Viðskipti innlent

Skuldastaða þjóðarbúsins ekki betri í tíu ár

Skuldastaða ríkisins hefur ekki verið betri í tíu ár.
Skuldastaða ríkisins hefur ekki verið betri í tíu ár.
Nettó skuldir þjóðarbúsins lækkuðu um rúma 32 ma.kr. á milli fyrsta og annars ársfjórðungs í ár samkvæmt morgunkorni Íslandsbanka.

Þannig námu erlendar eignir þjóðarbúsins 4.358 mö.kr. í lok annars ársfjórðungs og höfðu aukist um rúma 84 ma.kr. frá fyrri fjórðungi.

Á sama tíma námu erlendar skuldir þjóðarbúsins 14.303 mö.kr. en þær höfðu aukist um 52 ma.kr. frá fyrri fjórðungi. Var því hrein erlend staða við útlönd neikvæð um 9.945 ma.kr.

Allt frá fjórða ársfjórðungi 2008 hafa erlendar skuldir gömlu bankanna vegið þungt í þessum tölum um erlenda stöðu þjóðarbúsins.

Augljóslega skekkir það verulega myndina og dregur upp mun dekkri stöðu en hún er í raun, en þessar skuldir gömlu bankanna munu smám saman hverfa á næstu misserum samhliða eignasölu og afskriftum á skuldum.

Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2.470 mö.kr. og skuldir 3.354 mö.kr. og var því hrein erlend staða neikvæð um 845 ma.kr. í stað 9.945 ma.kr.

Þetta jafngildir um 54% af áætlaðri landsframleiðslu ársins og á þann kvarða hefur staðan ekki verið betri í rúm tíu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×