nemur 19,99%. Endanleg stærð þess eignarhlutar sem seldur verður, mun ráðast af verðtilboðum fjárfesta. 20.6.2012 08:46 Atlantsolía lækkar verð á bensíni og dísilolíu Atlantsolía lækkaði verð á bensínlítarnum um tvær krónur í morgun og dísilolíuna um 3 krónur í morgun. 20.6.2012 07:49 Uppgreiðsla lána sparar ríkinu 4,7 milljarða á ári Uppgreiðsla Seðlabankans á lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum mun spara ríkinu um 4,7 milljarða króna á ári í vaxtagreiðslur. 20.6.2012 06:57 Milljónamæringum fjölgar mest í Noregi Noregur er það land á Norðurlöndunum þar sem milljónamæringum, mælt í dollurum, fjölgaði mest á síðasta ári. 20.6.2012 06:42 Dráttarvextir hækka Dráttarvextir hafa verið hækkaðir um 0,25 prósentur og eru komnir í 12,75%. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu Seðlabankans um vexti. 20.6.2012 09:03 Leiðtogar G20 vilja lægri vexti á lán til suðurhluta Evrópu Ein af niðurstöðum fundar G20 ríkjanna í Mexíkó sem lauk í gærkvöldi var að ríkjum í suðurhluta Evrópu verði gert kleyft að útvega sér lánsfé á lægri vöxtum en þessum ríkjum bjóðast nú á fjármálamörkuðum. 20.6.2012 06:39 Vísitala íbúðaverðs hækkar áfram í borginni Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Hún var 336,4 stig í maí s.l. og hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði. 20.6.2012 06:36 Mjög ánægjuleg tíðindi fyrir samkeppnishæfni Íslands Stóriðjuframkvæmdir fyrir yfir eitthundrað milljarða króna eru í farvatninu í Þingeyjarsýslum, við tvö kísilver og tvær virkjanir. Landsvirkjunarmenn segja þetta ánægjuleg tíðindi sem staðfesti samkeppnishæfni Íslands. Tvö fyrirtæki, Thorsil og PCC, stefna nú bæði að því að hefja smíði kísilverksmiðju við Húsavík á næsta ári. 19.6.2012 22:00 Microsoft gerir atlögu að Apple - Surface kynnt til sögunnar Tæknirisinn Microsoft ryður sér nú til rúms á spjaldtölvumarkaðinum en Steve Ballmer, stjórnarformaður fyrirtækisins, opinberaði hina nýstárlegu Surface spjaldtölvu um helgina. 19.6.2012 19:45 Fatasala Rauða krossins fjórfaldaðist frá hruni Fatasala í verslunum Rauða krossins hefur margfaldast á síðustu árum. Frá hruni hefur salan nær fjórfaldast. 19.6.2012 16:09 Fréttaskýring: Nýmarkaðsríkin komast til enn meiri áhrifa Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir þetta ár gerir ráð fyrir að nýmarkaðsríkin (BRICS), með Indland og Kína í broddi fylkingar, muni standa undir meira en 60 prósent alls hagvaxtar í heiminum. Til BRICS-landanna teljast Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður Afríka. 19.6.2012 15:28 Risaviðskipti hjá lyfjasölurisum Bandaríski smásölurisinn Walgreen tilkynnti í morgun að félagið hygðist kaupa 45 prósent hlut í fyrirtækinu Alliance Boots, sem rekur meira en þrjú þúsund apótek og verslanir í ellefu löndum. Kaupverðið er 4,3 milljarðar punda, eða sem nemur um 860 milljörðum króna. Um er að ræða ein stærstu kaup í smásölugeiranum á alþjóðavísu undanfarið ár. 19.6.2012 14:27 Facebook að þróa nákvæmustu andlitsgreiningar-tækni heims? Facebook ætlar að kaupa sprotafyrirtækið face.com. Fyrirtækið sérhæfir sig í að greina og þekkja andlit á myndum. Þannig geta notendur facebook tagg-að vini sína á myndum með því einu að samþykkja tillögur sem forritið gerir. 19.6.2012 13:54 Verðbólgan 2,8 prósent í Bretlandi Verðbólga heldur áfram að falla í Bretlandi en hún mælist nú 2,8 prósent, samkvæmt tölum sem hagstofan breska birti í morgun. Verðbólgan fór hæst í 5,2 prósent í september í fyrra, sem skýrðist ekki síst af háu hrávöruverði á alþjóðamörkuðum. 19.6.2012 10:25 Íslandsbanki braut lög um persónuvernd Íslandsbanki braut persónuverndalög með útsendingu markpósts sem barst fermingarbarni og foreldrum hans í lok mars, enda eru þau öll bannmerkt í Þjóðskrá. Hjónin gerðu sérstaklega athugasemd við það að pósturinn hefði verið sendur á ólögráða einstakling sem mætti ekki gera fjárhagsskuldbindingar. 19.6.2012 12:00 Engar áhyggjur af samdrætti í fataverslun Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC, hefur ekki áhyggjur af samdrætti í fataverslun. Hún hefur fundið fyrir svipuðum samdrætti áður þegar fluggjöld til útlanda lækka og kaupþyrstir Íslendingar hrannast til útlanda í verslunarferðir. "Þetta setur bara pressu á okkur kaupmenn að standa okkur enn betur," segir Svava. 19.6.2012 10:59 Sterk rök fyrir aðskilnaði viðskipta- og fjárfestingabanka "Ýmislegt mælir með aðskilnaði viðskiptabanka frá annarri fjármálaþjónustu og erfitt er að benda á haldbær rök gegn slíkum aðskilnaði,“ segir Guðmundur Örn Jónsson, sérfræðingur Fjármálaeftirlitsins á sviði greininga, í grein um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi, sem birtist í Fjármálum, vefriti eftirlitsins í morgun. 19.6.2012 10:54 Ríkissjóður Dana getur fjármagnað sig án vaxtakostnaðar Í fyrsta sinn í sögu Danmerkur eru vextir á ríkisskuldabréfum þar í landi orðnir neikvæðir. Þetta þýðir að ríkissjóður Danmerkur getur fjármagnað sig án vaxtakostnaðar. 19.6.2012 10:23 Aflaverðmætið jókst um 9,7 milljarða milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 47,3 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 37,6 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um 9,7 milljarða kr. eða 25,8% á milli ára. 19.6.2012 09:19 Atvinnuleysi hjá ungu dönsku menntafólki slær met Atvinnuleysi meðal ungs menntafólks hefur aldrei verið meira í sögunni í Danmörku. Í umfjöllun Berlingske Tidende um málið kemur fram að nær 30% af því fólki sem lauk háskólanámi fyrir ári síðan hefur enn ekki fengið atvinnu við hæfi. 19.6.2012 08:03 Ferðamannastraumurinn styrkir gengi krónunnar Gengi krónunnar hefur verið að styrkjast aðeins að undanförnu og er það einkum vegna aukins gjaldeyrisinnstreymis vegna ferðamanna eins og ætíð gerist á þessum árstíma. 19.6.2012 06:49 Sjá næstu 50 fréttir
Húsaleiguverð lækkar í borginni Húsaleiguverð lækkaði á höfuðborgarsvæðinu í maí miðað við fyrri mánuð. Á vefsíðu Þjóðskrár Íslands segir að vísitala leiguverðs hafi lækkað um 1,7% á svæðinu milli þessara mánaða. 22.6.2012 07:13
Heimsmarkaðsverð á olíu áfram í frjálsu falli Heimsmarkaðsverð á olíu er áfram í frjálsu falli. Tunnan af Brent olíunni er komin undir 90 dollara og tunnan af bandarísku léttolíunni er komin niður í tæplega 79 dollara. 22.6.2012 06:30
Reginn inn í úrvalsvísitöluna Fasteignafélagið Reginn, sem skráð verður í Kauphöll Íslands þann 2. júlí næstkomandi, mun taka sæti Atlantic Petroleum í OMXI6-úrvalsvísitölunni þegar viðskipti hefjast með bréf félagsins. 22.6.2012 06:30
Moody's lækkar lánshæfismat 15 banka Matsfyrirtækið Moody's hefur lækkað lánshæfismat 15 alþjóðlegra banka. Var þetta gert eftir lokun viðskiptamarkaða í Bandaríkjunum í dag. 21.6.2012 22:11
Tæplega 1.000 hluthafar - Lífeyrissjóður verzlunarmanna keypti mest Hluthafar Regins hf., að loknu útboði félagsins, 957 talsins, og þar af eru smærri hluthafar, sem ekki eru á meðal 20 stærstu hluthafa, ríflega 33 prósent. Stærsti hluthafinn, að Eignhaldsfélagi Landsbankans ehf. frátöldu, er Lífeyrissjóður verzlunarmanna, með 8,26 prósent hlut. 21.6.2012 16:53
Álverð lækkað um 30 prósent á einu ári Álverð samkvæmt opinberum upplýsingum London Metal Exchange (LME) hefur lækkað um ríflega 30 prósent frá því í júlí í fyrra. Staðgreiðsluverð á markaði fór þá í 2.600 dali á tonnið en verðið er nú 1.879 dalir, samkvæmt upplýsingum um síðasta markaðsverð á vefsíðu LME. (sjá hér). 21.6.2012 15:36
Arnar efast um tölur OECD Arnar Sigurmundsson, forstjóri Landssamtaka Lífeyrissjóða, segir alrangt að raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða hafi verið neikvæð um 8% á ári að meðaltali frá árinu 2007. Raunávöxtunin að meðaltali er raunar neikvæð ef síðustu fjögur ár eru skoðuð í einu og þar vegur bankahrunið mest. Hins vegar er 8% ekki rétt tala. 21.6.2012 14:28
Tippa og skafa í símunum með Betware-hugbúnaði Danir geta nú tippað á íþróttaviðburði með símanum sínum hvar og hvenær sem er eða freistað gæfunnar með skafmiða í nýrri snjallsímalausn frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Betware. Þá hefur CIRSA Gaming Corporation á Spáni tekið í notkun leikja- og hugbúnaðarlausn frá Betware fyrir Internet og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni, að því er segir í fréttatilkynningu frá Betware. 21.6.2012 14:28
Virði Smáralindarinnar 4,5 milljarðar króna Virði Smáralindarinnar er um 4,5 milljarðar króna samkvæmt verðmiðanum sem settur var á fasteignafélagið Reginn þegar Landsbankinn seldi 75 prósent hlut í félaginu í byrjun vikunnar. Bankastjóri Landsbankans segist sáttur við hvernig útboðið gekk. 21.6.2012 12:21
Smásala eykst um 1,4 prósent í Bretlandi Smásalan í Bretlandi tók kipp upp á við í maí frá fyrra ári um 1,4 prósent. Þetta voru töluvert jákvæðara fregnir en búist hafði verið við, að því er greint er frá í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. 21.6.2012 11:33
Air France segir upp 5.000 starfsmönnum Franska flugfélagið Air France hyggst segja upp fimm þúsund starfsmönnum á næstunni en aðgerðirnar verða að fullu komnar til framkvæmda fyrir lok árs 2013, að því er segir á vefsíðu Wall Street Journal. Þetta jafngildir um 10 prósent af heildarstarfsmannafjölda flugfélagsins. Rekstur flugfélaga hefur ekki gengið vel undanfarin misser, og hefur gengi hlutabréfa í flugfélögum lækkað á mörkuðum víðast hvar undanfarið ár. 21.6.2012 10:31
Kaupmáttur launa heldur áfram að aukast Kaupmáttur launa heldur áfram að aukast á Íslandi. Vísitala kaupmáttar launa í maí er 111,5 stig og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 5,3%. 21.6.2012 09:25
Heimsmarkaðsverð á olíu hríðlækkar Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðlækkað síðan í gærkvöldi eða um 3%. Verðið á bandarísku léttolíunni hefur ekki verið læga síðan í október í fyrra. 21.6.2012 08:06
Raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða sú versta innan OECD Raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða frá hruninu og fram til ársins í fyrra er sú langversta meðal allra þjóða innan OECD. 21.6.2012 06:23
LS Retail semur við Advania Hugbúnaðarhúsið LS Retail hefur samið við Advania um uppsetningu, hýsingu og rekstur miðlægs búnaðar, ásamt tengdri notendaþjónustu og viðeigandi öryggisráðstöfunum. 21.6.2012 15:09
Spá því að verðbólgan lækki í 4,9% í júní Greining Arion banka spáir 0,1% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) í júní. Ef spáin gengur eftir mun ársverðbólgan halda áfram að lækka og verða 4,9% í júní, samanborið við 5,4% í maí. 21.6.2012 10:57
Landsframleiðslan hérlendis er 10% yfir meðaltali ESB landa Landsframleiðsla á mann leiðrétt fyrir kaupmætti í hverju landi fyrir sig var 10% yfir meðaltali ESB landanna hér á landi á síðastliðnu ári samkvæmt tölum sem hagstofa Evrópusambandsins hefur birt. 21.6.2012 09:19
Telja að Spánn þurfi neyðaraðstoð á næstunni Þrátt fyrir að fjármálaráðherra Spánar hafi þvertekið fyrir það í gærkvöldi að Spánn þyrfti á neyðaraðstoð að halda frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu eru flestir sérfræðingar sammála um að slíkt muni gerast á næstunni. 21.6.2012 06:52
Gengi krónunnar var 245 fyrir evru í útboðum Seðlabankans Alls bárust 49 tilboð að fjárhæð 43,8 milljónir evra í útboði Seðlabankans um kaup á evrum í gærdag. Alls var tilboðum að fjárhæð 23,7 milljónum evra tekið eða sem svarar til rúmlega 3,7 milljarða króna. 21.6.2012 06:46
Sex bæjarstjórar með yfir 1,1 milljón á mánuði Bæjarstjóri Garðabæjar trónir á toppnum meðal launahæstu bæjarstjóra landsins með 1.572.711 krónur í laun á mánuði. Þar að auki hefur hann bíl til umráða í embættinu og þiggur greiðslu fyrir setu í einni nefnd upp á 200.000 krónur á ári. Mikið hefur verið rætt um kjör bæjarstjóra í fjölmiðlum síðustu viku. Fréttastofa óskaði eftir upplýsingum um laun og önnur hlunnindi í stærstu sveitarfélögum landsins. 20.6.2012 13:34
Gengi Haga komið niður fyrir 18 Gengi bréfa í Högum í Kauphöll Íslands er nú fallið niður fyrir 18 en í lok síðasta mánaðar fór gengið hæst í 18,95. Í morgun hefur gengið fallið um 0,83 prósent, eins og sjá má markaðsupplýsingavef Vísis. 20.6.2012 11:34
Umframeftirspurn eftir hlutabréfum í Regin Umframeftirspurn var eftir hlutabréfum í fasteignafélaginu Regin hf., dótturfélagi Eignarhaldsfélags Landsbankans ehf., í almennu hlutafjárútboði sem lauk klukkan fjögur í gær. Í útboðinu bauð Eignarhaldsfélag Landsbankans allt að 975 milljónir hluta í Regin til sölu, eða sem nemur 75% hlutafjár í félaginu. 20.6.2012 10:02
Byggingakostnaður hækkaði um 0,4% Vísitala byggingarkostnaðar í júní hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði og er nú um 115 stig. Verð á innfluttu efni hækkaði um 1,0%. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 5,0%, eftir því sem fram kemur í tölum Hagstofunnar. 20.6.2012 09:14
Hagstofan mælir minnsta atvinnuleysi í maí í fjögur ár Samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru í maí 2012 að jafnaði 186.500 manns á vinnumarkaði. Af þeim voru 170.600 starfandi og 15.900 án vinnu og í atvinnuleit. Atvinnuþátttaka mældist 83,1%, hlutfall starfandi 76% og atvinnuleysi var 8,5%. Atvinnuleysi hefur lækkað um 2,5 prósentustig frá því í maí 2011 en þá var atvinnuleysi 11%. Atvinnuleysi hefur ekki mælst lægra í maí mánuði frá því 2008 þegar það mældist 4,3% 20.6.2012 09:10
Íslandsbanki býður 5 prósent hlut í Icelandair til sölu Íslandsbanki hf. hefur ákveðið að bjóða til sölu 5% eignarhlut í Icelandair Group hf. Núverandi eignarhlutur Íslandsbanka nemur 19,99%. Endanleg stærð þess eignarhlutar sem seldur verður, mun ráðast af verðtilboðum fjárfesta. 20.6.2012 08:46
Atlantsolía lækkar verð á bensíni og dísilolíu Atlantsolía lækkaði verð á bensínlítarnum um tvær krónur í morgun og dísilolíuna um 3 krónur í morgun. 20.6.2012 07:49
Uppgreiðsla lána sparar ríkinu 4,7 milljarða á ári Uppgreiðsla Seðlabankans á lánum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Norðurlöndunum mun spara ríkinu um 4,7 milljarða króna á ári í vaxtagreiðslur. 20.6.2012 06:57
Milljónamæringum fjölgar mest í Noregi Noregur er það land á Norðurlöndunum þar sem milljónamæringum, mælt í dollurum, fjölgaði mest á síðasta ári. 20.6.2012 06:42
Dráttarvextir hækka Dráttarvextir hafa verið hækkaðir um 0,25 prósentur og eru komnir í 12,75%. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu Seðlabankans um vexti. 20.6.2012 09:03
Leiðtogar G20 vilja lægri vexti á lán til suðurhluta Evrópu Ein af niðurstöðum fundar G20 ríkjanna í Mexíkó sem lauk í gærkvöldi var að ríkjum í suðurhluta Evrópu verði gert kleyft að útvega sér lánsfé á lægri vöxtum en þessum ríkjum bjóðast nú á fjármálamörkuðum. 20.6.2012 06:39
Vísitala íbúðaverðs hækkar áfram í borginni Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu heldur áfram að hækka. Hún var 336,4 stig í maí s.l. og hækkaði um 0,3% frá fyrri mánuði. 20.6.2012 06:36
Mjög ánægjuleg tíðindi fyrir samkeppnishæfni Íslands Stóriðjuframkvæmdir fyrir yfir eitthundrað milljarða króna eru í farvatninu í Þingeyjarsýslum, við tvö kísilver og tvær virkjanir. Landsvirkjunarmenn segja þetta ánægjuleg tíðindi sem staðfesti samkeppnishæfni Íslands. Tvö fyrirtæki, Thorsil og PCC, stefna nú bæði að því að hefja smíði kísilverksmiðju við Húsavík á næsta ári. 19.6.2012 22:00
Microsoft gerir atlögu að Apple - Surface kynnt til sögunnar Tæknirisinn Microsoft ryður sér nú til rúms á spjaldtölvumarkaðinum en Steve Ballmer, stjórnarformaður fyrirtækisins, opinberaði hina nýstárlegu Surface spjaldtölvu um helgina. 19.6.2012 19:45
Fatasala Rauða krossins fjórfaldaðist frá hruni Fatasala í verslunum Rauða krossins hefur margfaldast á síðustu árum. Frá hruni hefur salan nær fjórfaldast. 19.6.2012 16:09
Fréttaskýring: Nýmarkaðsríkin komast til enn meiri áhrifa Spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir þetta ár gerir ráð fyrir að nýmarkaðsríkin (BRICS), með Indland og Kína í broddi fylkingar, muni standa undir meira en 60 prósent alls hagvaxtar í heiminum. Til BRICS-landanna teljast Brasilía, Rússland, Indland, Kína og Suður Afríka. 19.6.2012 15:28
Risaviðskipti hjá lyfjasölurisum Bandaríski smásölurisinn Walgreen tilkynnti í morgun að félagið hygðist kaupa 45 prósent hlut í fyrirtækinu Alliance Boots, sem rekur meira en þrjú þúsund apótek og verslanir í ellefu löndum. Kaupverðið er 4,3 milljarðar punda, eða sem nemur um 860 milljörðum króna. Um er að ræða ein stærstu kaup í smásölugeiranum á alþjóðavísu undanfarið ár. 19.6.2012 14:27
Facebook að þróa nákvæmustu andlitsgreiningar-tækni heims? Facebook ætlar að kaupa sprotafyrirtækið face.com. Fyrirtækið sérhæfir sig í að greina og þekkja andlit á myndum. Þannig geta notendur facebook tagg-að vini sína á myndum með því einu að samþykkja tillögur sem forritið gerir. 19.6.2012 13:54
Verðbólgan 2,8 prósent í Bretlandi Verðbólga heldur áfram að falla í Bretlandi en hún mælist nú 2,8 prósent, samkvæmt tölum sem hagstofan breska birti í morgun. Verðbólgan fór hæst í 5,2 prósent í september í fyrra, sem skýrðist ekki síst af háu hrávöruverði á alþjóðamörkuðum. 19.6.2012 10:25
Íslandsbanki braut lög um persónuvernd Íslandsbanki braut persónuverndalög með útsendingu markpósts sem barst fermingarbarni og foreldrum hans í lok mars, enda eru þau öll bannmerkt í Þjóðskrá. Hjónin gerðu sérstaklega athugasemd við það að pósturinn hefði verið sendur á ólögráða einstakling sem mætti ekki gera fjárhagsskuldbindingar. 19.6.2012 12:00
Engar áhyggjur af samdrætti í fataverslun Svava Johansen, eigandi tískukeðjunnar NTC, hefur ekki áhyggjur af samdrætti í fataverslun. Hún hefur fundið fyrir svipuðum samdrætti áður þegar fluggjöld til útlanda lækka og kaupþyrstir Íslendingar hrannast til útlanda í verslunarferðir. "Þetta setur bara pressu á okkur kaupmenn að standa okkur enn betur," segir Svava. 19.6.2012 10:59
Sterk rök fyrir aðskilnaði viðskipta- og fjárfestingabanka "Ýmislegt mælir með aðskilnaði viðskiptabanka frá annarri fjármálaþjónustu og erfitt er að benda á haldbær rök gegn slíkum aðskilnaði,“ segir Guðmundur Örn Jónsson, sérfræðingur Fjármálaeftirlitsins á sviði greininga, í grein um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingabankastarfsemi, sem birtist í Fjármálum, vefriti eftirlitsins í morgun. 19.6.2012 10:54
Ríkissjóður Dana getur fjármagnað sig án vaxtakostnaðar Í fyrsta sinn í sögu Danmerkur eru vextir á ríkisskuldabréfum þar í landi orðnir neikvæðir. Þetta þýðir að ríkissjóður Danmerkur getur fjármagnað sig án vaxtakostnaðar. 19.6.2012 10:23
Aflaverðmætið jókst um 9,7 milljarða milli ára Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 47,3 milljörðum króna á fyrstu þremur mánuðum ársins samanborið við 37,6 milljarða kr. á sama tímabili í fyrra. Aflaverðmæti hefur því aukist um 9,7 milljarða kr. eða 25,8% á milli ára. 19.6.2012 09:19
Atvinnuleysi hjá ungu dönsku menntafólki slær met Atvinnuleysi meðal ungs menntafólks hefur aldrei verið meira í sögunni í Danmörku. Í umfjöllun Berlingske Tidende um málið kemur fram að nær 30% af því fólki sem lauk háskólanámi fyrir ári síðan hefur enn ekki fengið atvinnu við hæfi. 19.6.2012 08:03
Ferðamannastraumurinn styrkir gengi krónunnar Gengi krónunnar hefur verið að styrkjast aðeins að undanförnu og er það einkum vegna aukins gjaldeyrisinnstreymis vegna ferðamanna eins og ætíð gerist á þessum árstíma. 19.6.2012 06:49