Viðskipti innlent

Forsetinn fagnar áhuga kínverska auðjöfursins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Forseti Íslands segir áhuga Nubos til marks um blómstrandi samskipti Íslands og Kínverja.
Forseti Íslands segir áhuga Nubos til marks um blómstrandi samskipti Íslands og Kínverja.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fagnar áhuga kínverska auðjöfursins Nubos á fjárfestingum á Íslandi. Sem kunnugt er vill Nubo kaupa jörð á Grímsstöðum á Fjöllum og fjárfesta í ferðaþjónustu þar. Forseti Íslands segir þetta til marks um blómstrandi samskipti Íslands við Kína. Evrópa og Bandaríkin hafi hins vegar hundsað Ísland þegar fjármálakreppan skall sem harðast á Íslandi fyrir þremur árum.

Kína og Indland réttu Íslandi hjálparhönd á margvíslegan og uppbyggilegan hátt þegar Evrópuríki voru fjandsamleg og Bandaríkin skiptu sér ekki af," segir Ólafur Ragnar í samtali við Financial Times um málið.

Financial Times vekur máls á því að ákveðnir íslenskir stjórnmálamenn og kaupsýslumenn telji að áhugi Nubos tengist auknum áhuga Kínverja á landinu vegna möguleika á norðursiglingum þegar áhrifa af hlýnun jarðar fer að gæta meira en nú er.

Ólafur Ragnar segir að auðvitað þurfi að skoða hugmyndir Kínverjans gaumgæfilega en engin ástæða sé til þess að hræðast kínverskar fjárfestingar. Hann fagnaði áhuga Kínverja og Indverja á Íslandi á tímum þegar samskiptin við ríki Atlantshafsbandalagsins hefðu versnað.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×