Viðskipti innlent

Taka ekki þátt í verðkönnun í mótmælaskyni

Kostur.
Kostur.
Forsvarsmenn verslunarinnar Kosts eru ósáttir við framsetningu niðurstaðna í fréttatilkynningum ASÍ varðandi verðkönnun sambandsins.

Kostur tekur ekki þátt í verðkönnun ASÍ.

„Ákvörðunin um að taka ekki þátt í verðkönnun ASÍ er tekin í mótmælaskyni en forsvarsmenn Kosts telja verslunina ekki hafa notið sannmælis hingað til í könnunum ASÍ. Kannanirnar sendi neytendum villandi skilaboð,“ segir í tilkynningu Kosts.

Þá segir ennfremur í tilkynningunni:

„Þegar verið er að gera verðkönnun er ekki tekið tillit til gæða varanna og þar af leiðandi í flestum tilfellum ekki um sambærilega vöru að ræða. Við hjá Kosti skorum á neytendur að gera sína eigin verðkönnun og þá kemur í ljós hvar er ódýrast að versla.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×