Viðskipti innlent

Nubo óttast að Kínverjar komi í veg fyrir kaupin

Bragi Benediktsson, eigandi og ábúandi í Grímstungu á Grímsstöðum, fær hér vinargjöf úr hendi Huangs Nubo. Með þeim er Ragnar Benediktsson.
Bragi Benediktsson, eigandi og ábúandi í Grímstungu á Grímsstöðum, fær hér vinargjöf úr hendi Huangs Nubo. Með þeim er Ragnar Benediktsson. Mynd/Úr einkasafni.
Huang Nubo, kínverski fjárfestirinn sem vill kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum, segir að svo gæti farið að yfirvöld í Kína komi í veg fyrir kaupin, sökum þeirrar neikvæðu umræðu sem blossað hefur upp um málið. Í viðtali við Reuters fréttastofuna segist Nubo óttast að Kínverjar muni fá hann til þess að hætta við, til þess að spilla ekki samskiptum Kína og Íslands. Huang segist þurfa samþykki kínverskra yfirvalda fyrir kaupunum þar sem Kínverjum er ekki frjálst að fjárfesta erlendis nema með leyfi stjórnvalda. Hann segir ennfremur að afgreiðsla beiðnarinnar í Kína gæti tekið allt að sex mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×