Viðskipti innlent

Músik Express aðstoðar tónlistarmenn í útrás

Agent Fresco, ein fjölmargra íslenskra hljómsveita sem reynt hefur fyrir sér á erlendri grund.
Agent Fresco, ein fjölmargra íslenskra hljómsveita sem reynt hefur fyrir sér á erlendri grund. Mynd/Vilhelm
Iceland Express og ÚTÓN, útflutningsmiðstöð íslenskrar tónlistar, hafa gert með sér samkomulag um stofnun Músík Express, sem er samstarf um stuðning við íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að íslensk menning, ekki hvað síst íslensk tónlist, hafi lagt mikið af mörkum við kynningu á Íslandi og þar af leiðandi til íslenskrar ferðamannaþjónustu. „Með stofnun Músík Express verður íslenskum tónlistarmönnum, á öllum sviðum tónlistar,  gert auðveldara að koma sér á framfæri í útlöndum,“ segir ennfremur.

Þá segir að verkefnið sé framhald af Norðrinu sem var samstarfsverkefni ÚTÓN, tónlistarmanna og Iceland Express á Þýskalandsmarkaði 2009 og 2010. Með þessu verkefni er hinsvegar unnið á öllum áfangastöðum Iceland Express.

„Samstarf Músík Express og tónlistarmanna felst í því að aðilarnir gera með sér samstarfssamning. Hann felur í sér að tónlistarmenn fá flugmiða með Iceland Express til einhverra áfangastaða félagsins og ríflega yfirvikt til að flytja hljóðfæri og önnur tæki. Tónlistarmennirnir geta þess síðan í kynningarefni sínu að þeir séu í samstarfi við Músík Express,“ segir ennfremur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×