Fleiri fréttir Milljarðamæringum í Kína stórfjölgar - nýr listi á morgun Milljarðamæringum í Kína hefur stórfjölgað síðan á síðasta ári samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram á að síðasta ári hafi 189 milljarðamæringar verið í landinu en nú eru þeir orðnir 271. 7.9.2011 14:49 Fáir útlendingar vilja fjárfesta hér á landi „Það er ömurlegt að fjárfesta á Íslandi. Hér eru gjaldeyrishöft og ríkisstjórninni virðist nákvæmlega sama um það þótt erlendir fjárfestar vilji ekki festa fé sitt hér,“ segir fjárfestirinn Balan Kamallakharan. 7.9.2011 14:00 Aftur útboð á ríkisbréfum - þátttaka dræm síðast Næstkomandi föstudag kl. 11:00 fer fram útboð á ríkisbréfum hjá Lánamálum ríkisins samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. 7.9.2011 13:03 Tólf milljarðar aflandskróna Fjárfest var fyrir tæpa 11,8 milljarða króna hér á landi í fyrra. Þetta kemur fram í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við spurningu Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, um innflutning á aflandskrónum. Spurningin var lögð fram snemma í júní og svaraði Árni Páll henni í gær. 7.9.2011 13:00 Önnur skuldabréfaútgáfa Landsvirkjunar nýtur betri kjara en hjá ríki Önnur skuldabréfaútgáfa Landsvirkjunar (LV) á stuttum tíma leit dagsins ljós í gær þegar fyrirtækið tilkynnti um sölu á skuldabréfum að fjárhæð 63,2 m. Bandaríkjadollara, jafnvirði u.þ.b. 7,3 ma.kr., samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. 7.9.2011 12:58 Músik Express aðstoðar tónlistarmenn í útrás Iceland Express og ÚTÓN, útflutningsmiðstöð íslenskrar tónlistar, hafa gert með sér samkomulag um stofnun Músík Express, sem er samstarf um stuðning við íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að íslensk menning, ekki hvað síst íslensk tónlist, hafi lagt mikið af mörkum við kynningu á Íslandi og þar af leiðandi til íslenskrar ferðamannaþjónustu. „Með stofnun Músík Express verður íslenskum tónlistarmönnum, á öllum sviðum tónlistar, gert auðveldara að koma sér á framfæri í útlöndum,“ segir ennfremur. 7.9.2011 12:56 Gjaldeyrishöft veittu skjól en skaða hagkerfið til lengri tíma 7.9.2011 12:00 Samkeppnishæfni Íslands batnar Ísland er nú í 30. sæti í samkeppnisvísitölu Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum. Í fyrra var landið í 31. sæti og færist það því upp um eitt sæti á listanum. Það er nokkur viðsnúningur frá síðasta ári þegar Ísland féll um sex sæti. Í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem er samstarfsaðili Alþjóðaefnahagsráðsins segir að samkeppnishæfnivísitalan byggi á opinberum upplýsingum og rannsókn sem gerð er meðal stjórnenda í atvinnulífi 130 þjóða. 7.9.2011 08:21 Passat bíll ársins 2012 Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, tilkynnti um val á bíl ársins 2012 í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands föstudaginn 2. sept 2011. Að þessu sinni var það Volkswagen Passat í metanútfærslu sem hlaut verðlaunin „Bíll ársins 2012". Volkswagen Passat fær því verðlaunagripinn Stálstýrið 2012. 6.9.2011 20:12 Líkir gjaldeyrishöftunum við Íraksstríðið Stjórnmálamenn, hagsmunasamtök og stjórnendur fyrirtækja eru á einu máli um að hægt sé að fara hraðar við afnám gjaldeyrishafta en nú er ráðgert. Einn kallar eftir nýrri áætlun um afnám haftanna, en annar líkir þeim við Íraksstríðið. 6.9.2011 19:04 Selja skuldabréf fyrir 7,3 milljarða Landsvirkjun undirritaði í dag samning um sölu á skuldabréfum til sjö ára að fjárhæð 63,2 milljónir Bandaríkjadollara eða að jafnvirði um 7,3 milljarðar króna. Skuldabréfin eru seld á 4,3% ávöxtunarkröfu. Vextir greiðast einu sinni á ári en höfuðstóllinn greiðist í einu lagi í lok lánstímans. Umsjónaraðili er Arctica Finance hf. 6.9.2011 18:04 Rekstur Grindavíkur fer batnandi Grindavíkurbær var rekinn með tæplega 84 milljón króna halla árið 2010 en þetta kemur fram í svari bæjarins við beiðni Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga. 6.9.2011 16:05 Milljónir lögðu niður vinnu á Ítalíu Milljónir ítalskra launþega hafa lagt niður vinnu í dag til þess að mótmæla niðurskurðaráformum ítalskra stjórnvalda. Flugferðum hefur verið aflýst, lestir og strætisvagnar hafa ekki hreyfst úr stað og opinberar stofnanir hafa verið lokaðir í allan dag. 6.9.2011 14:56 Aldrei fleiri ferðamenn á landinu Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru tæplega 102 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu í ágúst síðastliðnum, eða um 12 þúsund fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. 6.9.2011 14:30 Stundvísi Iceland Express batnar lítillega Sjötta hver flugvél af tíu á vegum Iceland Express er á tíma samkvæmt könnun sem finna má á vefsíðunni Túristi.is. 6.9.2011 13:36 Afkoma Arion banka jákvæð um 10 milljarða Afkoma Arion banka á fyrri helmingi ársins 2011 var jákvæð um 10,2 milljarða króna eftir skatta samanborið við 7,9 milljarða á fyrri helmingi ársins 2010. Er afkoman umfram áætlanir sem skýrist einkum af endurmati á útlánasafni bankans á fyrirtækjasviði. Arðsemi eigin fjár var 20,3% á ársgrundvelli. 6.9.2011 12:20 Gengissigið virðist hafa stöðvast Sig á gengi krónunnar sem staðið hefur yfir frá áramótum virðist nú hafa stöðvast, en krónan hefur styrkst lítið eitt síðustu sex vikurnar. Yfirmaður greiningardeildar býst við að gengið haldist nú stöðugt. 6.9.2011 12:07 Hanna Birna fagnar áhuga Nubo Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að þeir sem vilji fjölga tækifærum í atvinnulífinu, og um land allt, hljóti að fagna áhuga öflugra og ábyrgra fjárfesta - hvaðan sem þeir koma. 6.9.2011 10:50 Vöruskiptin hagstæð um tæpa þrettán milljarða í júlí Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 54,9 milljarða króna og inn fyrir 42,1 milljarð króna. Vöruskiptin í júlí voru því hagstæð um 12,8 milljarða króna. Í júlí 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 4,2 milljarða króna á sama gengi. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Fyrstu sjö mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 339,9 milljarða króna en inn fyrir 285,9 milljarða. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 54,0 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 67,9 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 13,9 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. 6.9.2011 09:57 503 milljarðar afskrifaðir Alls voru 503 milljarðar afskrifaðir á árunum 2009 til 2010, þar af tæplega 481 hjá fyrirtækjum og rúmlega 22 hjá einstaklingum. 5.9.2011 16:42 Niðursveifla á hlutabréfamörkuðum Hlutabréfamarkaðir halda áfram á niðurleið frá síðustu viku um leið og óttinn vegna skuldavanda Spánar og Ítalíu hefur fengið byr undir báða vængi. 5.9.2011 15:17 Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði tvöfaldast frá upphafi árs Verðbólguálag til lengri tíma á skuldabréfamarkaði er nú hærra en það hefur verið frá ársbyrjun 2009, og hefur álagið tvöfaldast frá upphafi árs samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. 5.9.2011 13:19 Hlutabréf í Evrópu taka dýfu - hefur áhrif á Íslandi Hlutabréfaverð í Evrópu tók enn aðra dýfuna og evran veiktist gagnvart dollaranum í morgun, en áhyggjur fjárfesta af því að evrópska skuldakrísan muni versna hafa verið að aukast samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. 5.9.2011 13:14 Íslandspóstur tapar 209 milljónum vegna fækkunar bréfa Afkoma Íslandspósts fyrstu sex mánuði ársins 2011 var neikvæð um 209 milljónir króna samkvæmt tilkynningu frá Íslandspósti. 5.9.2011 11:24 Framtakssjóður hagnaðist um tvo og hálfan milljarð Framtakssjóður Íslands skilaði 2.540 milljónum króna í hagnað á fyrstu 6 mánuðum ársins 2011. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að hagnaðurinn skýrist af hækkun markaðsverðs eignarhlutar sjóðsins í Icelandair Group. Eigið fé sjóðsins við lok tímabilsins nam 20,9 milljörðum króna. 5.9.2011 11:11 Slitastjórn Glitnis með í Iceland söluferli Slitastjórn Glitnis ætlar að taka þátt í söluferlinu á Iceland verslunarkeðjunni í Bretlandi en ferlið hefst formlega nú í september. Landsbankinn á stærsta hlutann í keðjunni 67 prósent, en slitastjórn Glitnis á tíu prósenta hlut. Reuters fréttastofan hefur eftir forsvarsmanni slitastjórnarinnar að hlutur Glitnis verði boðinn til sölu um leið og hlutur Landsbankans. Salan er í höndum UBS og Merril Lynch en Malcolm Walker stofnandi keðjunnar sem á stóran hlut í Iceland hefur margsinnis lýst því yfir að hann vilji kaupa allan hlut íslensku bankanna. Þá renna fjölmargar aðrar verslunarkeðjur hýru auga til Iceland. 5.9.2011 07:56 Alger óvissa um afdrif Icesave Óvissa ríkir enn um afdrif Icesave málsins þrátt fyrir að eignir þrotabús gamla Landsbankans dugi fyrir öllum forgangskröfum á bankann og gott betur samkvæmt nýjasta endurmati á eignasafni hans. Ekki er enn vitað hvort Hollendingar og Bretar höfði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu falli úrskurður EFTA dómstólsins þeim í hag. 4.9.2011 19:51 Vill að ríkisstjórnir beiti sér til að örva hagvöxt Bandaríkin og ríki í Evrópu þurfa að beita öllum ráðum sem þau hafa til að örva hagvöxt, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters fréttastofan segir að þörf sé á innspýtingu frá ríkissjóðum þessara ríkja til þess að fjárfestar fái aftur trú á alheimshagkerfinu. 4.9.2011 17:07 RBS ætlar að verjast með kjafti og klóm The Royal Bank of Scotland ætlar að verjast ásökunum bandarískra stjórnvalda um blekkingar með öllum tiltækum ráðum. Bankinn er, ásamt 16 öðrum bönkum, sakaður um að hafa ofmetið gæði fasteignalánasafna sinna. Auk RBS er um að ræða banka á borð við Barclays og HSBC. Bandarísk húsnæðismálayfirvöld segja að vegna blekkinga bankanna við mat á lánasöfnum sínum hafi bandarískir skattgreiðendur þurft að reiða fram milljarða króna til að bjarga bönkunum frá falli þegar fjármálakreppan skall á. 4.9.2011 10:29 Hvers virði er Iceland? Iceland verslunarkeðjan í Bretlandi verður sett formlega á sölu í mánuðinum. Það eru UBS og Bank of America Merril Lynch sem sjá um söluna. Breska blaðið Sunday Telegraph gerir málið að umfjöllunarefni í dag. Þar segir að Malcolm Walker, stofnandi verslunarkeðjunnar, hafi klárlega áhuga á að kaupa hlutinn. Stærri spurning sé hvort einhverjir aðrir muni geta boðið í hlut skilanefndar Landsbankans í verslunarkeðjunni. 4.9.2011 09:33 Býst við að Íbúðalánasjóður bjóði óverðtryggð lán á næsta ári Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs telur að sjóðurinn gæti byrjað að veita óverðtryggð íbúðalán á fyrri hluta næsta árs ef væntanleg lagaheimild verður að veruleika. Enn á þó eftir ná samkomulagi við lífeyrissjóði um fjármögnun óverðtryggðra útlána. 3.9.2011 18:30 Murdoch afþakkaði 700 milljónir vegna símhleranahneykslis James Murdoch, forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins News International, afþakkaði 6 milljóna dala launabónus frá fyrirtækinu vegna símhleranahneyksliss sem skók fyrirtækið í vor. Upphæðin sem James afþakkaði nemur um 690 milljónum króna. Rupert, pabbi James, fékk 12.5 milljóna dala bónus, eða röskar 1400 milljónir króna, þegar ársuppgjör News Corp var birt á dögunum. 3.9.2011 11:35 Segja viðbrögðin við Kínverjanum bera vott um kaldastríðshugsun Alþjóðlega umræðan sem fyrirhuguð viðskipti Nubos á Íslandi hefur vakið upp bendir til þess að Kínverjar eigi langt í land með að ná fótfestu á alheimsmörkuðum. Þetta er í það minnsta álit kínverska blaðsins China Daily sem kemur fram í grein á vef blaðsins undir yfirskriftinni Kaldastríðsháttur að baki samsæriskenningum um kínversk utanríkisviðskipti. Blaðið segir að þeir þröskuldar sem Kínverjar standi frammi fyrir verði hugsanlega ekki auðveldlega yfirstignir og minni fólk á að það eru skýr skil á milli austurs og vesturs. 3.9.2011 10:35 Perlan auglýst til sölu Perlan er auglýst til sölu í dagblöðum í dag, en fyrirhuguð sala eignarinnar er hluti af aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur til að koma fjárhag fyrirtækisins í lag. Áætlunin felur í sér sölu á eignum Orkuveitunnar sem ekki eru nauðsynlegar kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Orkuveitan hefur þegar selt nokkuð af eignum, en auk Perlunnar verða Hvammur og Hvammsvík, Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal og Hótel Hengill öll á söluskrá í september. Tilboðsfrestur í Perluna rennur út 18. október næstkomandi og eftir þann tíma verður tekin afstoða til framkominna kauptilboða. 3.9.2011 09:56 Bandarísk stjórnvöld stefna 17 stórbönkum Bandarísk stjórnvöld munu stefna 17 stórbönkum vegna taps á fjárfestingum tengdum fasteignum sem stjórnvöld telja að hafi kostað skattgreiðendur tugi milljarða bandaríkjadala. Bandaríski íbúðalánasjóðurinn segir að bankarnir sem um ræði séu meðal annars Godman Sachs, Barclays, Bank og America, Deutsche Bank og HSBC. Íbúðalánasjóðurinn segir að þau hafi metið gæði lánanna kolvitlaust þegar þau voru veitt í húsnæðisbólunni fyrir hrun. 3.9.2011 09:26 Forsetinn fagnar áhuga kínverska auðjöfursins Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar áhuga kínverska auðjöfursins Nubos á fjárfestingum á Íslandi. Sem kunnugt er vill Nubo kaupa jörð á Grímsá á Fjöllum og fjárfesta í ferðaþjónustu þar. Forseti Íslands segir þetta til marks um blómstrandi samskipti Íslands við Kína. Evrópa og Bandaríkin hafi hins vegar hundsað Ísland þegar fjármálakreppan skall sem harðast á Íslandi fyrir þremur árum. 2.9.2011 18:30 Segja forsætisráðherra fara með rangt mál Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í ræðu á Alþingi í dag að hlutur launa í landsframleiðslu hafi aldrei verið lægri en nú eða um 59% samanborið við yfir 72% árið 2007. 2.9.2011 16:09 Taka ekki þátt í verðkönnun í mótmælaskyni Forsvarsmenn verslunarinnar Kosts eru ósáttir við framsetningu niðurstaðna í fréttatilkynningum ASÍ varðandi verðkönnun sambandsins. 2.9.2011 15:29 Umræðan um vörslusviptingar á villigötum Formaður Lögmannafélags Íslands segir umræðu um vörslusviptingar vera á villigötum. Hann segir afskipti innanríkisráðuneytisins óeðlileg og ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. 2.9.2011 12:22 Skuldastaða þjóðarbúsins ekki betri í tíu ár Nettó skuldir þjóðarbúsins lækkuðu um rúma 32 ma.kr. á milli fyrsta og annars ársfjórðungs í ár samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. 2.9.2011 11:54 Icelandair flýgur til Bergen og Stavanger Icelandair mun fljúga til og frá Bergen og Stavanger í Noregi um næstu jól og áramót. Samkvæmt áætlun verður boðið upp á flug til borganna dagana 21. desember, 28. desember og 4. janúar. Að auki mun mun flug næsta vor til Bergen, Stavanger og Þrándheims hefjast í lok apríl, eða mánuði fyrr en í ár. 2.9.2011 10:25 Nubo óttast að Kínverjar komi í veg fyrir kaupin Huang Nubo, kínverski fjárfestirinn sem vill kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum, segir að svo gæti farið að yfirvöld í Kína komi í veg fyrir kaupin, sökum þeirrar neikvæðu umræðu sem blossað hefur upp um málið. Í viðtali við Reuters fréttastofuna segist Nubo óttast að Kínverjar muni fá hann til þess að hætta við, til þess að spilla ekki samskiptum Kína og Íslands. Huang segist þurfa samþykki kínverskra yfirvalda fyrir kaupunum þar sem Kínverjum er ekki frjálst að fjárfesta erlendis nema með leyfi stjórnvalda. Hann segir ennfremur að afgreiðsla beiðnarinnar í Kína gæti tekið allt að sex mánuði. 2.9.2011 09:55 Mikil fjölgun gistinótta í júlí Gistinóttum Íslendinga í júlí fjölgaði um 52 prósent á milli ára og gistinætur útlendinga voru einnig fleiri og jukust þær um þrettán prósent frá fyrra ári. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar eru í dag. Alls voru gistinætur í júlí 229.100 samanborið við 196.700 nætur í fyrra. Gistinætur útlendinga nema um 88 prósentum af heildarfjöldanum. 2.9.2011 09:47 Ætlar að stefna tuttugu huldufélögum Allt bendir til þess að ríkisskattstjóri muni stefna tuttugu huldufélögum, sem skráð eru í Lúxemborg, fyrir dómstóla hér á landi samkvæmt Fréttatímanum í dag. 2.9.2011 09:26 Eignir duga fyrir öllum forgangskröfum - líka Icesave Eignir þrotabús gamla Landsbankans duga fyrir öllum forgangskröfum á bankann og gott betur samkvæmt nýjasta endurmati á eignasafni þess. Formaður skilanefndar bankans segir þó að það sé stjórnmálamanna að segja til um lyktir Icesave málsins. 1.9.2011 19:00 Sjá næstu 50 fréttir
Milljarðamæringum í Kína stórfjölgar - nýr listi á morgun Milljarðamæringum í Kína hefur stórfjölgað síðan á síðasta ári samkvæmt fréttavef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram á að síðasta ári hafi 189 milljarðamæringar verið í landinu en nú eru þeir orðnir 271. 7.9.2011 14:49
Fáir útlendingar vilja fjárfesta hér á landi „Það er ömurlegt að fjárfesta á Íslandi. Hér eru gjaldeyrishöft og ríkisstjórninni virðist nákvæmlega sama um það þótt erlendir fjárfestar vilji ekki festa fé sitt hér,“ segir fjárfestirinn Balan Kamallakharan. 7.9.2011 14:00
Aftur útboð á ríkisbréfum - þátttaka dræm síðast Næstkomandi föstudag kl. 11:00 fer fram útboð á ríkisbréfum hjá Lánamálum ríkisins samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. 7.9.2011 13:03
Tólf milljarðar aflandskróna Fjárfest var fyrir tæpa 11,8 milljarða króna hér á landi í fyrra. Þetta kemur fram í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við spurningu Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, um innflutning á aflandskrónum. Spurningin var lögð fram snemma í júní og svaraði Árni Páll henni í gær. 7.9.2011 13:00
Önnur skuldabréfaútgáfa Landsvirkjunar nýtur betri kjara en hjá ríki Önnur skuldabréfaútgáfa Landsvirkjunar (LV) á stuttum tíma leit dagsins ljós í gær þegar fyrirtækið tilkynnti um sölu á skuldabréfum að fjárhæð 63,2 m. Bandaríkjadollara, jafnvirði u.þ.b. 7,3 ma.kr., samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. 7.9.2011 12:58
Músik Express aðstoðar tónlistarmenn í útrás Iceland Express og ÚTÓN, útflutningsmiðstöð íslenskrar tónlistar, hafa gert með sér samkomulag um stofnun Músík Express, sem er samstarf um stuðning við íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að íslensk menning, ekki hvað síst íslensk tónlist, hafi lagt mikið af mörkum við kynningu á Íslandi og þar af leiðandi til íslenskrar ferðamannaþjónustu. „Með stofnun Músík Express verður íslenskum tónlistarmönnum, á öllum sviðum tónlistar, gert auðveldara að koma sér á framfæri í útlöndum,“ segir ennfremur. 7.9.2011 12:56
Samkeppnishæfni Íslands batnar Ísland er nú í 30. sæti í samkeppnisvísitölu Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum. Í fyrra var landið í 31. sæti og færist það því upp um eitt sæti á listanum. Það er nokkur viðsnúningur frá síðasta ári þegar Ísland féll um sex sæti. Í tilkynningu frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, sem er samstarfsaðili Alþjóðaefnahagsráðsins segir að samkeppnishæfnivísitalan byggi á opinberum upplýsingum og rannsókn sem gerð er meðal stjórnenda í atvinnulífi 130 þjóða. 7.9.2011 08:21
Passat bíll ársins 2012 Bandalag íslenskra bílablaðamanna, BÍBB, tilkynnti um val á bíl ársins 2012 í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands föstudaginn 2. sept 2011. Að þessu sinni var það Volkswagen Passat í metanútfærslu sem hlaut verðlaunin „Bíll ársins 2012". Volkswagen Passat fær því verðlaunagripinn Stálstýrið 2012. 6.9.2011 20:12
Líkir gjaldeyrishöftunum við Íraksstríðið Stjórnmálamenn, hagsmunasamtök og stjórnendur fyrirtækja eru á einu máli um að hægt sé að fara hraðar við afnám gjaldeyrishafta en nú er ráðgert. Einn kallar eftir nýrri áætlun um afnám haftanna, en annar líkir þeim við Íraksstríðið. 6.9.2011 19:04
Selja skuldabréf fyrir 7,3 milljarða Landsvirkjun undirritaði í dag samning um sölu á skuldabréfum til sjö ára að fjárhæð 63,2 milljónir Bandaríkjadollara eða að jafnvirði um 7,3 milljarðar króna. Skuldabréfin eru seld á 4,3% ávöxtunarkröfu. Vextir greiðast einu sinni á ári en höfuðstóllinn greiðist í einu lagi í lok lánstímans. Umsjónaraðili er Arctica Finance hf. 6.9.2011 18:04
Rekstur Grindavíkur fer batnandi Grindavíkurbær var rekinn með tæplega 84 milljón króna halla árið 2010 en þetta kemur fram í svari bæjarins við beiðni Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga. 6.9.2011 16:05
Milljónir lögðu niður vinnu á Ítalíu Milljónir ítalskra launþega hafa lagt niður vinnu í dag til þess að mótmæla niðurskurðaráformum ítalskra stjórnvalda. Flugferðum hefur verið aflýst, lestir og strætisvagnar hafa ekki hreyfst úr stað og opinberar stofnanir hafa verið lokaðir í allan dag. 6.9.2011 14:56
Aldrei fleiri ferðamenn á landinu Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru tæplega 102 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu í ágúst síðastliðnum, eða um 12 þúsund fleiri en í sama mánuði á síðasta ári. 6.9.2011 14:30
Stundvísi Iceland Express batnar lítillega Sjötta hver flugvél af tíu á vegum Iceland Express er á tíma samkvæmt könnun sem finna má á vefsíðunni Túristi.is. 6.9.2011 13:36
Afkoma Arion banka jákvæð um 10 milljarða Afkoma Arion banka á fyrri helmingi ársins 2011 var jákvæð um 10,2 milljarða króna eftir skatta samanborið við 7,9 milljarða á fyrri helmingi ársins 2010. Er afkoman umfram áætlanir sem skýrist einkum af endurmati á útlánasafni bankans á fyrirtækjasviði. Arðsemi eigin fjár var 20,3% á ársgrundvelli. 6.9.2011 12:20
Gengissigið virðist hafa stöðvast Sig á gengi krónunnar sem staðið hefur yfir frá áramótum virðist nú hafa stöðvast, en krónan hefur styrkst lítið eitt síðustu sex vikurnar. Yfirmaður greiningardeildar býst við að gengið haldist nú stöðugt. 6.9.2011 12:07
Hanna Birna fagnar áhuga Nubo Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, segir að þeir sem vilji fjölga tækifærum í atvinnulífinu, og um land allt, hljóti að fagna áhuga öflugra og ábyrgra fjárfesta - hvaðan sem þeir koma. 6.9.2011 10:50
Vöruskiptin hagstæð um tæpa þrettán milljarða í júlí Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 54,9 milljarða króna og inn fyrir 42,1 milljarð króna. Vöruskiptin í júlí voru því hagstæð um 12,8 milljarða króna. Í júlí 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 4,2 milljarða króna á sama gengi. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni. Fyrstu sjö mánuði ársins voru fluttar út vörur fyrir 339,9 milljarða króna en inn fyrir 285,9 milljarða. Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd sem nam 54,0 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 67,9 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 13,9 milljörðum króna lakari en á sama tíma árið áður. 6.9.2011 09:57
503 milljarðar afskrifaðir Alls voru 503 milljarðar afskrifaðir á árunum 2009 til 2010, þar af tæplega 481 hjá fyrirtækjum og rúmlega 22 hjá einstaklingum. 5.9.2011 16:42
Niðursveifla á hlutabréfamörkuðum Hlutabréfamarkaðir halda áfram á niðurleið frá síðustu viku um leið og óttinn vegna skuldavanda Spánar og Ítalíu hefur fengið byr undir báða vængi. 5.9.2011 15:17
Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði tvöfaldast frá upphafi árs Verðbólguálag til lengri tíma á skuldabréfamarkaði er nú hærra en það hefur verið frá ársbyrjun 2009, og hefur álagið tvöfaldast frá upphafi árs samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. 5.9.2011 13:19
Hlutabréf í Evrópu taka dýfu - hefur áhrif á Íslandi Hlutabréfaverð í Evrópu tók enn aðra dýfuna og evran veiktist gagnvart dollaranum í morgun, en áhyggjur fjárfesta af því að evrópska skuldakrísan muni versna hafa verið að aukast samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. 5.9.2011 13:14
Íslandspóstur tapar 209 milljónum vegna fækkunar bréfa Afkoma Íslandspósts fyrstu sex mánuði ársins 2011 var neikvæð um 209 milljónir króna samkvæmt tilkynningu frá Íslandspósti. 5.9.2011 11:24
Framtakssjóður hagnaðist um tvo og hálfan milljarð Framtakssjóður Íslands skilaði 2.540 milljónum króna í hagnað á fyrstu 6 mánuðum ársins 2011. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að hagnaðurinn skýrist af hækkun markaðsverðs eignarhlutar sjóðsins í Icelandair Group. Eigið fé sjóðsins við lok tímabilsins nam 20,9 milljörðum króna. 5.9.2011 11:11
Slitastjórn Glitnis með í Iceland söluferli Slitastjórn Glitnis ætlar að taka þátt í söluferlinu á Iceland verslunarkeðjunni í Bretlandi en ferlið hefst formlega nú í september. Landsbankinn á stærsta hlutann í keðjunni 67 prósent, en slitastjórn Glitnis á tíu prósenta hlut. Reuters fréttastofan hefur eftir forsvarsmanni slitastjórnarinnar að hlutur Glitnis verði boðinn til sölu um leið og hlutur Landsbankans. Salan er í höndum UBS og Merril Lynch en Malcolm Walker stofnandi keðjunnar sem á stóran hlut í Iceland hefur margsinnis lýst því yfir að hann vilji kaupa allan hlut íslensku bankanna. Þá renna fjölmargar aðrar verslunarkeðjur hýru auga til Iceland. 5.9.2011 07:56
Alger óvissa um afdrif Icesave Óvissa ríkir enn um afdrif Icesave málsins þrátt fyrir að eignir þrotabús gamla Landsbankans dugi fyrir öllum forgangskröfum á bankann og gott betur samkvæmt nýjasta endurmati á eignasafni hans. Ekki er enn vitað hvort Hollendingar og Bretar höfði skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu falli úrskurður EFTA dómstólsins þeim í hag. 4.9.2011 19:51
Vill að ríkisstjórnir beiti sér til að örva hagvöxt Bandaríkin og ríki í Evrópu þurfa að beita öllum ráðum sem þau hafa til að örva hagvöxt, segir Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reuters fréttastofan segir að þörf sé á innspýtingu frá ríkissjóðum þessara ríkja til þess að fjárfestar fái aftur trú á alheimshagkerfinu. 4.9.2011 17:07
RBS ætlar að verjast með kjafti og klóm The Royal Bank of Scotland ætlar að verjast ásökunum bandarískra stjórnvalda um blekkingar með öllum tiltækum ráðum. Bankinn er, ásamt 16 öðrum bönkum, sakaður um að hafa ofmetið gæði fasteignalánasafna sinna. Auk RBS er um að ræða banka á borð við Barclays og HSBC. Bandarísk húsnæðismálayfirvöld segja að vegna blekkinga bankanna við mat á lánasöfnum sínum hafi bandarískir skattgreiðendur þurft að reiða fram milljarða króna til að bjarga bönkunum frá falli þegar fjármálakreppan skall á. 4.9.2011 10:29
Hvers virði er Iceland? Iceland verslunarkeðjan í Bretlandi verður sett formlega á sölu í mánuðinum. Það eru UBS og Bank of America Merril Lynch sem sjá um söluna. Breska blaðið Sunday Telegraph gerir málið að umfjöllunarefni í dag. Þar segir að Malcolm Walker, stofnandi verslunarkeðjunnar, hafi klárlega áhuga á að kaupa hlutinn. Stærri spurning sé hvort einhverjir aðrir muni geta boðið í hlut skilanefndar Landsbankans í verslunarkeðjunni. 4.9.2011 09:33
Býst við að Íbúðalánasjóður bjóði óverðtryggð lán á næsta ári Framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs telur að sjóðurinn gæti byrjað að veita óverðtryggð íbúðalán á fyrri hluta næsta árs ef væntanleg lagaheimild verður að veruleika. Enn á þó eftir ná samkomulagi við lífeyrissjóði um fjármögnun óverðtryggðra útlána. 3.9.2011 18:30
Murdoch afþakkaði 700 milljónir vegna símhleranahneykslis James Murdoch, forstjóri fjölmiðlafyrirtækisins News International, afþakkaði 6 milljóna dala launabónus frá fyrirtækinu vegna símhleranahneyksliss sem skók fyrirtækið í vor. Upphæðin sem James afþakkaði nemur um 690 milljónum króna. Rupert, pabbi James, fékk 12.5 milljóna dala bónus, eða röskar 1400 milljónir króna, þegar ársuppgjör News Corp var birt á dögunum. 3.9.2011 11:35
Segja viðbrögðin við Kínverjanum bera vott um kaldastríðshugsun Alþjóðlega umræðan sem fyrirhuguð viðskipti Nubos á Íslandi hefur vakið upp bendir til þess að Kínverjar eigi langt í land með að ná fótfestu á alheimsmörkuðum. Þetta er í það minnsta álit kínverska blaðsins China Daily sem kemur fram í grein á vef blaðsins undir yfirskriftinni Kaldastríðsháttur að baki samsæriskenningum um kínversk utanríkisviðskipti. Blaðið segir að þeir þröskuldar sem Kínverjar standi frammi fyrir verði hugsanlega ekki auðveldlega yfirstignir og minni fólk á að það eru skýr skil á milli austurs og vesturs. 3.9.2011 10:35
Perlan auglýst til sölu Perlan er auglýst til sölu í dagblöðum í dag, en fyrirhuguð sala eignarinnar er hluti af aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur til að koma fjárhag fyrirtækisins í lag. Áætlunin felur í sér sölu á eignum Orkuveitunnar sem ekki eru nauðsynlegar kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Orkuveitan hefur þegar selt nokkuð af eignum, en auk Perlunnar verða Hvammur og Hvammsvík, Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal og Hótel Hengill öll á söluskrá í september. Tilboðsfrestur í Perluna rennur út 18. október næstkomandi og eftir þann tíma verður tekin afstoða til framkominna kauptilboða. 3.9.2011 09:56
Bandarísk stjórnvöld stefna 17 stórbönkum Bandarísk stjórnvöld munu stefna 17 stórbönkum vegna taps á fjárfestingum tengdum fasteignum sem stjórnvöld telja að hafi kostað skattgreiðendur tugi milljarða bandaríkjadala. Bandaríski íbúðalánasjóðurinn segir að bankarnir sem um ræði séu meðal annars Godman Sachs, Barclays, Bank og America, Deutsche Bank og HSBC. Íbúðalánasjóðurinn segir að þau hafi metið gæði lánanna kolvitlaust þegar þau voru veitt í húsnæðisbólunni fyrir hrun. 3.9.2011 09:26
Forsetinn fagnar áhuga kínverska auðjöfursins Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar áhuga kínverska auðjöfursins Nubos á fjárfestingum á Íslandi. Sem kunnugt er vill Nubo kaupa jörð á Grímsá á Fjöllum og fjárfesta í ferðaþjónustu þar. Forseti Íslands segir þetta til marks um blómstrandi samskipti Íslands við Kína. Evrópa og Bandaríkin hafi hins vegar hundsað Ísland þegar fjármálakreppan skall sem harðast á Íslandi fyrir þremur árum. 2.9.2011 18:30
Segja forsætisráðherra fara með rangt mál Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í ræðu á Alþingi í dag að hlutur launa í landsframleiðslu hafi aldrei verið lægri en nú eða um 59% samanborið við yfir 72% árið 2007. 2.9.2011 16:09
Taka ekki þátt í verðkönnun í mótmælaskyni Forsvarsmenn verslunarinnar Kosts eru ósáttir við framsetningu niðurstaðna í fréttatilkynningum ASÍ varðandi verðkönnun sambandsins. 2.9.2011 15:29
Umræðan um vörslusviptingar á villigötum Formaður Lögmannafélags Íslands segir umræðu um vörslusviptingar vera á villigötum. Hann segir afskipti innanríkisráðuneytisins óeðlileg og ekki í samræmi við vandaða stjórnsýsluhætti. 2.9.2011 12:22
Skuldastaða þjóðarbúsins ekki betri í tíu ár Nettó skuldir þjóðarbúsins lækkuðu um rúma 32 ma.kr. á milli fyrsta og annars ársfjórðungs í ár samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka. 2.9.2011 11:54
Icelandair flýgur til Bergen og Stavanger Icelandair mun fljúga til og frá Bergen og Stavanger í Noregi um næstu jól og áramót. Samkvæmt áætlun verður boðið upp á flug til borganna dagana 21. desember, 28. desember og 4. janúar. Að auki mun mun flug næsta vor til Bergen, Stavanger og Þrándheims hefjast í lok apríl, eða mánuði fyrr en í ár. 2.9.2011 10:25
Nubo óttast að Kínverjar komi í veg fyrir kaupin Huang Nubo, kínverski fjárfestirinn sem vill kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum, segir að svo gæti farið að yfirvöld í Kína komi í veg fyrir kaupin, sökum þeirrar neikvæðu umræðu sem blossað hefur upp um málið. Í viðtali við Reuters fréttastofuna segist Nubo óttast að Kínverjar muni fá hann til þess að hætta við, til þess að spilla ekki samskiptum Kína og Íslands. Huang segist þurfa samþykki kínverskra yfirvalda fyrir kaupunum þar sem Kínverjum er ekki frjálst að fjárfesta erlendis nema með leyfi stjórnvalda. Hann segir ennfremur að afgreiðsla beiðnarinnar í Kína gæti tekið allt að sex mánuði. 2.9.2011 09:55
Mikil fjölgun gistinótta í júlí Gistinóttum Íslendinga í júlí fjölgaði um 52 prósent á milli ára og gistinætur útlendinga voru einnig fleiri og jukust þær um þrettán prósent frá fyrra ári. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar sem birtar eru í dag. Alls voru gistinætur í júlí 229.100 samanborið við 196.700 nætur í fyrra. Gistinætur útlendinga nema um 88 prósentum af heildarfjöldanum. 2.9.2011 09:47
Ætlar að stefna tuttugu huldufélögum Allt bendir til þess að ríkisskattstjóri muni stefna tuttugu huldufélögum, sem skráð eru í Lúxemborg, fyrir dómstóla hér á landi samkvæmt Fréttatímanum í dag. 2.9.2011 09:26
Eignir duga fyrir öllum forgangskröfum - líka Icesave Eignir þrotabús gamla Landsbankans duga fyrir öllum forgangskröfum á bankann og gott betur samkvæmt nýjasta endurmati á eignasafni þess. Formaður skilanefndar bankans segir þó að það sé stjórnmálamanna að segja til um lyktir Icesave málsins. 1.9.2011 19:00