Viðskipti innlent

Aldrei fleiri ferðamenn á landinu

Glaðir ferðamenn.
Glaðir ferðamenn.
Samkvæmt talningum Ferðamálastofu fóru tæplega 102 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu í ágúst síðastliðnum, eða um 12 þúsund fleiri en í sama mánuði á síðasta ári.

Aukningin nemur tæplega fjórtán prósentum milli ára. Erlendir ferðamenn hafa aldrei áður farið yfir 100 þúsund í einum mánuði og eru þeir nú helmingi fleiri en þeir voru í ágústmánuði 2002.

Það sem af er ári hafa 406 þúsund erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 62 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða rétt rúmlega 18 prósent aukningu milli ára.

Brottförum Íslendinga í ágúst fjölgaði svo um rúm 14 prósent frá því í fyrra. Þeir voru rúmlega 34 þúsund í ár en rétt tæplega þrjátíu þúsund í fyrra.

Frá áramótum hafa 229 þúsund Íslendingar farið utan, en það er 20 prósent fleiri en árinu áður þegar brottfarir mældust tæplega 191 þúsund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×