Viðskipti innlent

Perlan auglýst til sölu

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Perlan er auglýst til sölu í dag. Mynd/ Valli.
Perlan er auglýst til sölu í dag. Mynd/ Valli.
Perlan er auglýst til sölu í dagblöðum í dag, en fyrirhuguð sala eignarinnar er hluti af aðgerðaáætlun Orkuveitu Reykjavíkur til að koma fjárhag fyrirtækisins í lag. Áætlunin felur í sér sölu á eignum Orkuveitunnar sem ekki eru nauðsynlegar kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Orkuveitan hefur þegar selt nokkuð af eignum, en auk Perlunnar verða Hvammur og Hvammsvík, Minjasafn Orkuveitunnar í Elliðaárdal og Hótel Hengill öll á söluskrá í september. Tilboðsfrestur í Perluna rennur út 18. október næstkomandi og eftir þann tíma verður tekin afstoða til framkominna kauptilboða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×