Viðskipti innlent

Afkoma Arion banka jákvæð um 10 milljarða

Arion banki.
Arion banki.
Afkoma Arion banka á fyrri helmingi ársins 2011 var jákvæð um 10,2 milljarða króna eftir skatta samanborið við 7,9 milljarða á fyrri helmingi ársins 2010. Er afkoman umfram áætlanir sem skýrist einkum af endurmati á útlánasafni bankans á fyrirtækjasviði. Arðsemi eigin fjár var 20,3% á ársgrundvelli.

Á öðrum ársfjórðungi fór fram lokauppgjör Arion banka við þrotabú Kaupþings banka. Er hálfsársuppgjörið nú fyrsta uppgjör Arion banka þar sem þessir aðilar eiga engar kröfur hvor á annan. Um mikilvægan áfanga er að ræða til einföldunar á efnahagsreikningi Arion banka.

Eiginfjárhlutfall bankans styrktist og var 21,4% í lok tímabilsins sem er vel yfir mörkum FME. Einnig eru lausafjárhlutföll bankans vel yfir settum mörkum. Árshlutareikningurinn er kannaður af endurskoðendum bankans samkvæmt tilkynningu frá bankanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×