Viðskipti innlent

Rekstur Grindavíkur fer batnandi

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Grindavíkurbær var rekinn með tæplega 84 milljón króna halla árið 2010 en þetta kemur fram í svari bæjarins við beiðni Eftirlitsnefndar um fjármál sveitarfélaga.

Þar kemur fram að rekstur bæjarins hefur verið að batna en áætlað var að halli bæjarfélagsins yrði 112 milljónir króna fyrir síðasta ár.

Samkvæmt vefsíðu Víkurfrétta er gert ráð fyrir um 8,5 milljóna króna afgangi í fjárhagsáætlun ársins 2011 og í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir áframhaldandi bættum rekstri.

Á árinu 2011 hafa verið greidd upp lán upp á 1,7 milljarð, sem hafa breytt grunnforsendum rekstrar Grindavíkurbæjar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×