Viðskipti innlent

AUÐUR I hagnaðist um 700 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristín Pétursdóttir er í stjórn sjóðsins.
Kristín Pétursdóttir er í stjórn sjóðsins.
Hagnaður AUÐAR I fagfjárfestasjóðs nam 695 milljónum króna í fyrra, en ársreikningur fyrir síðasta ár var samþykktur á aðalfundi sjóðsins í dag. Arðsemi eigin fjár var 32%. Heildareignir í árslok voru 3.150 milljónir.

„Afkoma ársins staðfestir að við höfum náð því markmiði okkar að byggja upp verðmætt eignasafn öflugra fyrirtækja", segir Arna Harðardóttir sjóðsstjóri AUÐAR I í tilkynningu. Hún segir að næstu misserin verði áhersla lögð á að bæta rekstur og auka verðmæti félaganna með náinni samvinnu við stjórnendur. „Þess er að vænta að sjóðurinn selji fjárfestingar sínar að miklu leyti á árunum 2014-2016 og þegar er kominn fram töluverður kaupáhugi á fyrirtækjum í eigu sjóðsins," segir hún.

Á aðalfundinum var stjórn félagsins kjörin, en hana skipa þau Kristín Pétursdóttir, Tanya Zharov og Hannes F. Hrólfsson. Varamaður er Baldur Már Helgason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×