Viðskipti innlent

Tólf milljarðar aflandskróna

Vigdís hauksdóttir Þingkonan fékk ekki svar við spurningunni um það hverjir hafi fengið að flytja inn tólf milljarða af aflandskrónum.
Vigdís hauksdóttir Þingkonan fékk ekki svar við spurningunni um það hverjir hafi fengið að flytja inn tólf milljarða af aflandskrónum.
Fjárfest var fyrir tæpa 11,8 milljarða króna hér á landi í fyrra. Þetta kemur fram í svari Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við spurningu Vigdísar Hauksdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, um innflutning á aflandskrónum. Spurningin var lögð fram snemma í júní og svaraði Árni Páll henni í gær.

Aflandskrónur eru íslenskar krónur á erlendum gjaldeyrisreikningum og er óheimilt að flytja þær á reikninga íslenskra bankastofnana eða fjárfesta fyrir þær nema eftir krókaleiðum, svo sem með nýlegum uppboðum Seðlabankans á gjaldeyri.

Vigdís spurði í júní hverjir hefðu fengið að flytja aflandskrónur til fjárfestinga hér á landi og um hvaða fjárhæðir sé að ræða. Vigdís óskaði eftir því að í svarinu yrði greint á milli Íslendinga og útlendinga.

Í svari Árna Páls kemur fram að leitað hafi verið svara hjá seðlabankanum sem fer með eftirlit með aflandskrónum. Seðlabankinn vísaði til heimildar um þagnarskyldu og birti ekki hverjir hefðu fengið að flytja inn aflandskrónur sundurliðað eftir fjárhæðum. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×