Segja forsætisráðherra fara með rangt mál 2. september 2011 16:09 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í ræðu á Alþingi í dag að hlutur launa í landsframleiðslu hafi aldrei verið lægri en nú eða um 59% samanborið við yfir 72% árið 2007. „Lækkunin svarar til 13% af landsframleiðslu sem farið hafa frá launþegum til fyrirtækja, í krónum talið um 200 milljarðar króna," sagði Jóhanna en samkvæmt yfirlýsingu frá Samtökum atvinnulífsins fer Jóhanna með rangt mál þar. Í tilkynningu samtakanna stendur orðrétt: „Umrædd hlutföll, 59% og 72%, eru af hugtakinu vergum þáttatekjum, ekki landsframleiðslu. Vergar þáttatekjur eru mun lægri fjárhæð en verg landsframleiðsla. Árið 2010 er landsframleiðslan áætluð 1.539,5 milljarðar króna en þáttatekjurnar 1.338,3 milljarðar króna. Mismunurinn á þessum tveimur hugtökum felst aðallega í óbeinum sköttum. Hlutfall launa af landsframleiðslu var í raun 60,1% árið 2007 og 51,2% árið 2010. Mismunurinn er 8,9% sem eru 137 milljarðar króna á verðlagi ársins 2010." Svo segir í tilkynningunni að árið 2007 hafi hlutur launa verið í sögulegu hámarki á Íslandi, „og líklega heimsmet, a.m.k. finnast engin dæmi um svo hátt hlutfall í alþjóðlegum gagnasöfnum OECD eða ESB." Þá þykir Samtökum atvinnulífsins sérkennilegt að miða við það ár en hin háu hlutföll áranna 2004-2007 skýrast af mjög háu raungengi krónunnar sem ekki fékkst staðist til lengdar. Svo segir orðrétt: „Hlutfall launa af landsframleiðslu árið 2010 er svipað og það var árin 1997-1998, þannig að núverandi hlutföll eiga sér tiltölulega nýleg fordæmi. Þau ár var sæmilegt jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Það er ekki hægt að segja um árið 2007. Nægir að nefna viðskiptahallann sem nam 16% af landsframleiðslu það ár. Hlutfall launa af landsframleiðslu í Evrópusambandinu að meðaltali er svipað og það er nú á Íslandi. Vergar þáttatekjur flokkast í launa- og fjármagnstekjur. Sá hluti vergra þáttatekna sem ekki eru laun og launatengd gjöld kallast vergur rekstrarafgangur (e. gross operating surplus). Vergur rekstrarafgangur flokkast í afskriftir, fjármagnstekjur, leigutekjur, arðgreiðslur, hreinan hagnað af rekstri fyrirtækja o.fl. Vergur rekstrarafgangur er því ekki mælikvarði á hagnað fyrirtækja." Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í ræðu á Alþingi í dag að hlutur launa í landsframleiðslu hafi aldrei verið lægri en nú eða um 59% samanborið við yfir 72% árið 2007. „Lækkunin svarar til 13% af landsframleiðslu sem farið hafa frá launþegum til fyrirtækja, í krónum talið um 200 milljarðar króna," sagði Jóhanna en samkvæmt yfirlýsingu frá Samtökum atvinnulífsins fer Jóhanna með rangt mál þar. Í tilkynningu samtakanna stendur orðrétt: „Umrædd hlutföll, 59% og 72%, eru af hugtakinu vergum þáttatekjum, ekki landsframleiðslu. Vergar þáttatekjur eru mun lægri fjárhæð en verg landsframleiðsla. Árið 2010 er landsframleiðslan áætluð 1.539,5 milljarðar króna en þáttatekjurnar 1.338,3 milljarðar króna. Mismunurinn á þessum tveimur hugtökum felst aðallega í óbeinum sköttum. Hlutfall launa af landsframleiðslu var í raun 60,1% árið 2007 og 51,2% árið 2010. Mismunurinn er 8,9% sem eru 137 milljarðar króna á verðlagi ársins 2010." Svo segir í tilkynningunni að árið 2007 hafi hlutur launa verið í sögulegu hámarki á Íslandi, „og líklega heimsmet, a.m.k. finnast engin dæmi um svo hátt hlutfall í alþjóðlegum gagnasöfnum OECD eða ESB." Þá þykir Samtökum atvinnulífsins sérkennilegt að miða við það ár en hin háu hlutföll áranna 2004-2007 skýrast af mjög háu raungengi krónunnar sem ekki fékkst staðist til lengdar. Svo segir orðrétt: „Hlutfall launa af landsframleiðslu árið 2010 er svipað og það var árin 1997-1998, þannig að núverandi hlutföll eiga sér tiltölulega nýleg fordæmi. Þau ár var sæmilegt jafnvægi í þjóðarbúskapnum. Það er ekki hægt að segja um árið 2007. Nægir að nefna viðskiptahallann sem nam 16% af landsframleiðslu það ár. Hlutfall launa af landsframleiðslu í Evrópusambandinu að meðaltali er svipað og það er nú á Íslandi. Vergar þáttatekjur flokkast í launa- og fjármagnstekjur. Sá hluti vergra þáttatekna sem ekki eru laun og launatengd gjöld kallast vergur rekstrarafgangur (e. gross operating surplus). Vergur rekstrarafgangur flokkast í afskriftir, fjármagnstekjur, leigutekjur, arðgreiðslur, hreinan hagnað af rekstri fyrirtækja o.fl. Vergur rekstrarafgangur er því ekki mælikvarði á hagnað fyrirtækja."
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur