Viðskipti innlent

Slitastjórn Glitnis með í Iceland söluferli

Slitastjórn Glitnis ætlar að taka þátt í söluferlinu á Iceland verslunarkeðjunni í Bretlandi en ferlið hefst formlega nú í september. Landsbankinn á stærsta hlutann í keðjunni 67 prósent, en slitastjórn Glitnis á tíu prósenta hlut. Reuters fréttastofan hefur eftir forsvarsmanni slitastjórnarinnar að hlutur Glitnis verði boðinn til sölu um leið og hlutur Landsbankans. Salan er í höndum UBS og Merril Lynch en Malcolm Walker stofnandi keðjunnar sem á stóran hlut í Iceland hefur margsinnis lýst því yfir að hann vilji kaupa allan hlut íslensku bankanna. Þá renna fjölmargar aðrar verslunarkeðjur hýru auga til Iceland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×